Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 67

Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 67
Íslandsmeistarar Stjörn- unnar í kvennahandboltanum urðu fyrir miklu áfalli á þriðjudags- kvöldið, í fyrsta leik sínum gegn Gróttu í úrslitaeinvígi deildabik- ars kvenna. Fyrirliði liðsins, Kristín Jó- hanna Clausen, meiddist þá illa á hné eftir aðeins tæplega sex mínútna leik. „Ég fór til Brynj- ólfs Jónssonar og hann hélt að ég væri ekki með slitið krossband. Ég gæti verið með rifinn liðþófa eða tognuð í hnénu. Ég treysti honum en ég fæ þetta ekki á hreint fyrr en ég fer í segulóms- koðun 15. maí,“ sagði Kristín í gær. „Ég spila ekki á laugardaginn, það er öruggt. Ragnar aðstoð- arþjálfari var mjög bjartsýnn á að ég myndi spila á mánudaginn ef að það færi í þriðja leik en ég held að ég sé búin í vetur,“ segir Kristín en Stjarnan, sem vann fyrsta leikinn á móti Gróttu, 26- 25, getur tryggt sér titilinn með sigri í öðrum leiknum á Seltjarn- arnesi á laugardaginn. Kristín Jóhanna, sem er 24 ára vinstri hornamaður, hefur átt frábært tímabil með Stjörnunni í vetur og skoraði meðal annars 73 mörk í 23 leikjum í deildinni, eða 3,2 mörk að meðaltali í leik. „Ég lenti svona fáránlega illa á hnénu og sneri líka upp á það. Ég sleit krossbandið í hægra hné 2003 og það var nett sjokk að þurfa að fara að ganga í gegn- um það aftur. Þetta er búinn að vera mjög erfiður sólarhringur,“ sagði Kristín og bætir við: „Þó að það sé slæmt að rífa liðþófa þá er það bara jákvætt miðað við það að slíta krossbandið.“ Krist- ín hefur trú á því að Stjörnuliðið endi tímabilið með öðrum titli. „Ég hef enga trú á öðru en að stelpurnar klári þetta. Það kemur bara maður í manns stað og við klárum þetta vonandi á laugar- daginn,“ sagði Kristín að lokum. Búinn að vera erf- iður sólarhringur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.