Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 65

Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 65
 Íslenska landsliðið skip- að leikmönnum sautján ára og yngri mætti í gær liði Englands í úrslitakeppni Evrópumótsins sem hófst í Belgíu í gær. England hafði betur í gær og vann leikinn, 2-0, með tveimur mörkum snemma í leiknum. Lúkas Kostic, þjálfari íslenska landsliðsins, sagði að sínir menn hefðu lagt sig vel fram en að úr- slitin í leiknum hafi verið sann- gjörn. „England var sterkari aðilinn í leiknum. Liðið er skipað mjög sterkum leikmönnum sem spiluðu mjög vel. Það var verst við leik- inn hvað við fengum fyrra mark- ið snemma á okkur. Það er mjög erfitt fyrir stráka sem eru að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti að lenda í slíku.“ Hann segir að Englendingar hafi mætt gífurlega grimmir til leiks og ekki gefið nein færi á sér. Íslenska liðið fékk aðeins eitt færi í leiknum er Viktor Illugason gaf góða sendingu á Aaron Palomares sem náði ágætu skoti á marki sem var varið. Lúkas segir að sóknarleikur ís- lenska liðsins hafi einfaldlega ekki verið nógu góður. „Englendingar sköpuðu sér ekki eitt einasta færi í síðari hálfleik en það gerðum við ekki heldur. Í undankeppninni höfum við skorað mikið af mörk- um og skorað reglulega. Í leikn- um í dag gerðum við vel í vörn og reyndum að pressa þá eins hátt og hægt var en þeir gáfu afar fá færi á sér,“ sagði Lúkas. „Strákarnir lögðu sig fram en sóknarleikurinn var ekki nógu sterkur.“ Íslenska liðið lék í gær án Kol- beins Sigþórssonar sem hefur verið einn sterkasti leikmaður liðsins í undankeppni og helsti markaskorari þess. Hann á við meiðsli að stríða. „Það er rétt að Kolbeinn var ekki með en það má ekki setja allt á herðar eins manns. Sóknar- leikurinn var ekki nógu góður, þá verðum við bara að laga það og sýna meiri metnað í næsta leik,“ sagði Lúkas. Hann reiknar þó með að Kolbeinn verði með gegn Hollendingum á morgun. „Það voru mikil bata- merki hjá honum í dag og sjálf- ur segir hann að honum líði mjög vel. Hann hefur bæði æft með okkur og einnig æft sjálfur. Ég reikna því með honum gegn Hol- landi og vona að hann verði klár í slaginn þótt maður viti aldrei hvað verður.“ Hann segir að hollenska liðið sé gífurlega sterkt eins og reyndar öll lið á mótinu. „Þetta eru stórir og sterkir strákar í hollenska lið- inu en Belgarnir eru líka með mjög hættulegt lið,“ sagði Lúkas. Ísland mætir heimamönnum á mánudag- inn kemur. „Allir leikir á mótinu virðast vera mjög svipaðir og hef ég trú á að við gætum bætt okkur og veit að strákarnir gera það. Það býr meira í liðinu og það getur náð betri úrslitum í næstu leikjum.“ Íslenskt landslið er nú í fyrsta sinn með í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu og segir Lúkas að þetta sé vitanlega mikið ævintýri fyrir liðið allt. „Það er mikill heið- ur að taka þátt í mótinu með þeim bestu í Evrópu. Allt skipulag er líka til fyrirmyndar og hafa Belg- arnir reynst afar hjálpsamir og vilja allt fyrir okkur gera. Þetta er yndislegt fólk.“ En hann bætir við að menn þurfi að vera með báða fætur á jörðinni í slíkum stórmótum. „Við búum ekki að neinni reynslu af slíkum mótum og hef ég því enga trú á öðru en að við lærum hratt af mis- tökum okkar og bætum okkur í hverjum leik. Það voru fínir kafl- ar í leiknum gegn Englandi en allt of fáir.“ Leikurinn gegn Hollandi á morgun hefst klukkan 18.15 að íslenskum tíma. Íslenska U-17 landsliðið hóf í gær keppni á Evrópumótinu í Belgíu er liðið mætti Englendingum. Ísland tap- aði, 2-0, en Lúkas Kostic þjálfari segir að meira búi í liðinu sem mætir Hollendingum annað kvöld. Markvörður íslenska landsliðsins, Trausti Sigurbjörns- son, lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að rotast strax í upphafi leiks Íslands og Englands í gær. Hann fékk spark í höfuðið og missti meðvitund í tvær mínútur. „Trausti rotaðist á níundu mín- útu leiksins og var tekinn út af um leið. Hann var fluttur á spít- ala þar sem hann fékk aðhlynn- ingu,“ sagði Lúkas Kostic í gær. Trausti fékk svo að koma aftur upp á hótel liðsins síðar um dag- inn. Læknir íslenska liðsins, Einar Jónsson, sagði síðar við Fréttablaðið að Trausti yrði að taka því rólega næstu vikurnar. Hann verður því ekki meira með liðinu á mótinu í Belgíu. „Honum líður eftir atvikum vel. Hann fékk spark í höfuðið og rotaðist. Eftir slíkt höfuðhögg er ekki skynsamlegt að reyna mikið á sig næstu vikurnar. Það væri alls ekki ráðlegt,“ sagði Einar. Enn fremur sagði hann það afar skiljanlegt að Trausti skuli vera sár og svekktur vegna þessa. „Það er auðvitað afar fúlt að fá ekki að spila nema í nokkrar mínútur á mótinu. En þetta eru skynsam- ir strákar og vita um hvað þetta snýst,“ sagði Einar. Missti meðvitund og var fluttur á sjúkrahús Þónokkrir Íslendingar voru meðal áhorfenda á leik Ís- lands og Englands á Evrópumóti U-17 landsliða sem fer fram í Belgíu þessa dagana. Einn þeirra, Sigþór Sigurjónsson bakarameist- ari, sagði að stemningin á leikn- um hefði verið mjög góð þó svo að leikurinn hefði tapast. „Ég er ekki frá því að flestir áhorfendanna hafi verið Íslend- ingar,“ sagði Sigþór. „Það er góð stemning í kringum liðið,“ bætti hann við. Hann er faðir Kolbeins Sigþórs- sonar sem gat ekki leikið með Ís- landi í gær vegna meiðsla. „Það er auðvitað svekkjandi en ég tel að það hafi verið rétt ákvörðun hjá þjálfaranum að skipta honum ekki inn á. Hann þarf að jafna sig að fullu og hann sagði mér í kvöld að hann væri orðinn miklu betri.“ Íslendingar fjöl- menna á leiki Alls taka átta lið þátt í úrslitakeppni EM U-17 liða í Belgíu og öll léku þau í gær. Í hinum leiknum í riðli Íslands gerðu Belgar jafntefli við Hol- lendinga, 2-2, en Ísland mætir þeim síðarnefndu á morgun. Í hinum riðlunum unnu Þjóð- verjar 2-0 sigur á Úkraínu og Spánn vann Frakkland, einnig 2-0. Belgía og Hol- land skildu jöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.