Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 31
Heimilisiðnaðarfélag Íslands stendur fyrir
prjónakaffihúsi í kvöld.
Fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði stendur Heimil-
isiðnaðarfélag Íslands fyrir prjónakaffi í Iðu í Lækj-
argötu frá kl. 20-22. Tilgangurinn er að áhugafólk um
handavinnu komi saman með prjónana sína eða aðra
handavinnu og njóti samveru annarra gesta og er
prjónakaffið nú haldið í fjórða sinn.
„Þessu hefur verið mjög vel tekið, fyrstu tvö skipt-
in mættu 80 til 100 manns en síðast var kaffið haldið
á skírdag og þá mættu 20,“ segir Margrét en á kaffi-
húsið mæta heilu saumaklúbbarnir með eitthvað á
prjónunum.
Margrét segir konur í miklum meirihluta en karl-
ar séu þó hjartanlega velkomnir. Algengast sé að
fólk prjóni peysur, barnaföt eða vettlinga. „Svo er
hekl líka mjög vinsælt núna,“ segir Margrét og telur
mikla vakningu hafa orðið í handavinnu hin síðari ár.
„Lopapeysan hefur verið í tísku í nokkur ár og prjón
almennt á uppleið. Þessari hugmynd um prjónakaffi
er því tekið fagnandi,“ segir Margrét og útskýrir að
fyrirbærið prjónakaffi sé þekkt víða um heim.
Boðið er upp á kynningar og uppákomur af ýmsu
tagi á prjónakaffinu en í kvöld mun Héléne Magnús-
son kynna bók sína „Rósaleppaprjón í nýju ljósi“ og
sýna eigin hönnun með rósaleppaprjón. Félagskonur
í Heimilisiðnaðarfélaginu og Handprjónasamandinu
aðstoða þá sem vilja við prjónaskap.
Rósaleppaprjón á
prjónakaffihúsi í Iðu
Útsölustaðir: Fótaaðgerðastofurnar og Snyrtistofurnar Eygló, Paradís, Líf, Jóna og Aníta Vestmannaeyjum.
Spar Þín Verslun Kópavogi, Fjarðarkaup Hafnarfirði og Lipurtá.
NÝTT
Fáðu fæturnar mjúkar
og fínar á aðeins
2 vikum með nýja
, Lyfja, Fótaaðgerðastofa Reykjavíkur
´
afsláttur af öllum
vörum
50%
Opnunartími:
Fim 3. maí kl.12 - kl
. 18 / Fös 4. maí kl.1
2 - kl. 18
Lau 5. maí kl.10 - kl
. 18 / Sun 6. maí kl.1
0 - kl. 17
ÚTSÖLUMARKAðÐÐDÐU
R
LÝyngási 11 Garððdðab
æ 3. - 6. maí