Fréttablaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurmaí 2007næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 64
Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu daga munum við birta spá íþróttafréttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Lands- bankadeild karla 2007. Við spáum Fram 8. sætinu. Framarar unnu 1. deildina síðasta sumar með miklum glans. Liðið skipti í kjölfarið um þjálfara en Skagamaðurinn Ólafur Þórðar- son hefur tekið við stjórnartaumunum af Ás- geiri Elíassyni. Liðið varð fyrir mikilli blóð- töku þegar það missti sinn helsta markaskor- ara, Helga Sigurðsson, yfir til Vals. Helgi fór á kostum í 1. deildinni í fyrra og framherj- ar í hans styrkleikaflokki vaxa ekki á trjám á Íslandi. Skarð Helga hefur ekki verið fyllt og sóknarleikurinn gæti verið vandamál hjá Frömurum í sumar. Varnarleikurinn gæti hins vegar orðið ágætur en þar fer Reynir Leósson fremstur í flokki. Við hlið hans verður líklega Eggert Stefánsson og svo er mikill styrkur í Óðni Árnasyni sem kom frá Grindavík. Það var lengi talað um að Fram væri félag sem hefði gott af því að falla eftir áralangan dans við falldrauginn og væntanlega kemur í ljós í sumar hvort svo sé. Miklar vonir eru bundnar við þjálfarann Ólaf Þórðarson sem kemur með aga og festu í Safamýrina. Reynsla hans og sigurvilji mun vega þungt en fæstir leikmanna liðsins þekkja sigurtilfinninguna. Fram getur ekki gert væntingar um sérstakan árangur í sumar og áherslan hlýtur að liggja í því að styrkja stoð- irnar fyrir komandi tímabil. Uppbyggingarstarf hjá Ólafi Hverju svara stjórnmálaflokkarnir þegar spurt er um íþróttir ? Alþingiskosningar 2007 Svörin eru á www.isi.is ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Háþrýsti- þvottatæki Úrvals háþrýstitæki á góðu verði. Brandon Roy, leik- maður Portland Trailblazers, var í gær valinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni. Roy fékk yfirburðakosningu en 127 af 128 völdu hann bestan. Hann fékk alls 638 stig, 374 fleiri en Andrea Bargnani hjá Toronto sem var valinn fyrstur í nýliða- valinu í fyrra. Þriðji í kjörinu var Rudy Gay hjá Memphis. Roy fékk yfir- burðakosningu Meistaradeild Evrópu Sænska bikarkeppnin Þýska úrvalsdeildin Nú er ljóst að Fylkir mun missa sína sterkustu leik- menn en liðið féll nú á vikunum úr DHL-deildinni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Fylkir ætli að tefla fram liði í 1. deild karla á næsta ári. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Heimir Örn Árnason, Guðlaugur Arnarsson og Hlyn- ur Morthens gætu vel verið á leið til Stjörnunnar ásamt ÍR-ingnum Ragnari Má Helgasyni. Heimir sagði við Fréttablaðið í gær að það væri ljóst að hann yrði ekki áfram með Fylki. „Ég hef átt í viðræðum við nokkur félög, þeirra á meðal Stjörnuna,“ sagði hann. Karl Sigurðsson er formað- ur handknattleiksdeildar Fylkis og hann segir að forráðamenn deildarinnar velti nú fyrir sér sínum kostum. „Við höfum rætt þann mögu- leika í okkar hópi að tefla fram liði á næsta tímabili og erum að skoða þann möguleika. Ætli það séu ekki helmingslíkur á því en til þess þyrftum við auðvitað að finna fjárhagslegan flöt á því,“ sagði Karl. Hann segir að flestir leikmanna- samningar liðsins séu hvort eð er útrunnir. „Það er þó hópur stráka sem er tilbúinn að spila með liðinu á næsta ári. Við gerum þó fastlega ráð fyrir því að sterkustu leik- menn liðsins fari annað og skilst mér að þeir séu að skoða hvað þeim standi til boða.