Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 67
Íslandsmeistarar Stjörn-
unnar í kvennahandboltanum urðu
fyrir miklu áfalli á þriðjudags-
kvöldið, í fyrsta leik sínum gegn
Gróttu í úrslitaeinvígi deildabik-
ars kvenna.
Fyrirliði liðsins, Kristín Jó-
hanna Clausen, meiddist þá illa
á hné eftir aðeins tæplega sex
mínútna leik. „Ég fór til Brynj-
ólfs Jónssonar og hann hélt að ég
væri ekki með slitið krossband.
Ég gæti verið með rifinn liðþófa
eða tognuð í hnénu. Ég treysti
honum en ég fæ þetta ekki á
hreint fyrr en ég fer í segulóms-
koðun 15. maí,“ sagði Kristín í
gær.
„Ég spila ekki á laugardaginn,
það er öruggt. Ragnar aðstoð-
arþjálfari var mjög bjartsýnn á
að ég myndi spila á mánudaginn
ef að það færi í þriðja leik en ég
held að ég sé búin í vetur,“ segir
Kristín en Stjarnan, sem vann
fyrsta leikinn á móti Gróttu, 26-
25, getur tryggt sér titilinn með
sigri í öðrum leiknum á Seltjarn-
arnesi á laugardaginn.
Kristín Jóhanna, sem er 24 ára
vinstri hornamaður, hefur átt
frábært tímabil með Stjörnunni í
vetur og skoraði meðal annars 73
mörk í 23 leikjum í deildinni, eða
3,2 mörk að meðaltali í leik.
„Ég lenti svona fáránlega illa
á hnénu og sneri líka upp á það.
Ég sleit krossbandið í hægra hné
2003 og það var nett sjokk að
þurfa að fara að ganga í gegn-
um það aftur. Þetta er búinn að
vera mjög erfiður sólarhringur,“
sagði Kristín og bætir við: „Þó
að það sé slæmt að rífa liðþófa
þá er það bara jákvætt miðað við
það að slíta krossbandið.“ Krist-
ín hefur trú á því að Stjörnuliðið
endi tímabilið með öðrum titli.
„Ég hef enga trú á öðru en að
stelpurnar klári þetta. Það kemur
bara maður í manns stað og við
klárum þetta vonandi á laugar-
daginn,“ sagði Kristín að lokum.
Búinn að vera erf-
iður sólarhringur