Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 12
 „Við erum ekki alveg sáttir við það að Brú sé sögð svo stór jörð að það hafi áhrif á hvern- ig meta eigi þessa þrjú þúsund hektara,“ segir Jón Jónsson, lög- maður bræðra sem eiga jörðina Brú í Fljótsdalshéraði. Matsnefnd eignarnámsbóta komst að þeirri niðurstöðu að Landsvirkjun ætti að greiða Sig- urði og Sigvarði Halldórssonum 63,7 milljónir króna fyrir 3.025 hektara úr landi Brúar sem fara undir Hálslón og fyrir 400 þúsund rúmmetra af malarefni. Mats- nefndin segir að Brú, sem er 160 þúsund hektarar, sé afar landmikil og því hefði eignarnámið minni áhrif á heildarverðmæti jarðar- innar allrar en ef um stærri hlut- deild í jörðinni væri að ræða. Jón segir að deilt hafi verið um aðferðafræði. „Okkar ítrustu kröf- ur byggðu á því að verðmæti landsins yrði metið út frá miðlun- arnýtingu þessa stærsta miðlun- arlóns á Íslandi. Því var hafnað og landið metið sem almennt heiðar- land,“ segir Jón. Ítrasta krafa Brúarmanna var 1.300 milljónir króna en Lands- virkjun taldi að áður greiddar 5,3 milljónir króna væru nægileg heildarborgun. Ríkið hefur reyndar gert kröfu um að landið undir Hálslóni sé í raun þjóðlenda og þar með ríkis- eign. Burtséð frá því eru það Val- þjófsstaðir og Laugavellir, auk Brúar, sem eiga land undir Háls- lóni. Prestssetrasjóður, sem fer með eignir Valþjófsstaða, samdi við Landsvirkjun fyrir nokkrum miss- erum fyrir mun lægri upphæð en matsnefndin telur nú vera sann- gjarnt verð. Landsvirkjun hefur fengið heimild hjá ríkinu til að taka eign- arnámi þann hluta lands Lauga- valla sem fer undir Hálslón. Veitt var heimild til svokallaðs fullnað- areignarnáms sem felur í sér að Landsvirkjun fái landið til fullrar eignar gagnstætt því sem er með land Brúar sem á að skilast í sama ástandi þegar Kárahnjúkavirkjun hefur runnið sitt skeið á enda. „Í þessu er mismunun,“ segir Bjarni Björgvinsson, lögmaður eigenda Laugavalla, sem skotið hafa eign- arnámsheimildinni til Héraðs- dóms Reykjavíkur. Jón segir ekki ákveðið hvort niðurstaða matsnefndarinnar varðandi Brú verði send til dóm- stóla: „Það hefur aldrei reynt á það fyrir íslenskum dómstólum hvort horfa eigi til miðlunarnýt- ingar. Í orði að minnsta kosti er samkeppni á raforkumarkaði og kannski hefði einhver annar viljað kaupa þessa miðlunarmöguleika á eðlilegu verði.“ Eignarnám fer fyrir dómstóla Eigendur jarðarinnar Laugavalla sætta sig ekki við heimild sem ríkið veitti Landsvirkjun til eignar- náms á hluta Laugavalla. Lögmaður eigenda Brúar er ósáttur við matsnefnd eignarnámsbóta. Virkjum kraft eldri borgara 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI „Ég hef tilkynnt lög- reglunni um hótanirnar,“ segir Ingi Þór Sigurjónsson, öryrki við Nönnugötu í Reykjavík, sem seg- ist ítrekað hafa verið áreittur af félögum nágranna síns með rúðu- brotum og sms-hótunum. Ofsókn- irnar segir hann tengjast deilum við nágranna sinn sem hann kærði fyrir líkamsárás. Fréttablaðið greindi frá málinu fyrst 15. apríl. Ingi segist hafa fengið fjölda hótana í sms-formi í síma sinn þar sem hann er sakað- ur um að vera kjaftaskjóða vegna þess hann hafði samband við lög- reglu og fjölmiðla. Skilaboðin séu þó send úr tölvu og því ekki hægt að fullyrða hvaðan þau koma. Ingi segir að lögreglan hafi enn ekki aðhafst í málinu og hefur hann ákveðið að flytja. Vonast hann til þess að eigandi hússins fái að hafa rúðurnar í húsinu í friði eftir það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.