“ Fylkir lenti í sjöunda og næst- neðsta sæti DHL-deildarinnar. Fylkir missir sína sterkustu menn Nú er ljóst að AC Milan frá Ítalíu og Liverpool frá Eng- landi munu mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fer fram í Aþenu síðar í mánuðinum. Liðin áttust við af sama tilefni í Istanbúl fyrir tveimur árum og þá stóð Liverpool uppi sem sigurveg- ari í einhverjum frægasta úrslita- leik Evrópukeppninnar frá upp- hafi. AC Milan gerði sér lítið fyrir og sló út topplið ensku úrvalsdeildar- innar, Manchester United, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum í gær. United vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 3-2, en leik- menn Milan léku á als oddi í gær og unnu sannfærandi sigur, 3-0. Töframaðurinn frá Brasilíu, Kaka, kom Milan yfir eftir aðeins ellefu mínútna leik. Hann skoraði bæði mörk liðsins á Old Trafford og var á góðri leið með að skjóta enska stórveldið úr keppninni upp á sitt einsdæmi. Clarence Seedorf lagði upp markið fyrir Kaka en Seedorf skoraði síðan sjálfur annað mark sinna manna á 30. mínútu. Bæði þessi mörk voru framkvæmd með föstum og hnitmiðuðum skotum af vítateigslínunni. Alberto Gilardino kláraði svo leikinn með marki seint í leikn- um er hann nýtti sér að leikmenn United sóttu stíft og framarlega. Hann slapp einn inn fyrir vörn United og átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið. Vörn United átti ekki roð í sókn- arleik AC Milan og þar lá munur- inn á liðunum. Varnarmenn United hafa átt margir hverjir við meiðsli að stríða undanfarið. Alex Fergu- son ákvað að láta Nemanja Vidic í byrjunarliðið þó svo að hann hefði ekki spilað síðan í lok mars. Grenjandi rigning var á San Siro í gær og áttu varnarmenn United engin svör við leiftrandi sóknar- leik Ítalanna við erfiðar aðstæður. Sóknarmenn United fundu sig ekki í leiknum. Ronaldo var á vinstri kantinum og sást varla allan leikinn og Wayne Rooney komst aldrei í rétta gírinn. Hann gerði sig sekan um nokkur mis- tök, rétt eins og fleiri leikmenn liðsins. Gabriel Heinze var einn þeirra og er óhætt að segja að frammi- staða hans undanfarnar vikur er ekkert sérstaklega traustvekj- andi. Hann átti ríkan hlut í báðum mörkum AC Milan í fyrri hálfleik. Darren Fletcher átti í raun eina almennilega færi leiksins fyrir Englendingana en skot hans í síð- ari hálfleik missti marks. „Milan fékk sín mörk heldur ódýrt og það olli mér vonbrigð- um,“ sagði Ferguson eftir leik. „Leikmenn Milan voru skarpari og fljótari á boltann. Þeir áttu skil- ið að vinna. Við vorum á hælunum allan leikinn og áttum erfitt upp- dráttar. Í sannleika sagt leit aldrei út fyrir að við myndum ná að skora í leiknum.“ Kollegi hans hjá Milan, Carlo Ancelotti, var vitanlega í skýjun- um. „Okkar frammistaða í fyrri hálfleik var draumur allra þjálf- ara. Þetta var fullkomin knatt- spyrna. Úrslitaleikurinn verður forvitnileg áskorun. Liverpool er ekki eins sterkt og United en liðið býr yfir meiri líkamlegum styrk,“ sagði Ancelotti. Það verður endurtekið efni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum þegar AC Milan mætir Liverpool, rétt eins og fyrir tveimur árum. AC Milan fór illa með Manchester United á San Siro í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað: 119. tölublað (03.05.2007)
https://timarit.is/issue/277013

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

119. tölublað (03.05.2007)

Aðgerðir: