Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 66
 Spænski markvörður- inn Pepe Reina var hetja Liver- pool þegar liðið sló Chelsea út úr Meistaradeildinni í fyrrakvöld og tryggði þar öðrum fremur liði sínu sæti í úrslitaleiknum í Aþenu. Reina hélt marki sínu hreinu og varði síðan tvær spyrnur Chel- sea-manna í vítakeppninni. Þetta var þó langt frá því að vera full- kominn dagur fyrir þennan 24 ára gamla markvörð því þegar hann kom heim til sín blasti við ljót sjón. Óprúttnir ræningjar höfðu nefni- lega nýtt sér tækifærið á meðan Reina var upptekinn við að loka á sóknarmenn Chelsea, brotist inn á heimili hans og látið greipar sópa um íbúð hans. Meðal þess sem var tekið var Porche-jeppi kapp- ans, sem seinna fannst brunninn, skartgripir, persónuleg gögn og glæsilegar hljómflutningsgræjur af Bang og Olufsen gerð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem knattspyrnumenn á Liverpool- svæðinu eru rændir á meðan þeir eru að spila með liðum sínum. Fé- lagar Reina hjá Liverpool: Jerzy Dudek, Daniel Agger, Peter Crouch og Florent Sinama-Pongolle, lentu allir í þessu auk þess sem Andy Van der Meyde hjá Everton varð tvisvar sinnum fyrir því að brotist var inn hjá honum. Besta sagan er þó af Everton- tröllinu Duncan Ferguson sem var heima þegar ræningjar komu í heimsókn árið 2001. Ferguson tók vel á móti þjófunum og sendi þá á sjúkrahús. Reina var rændur á meðan hann kom Liverpool í úrslit Meistaradeildarinnar Stjarnan og HK leika í kvöld fyrsta leik sinn í úrslita- einvíginu um deildarbikar karla og hefst leikurinn klukkan 19.30 í Digranesi. Stjarnan vann tvo sannfærandi sigra á Íslandsmeisturum Vals- manna í undanúrslitunum en HK komst áfram eftir sigur á Fram í oddaleik. Liðin hafa mæst fjórum sinnum í vetur, þrisvar í deildinni og einu sinni í bikarkeppninni. Í öllum þremur leikjunum hefur útilið- ið unnið, HK vann báða deildar- leikina í Ásgarði (23-28 og 25-26) og Stjarnan vann bæði deildar- leik (27-30) og bikarleik (25-26) í Digranesinu. Valdimar Þórsson skoraði mest allra leikmanna í þessum fjór- um leikjum eða alls 35 mörk sem gera 8,8 mörk að meðaltali. Það er þó greinilegt að framlög annarra leikmanna skipta HK-liðið miklu máli því Valdimar skoraði 11,5 mörk að meðaltali í tapleikjunum á heimavelli í Digranesi en 6 mörk að meðaltali í sigurleikjunum í Garðabæ. Með sigri getur Stjarnan unnið báðar útsláttarkeppnir vetrarins en liðið varð eins og kunnugt er bikarmeistari eftir 27-17 stórsigur á Fram í úrslitaleik. Haukar unnu þessa keppni í fyrra þegar hún var haldin í fyrsta sinn og HK-liðið er í sömu stöðu og þeir. HK endaði í 2. sæti á Íslandsmótinu, þurfti odda- leik til þess að komast í úrslitin og er með heimavallarrétt í úrslita- einvíginu. Allir leikirnir í vetur unnust á útivelli Framtíðin er sannar- lega björt hjá Íslandsmeisturum Valsmanna í handboltanum því 2. flokkur félagsins tryggði sér Ís- landsmeistaratitilinn í 2. flokki þriðja árið í röð á þriðjudaginn. Valur vann öruggan 30-22 sigur á Aftureldingu í úrslitaleiknum. Þjálfari Valsliðsins er Heimir Ríkarðsson sem hefur unnið tíu titla hjá félaginu á þeim tveimur árum sem hann hefur verið á Hlíðarenda en 2. flokkurinn er einnig Reykjavíkur- og bikar- meistari. Framtíðin er björt hjá Val Dirk Nowitzki bjarg- aði sínum mönnum frá því að fara í sumarfrí með því að skora 12 stig á síðustu 3 mínútunum í 118- 112 sigri Dallas á Golden State í fimmta leik liðanna í fyrstu um- ferð úrslitakeppni NBA-deildar- innar. Dallas var 9 stigum undir og á leið úr keppni þegar 3 mín- útur og 7 sekúndur voru eftir. Dallas skoraði hins vegar 15 síðustu stig leiksins og tryggði sér annað líf en til þess að komast í undanúrslitin þarf liðið að vinna tvo næstu leiki líka. Nowitzki skoraði fyrst tvær þriggja stiga körfur og setti síðan niður 6 af 7 vítum á síðustu 48 sekúndum leiksins. „Liðið okkar hefur stórt hjarta og býr yfir miklu stolti. Við börð- umst alla leið í úrslitin í fyrra, unnum nokkra erfiða útileiki og þetta lið gefst aldrei upp. Við vitum að þeir ætla ekki að gefa okkur neitt en við vonumst til að stela sigri hjá þeim og tryggja okkur sjöunda leikinn á heima- velli,“ sagði Nowitzki eftir leikinn. Dirk Nowitzki bjargaði Dallas á elleftu stundu Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Chelsea, efast um að Jose Mourinho verði áfram með liðið ef Chelsea mistekst að vinna ein- hvern af stóru titlunum þremur í vetur. „Roman Abramovich vill vinna Meistaradeildina og að Chelsea sé besta liðið í heimi. Hann er ekki ánægður með að vinna bara deildarbikarinn,“ sagði Ranieri en Mourinho er með samning til ársins 2010. Efast um fram- tíð Mourinhos Það hefur aldrei verið þægilegra að eignast Aygo. Núna þarftu ekki að hafa áhyggjur af neinu nema að keyra bílinn – við sjáum um restina. Aygo. Engar áhyggjur. Ofkeyrðu þig. www.aygo.is Toyota Kópavogi Nýbýlavegi 4 Kópavogur Sími: 570-5070 Toyota Akureyri Baldursnesi 1 Akureyri Sími: 460-4300 Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Toyota Selfossi Fossnesi 14 Selfoss Sími: 480-8000 Toyota Austurlandi Miðási 2 Egilsstaðir Sími: 470-5070 Kostar ekkert, þannig séð ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 3 73 72 0 4/ 07 *Sértilboð Elísabetar og AYGO. M.v. 84 mánuði. Innifalið er afborgun af láni, tryggingar (ábyrgðar- og kaskótrygging) og bifreiðagjöld á fyrsta tímabili. 26.855 kr.* á mánuði: Innifalið: Afborgun af láni - Tryggingar - Bifreiðagjald 1. tímabils - Engin útborgun. engin útborgun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.