Fréttablaðið - 03.05.2007, Síða 64

Fréttablaðið - 03.05.2007, Síða 64
Fréttablaðið heldur áfram að telja niður að Íslandsmótinu í knattspyrnu því næstu daga munum við birta spá íþróttafréttamanna Fréttablaðsins um lokastöðu liðanna í Lands- bankadeild karla 2007. Við spáum Fram 8. sætinu. Framarar unnu 1. deildina síðasta sumar með miklum glans. Liðið skipti í kjölfarið um þjálfara en Skagamaðurinn Ólafur Þórðar- son hefur tekið við stjórnartaumunum af Ás- geiri Elíassyni. Liðið varð fyrir mikilli blóð- töku þegar það missti sinn helsta markaskor- ara, Helga Sigurðsson, yfir til Vals. Helgi fór á kostum í 1. deildinni í fyrra og framherj- ar í hans styrkleikaflokki vaxa ekki á trjám á Íslandi. Skarð Helga hefur ekki verið fyllt og sóknarleikurinn gæti verið vandamál hjá Frömurum í sumar. Varnarleikurinn gæti hins vegar orðið ágætur en þar fer Reynir Leósson fremstur í flokki. Við hlið hans verður líklega Eggert Stefánsson og svo er mikill styrkur í Óðni Árnasyni sem kom frá Grindavík. Það var lengi talað um að Fram væri félag sem hefði gott af því að falla eftir áralangan dans við falldrauginn og væntanlega kemur í ljós í sumar hvort svo sé. Miklar vonir eru bundnar við þjálfarann Ólaf Þórðarson sem kemur með aga og festu í Safamýrina. Reynsla hans og sigurvilji mun vega þungt en fæstir leikmanna liðsins þekkja sigurtilfinninguna. Fram getur ekki gert væntingar um sérstakan árangur í sumar og áherslan hlýtur að liggja í því að styrkja stoð- irnar fyrir komandi tímabil. Uppbyggingarstarf hjá Ólafi Hverju svara stjórnmálaflokkarnir þegar spurt er um íþróttir ? Alþingiskosningar 2007 Svörin eru á www.isi.is ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Háþrýsti- þvottatæki Úrvals háþrýstitæki á góðu verði. Brandon Roy, leik- maður Portland Trailblazers, var í gær valinn besti nýliði ársins í NBA-deildinni. Roy fékk yfirburðakosningu en 127 af 128 völdu hann bestan. Hann fékk alls 638 stig, 374 fleiri en Andrea Bargnani hjá Toronto sem var valinn fyrstur í nýliða- valinu í fyrra. Þriðji í kjörinu var Rudy Gay hjá Memphis. Roy fékk yfir- burðakosningu Meistaradeild Evrópu Sænska bikarkeppnin Þýska úrvalsdeildin Nú er ljóst að Fylkir mun missa sína sterkustu leik- menn en liðið féll nú á vikunum úr DHL-deildinni. Ekki hefur enn verið ákveðið hvort Fylkir ætli að tefla fram liði í 1. deild karla á næsta ári. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Heimir Örn Árnason, Guðlaugur Arnarsson og Hlyn- ur Morthens gætu vel verið á leið til Stjörnunnar ásamt ÍR-ingnum Ragnari Má Helgasyni. Heimir sagði við Fréttablaðið í gær að það væri ljóst að hann yrði ekki áfram með Fylki. „Ég hef átt í viðræðum við nokkur félög, þeirra á meðal Stjörnuna,“ sagði hann. Karl Sigurðsson er formað- ur handknattleiksdeildar Fylkis og hann segir að forráðamenn deildarinnar velti nú fyrir sér sínum kostum. „Við höfum rætt þann mögu- leika í okkar hópi að tefla fram liði á næsta tímabili og erum að skoða þann möguleika. Ætli það séu ekki helmingslíkur á því en til þess þyrftum við auðvitað að finna fjárhagslegan flöt á því,“ sagði Karl. Hann segir að flestir leikmanna- samningar liðsins séu hvort eð er útrunnir. „Það er þó hópur stráka sem er tilbúinn að spila með liðinu á næsta ári. Við gerum þó fastlega ráð fyrir því að sterkustu leik- menn liðsins fari annað og skilst mér að þeir séu að skoða hvað þeim standi til boða.“ Fylkir lenti í sjöunda og næst- neðsta sæti DHL-deildarinnar. Fylkir missir sína sterkustu menn Nú er ljóst að AC Milan frá Ítalíu og Liverpool frá Eng- landi munu mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu sem fer fram í Aþenu síðar í mánuðinum. Liðin áttust við af sama tilefni í Istanbúl fyrir tveimur árum og þá stóð Liverpool uppi sem sigurveg- ari í einhverjum frægasta úrslita- leik Evrópukeppninnar frá upp- hafi. AC Milan gerði sér lítið fyrir og sló út topplið ensku úrvalsdeildar- innar, Manchester United, í síðari viðureign liðanna í undanúrslitum í gær. United vann fyrri leikinn á sínum heimavelli, 3-2, en leik- menn Milan léku á als oddi í gær og unnu sannfærandi sigur, 3-0. Töframaðurinn frá Brasilíu, Kaka, kom Milan yfir eftir aðeins ellefu mínútna leik. Hann skoraði bæði mörk liðsins á Old Trafford og var á góðri leið með að skjóta enska stórveldið úr keppninni upp á sitt einsdæmi. Clarence Seedorf lagði upp markið fyrir Kaka en Seedorf skoraði síðan sjálfur annað mark sinna manna á 30. mínútu. Bæði þessi mörk voru framkvæmd með föstum og hnitmiðuðum skotum af vítateigslínunni. Alberto Gilardino kláraði svo leikinn með marki seint í leikn- um er hann nýtti sér að leikmenn United sóttu stíft og framarlega. Hann slapp einn inn fyrir vörn United og átti ekki í vandræðum með að koma boltanum í netið. Vörn United átti ekki roð í sókn- arleik AC Milan og þar lá munur- inn á liðunum. Varnarmenn United hafa átt margir hverjir við meiðsli að stríða undanfarið. Alex Fergu- son ákvað að láta Nemanja Vidic í byrjunarliðið þó svo að hann hefði ekki spilað síðan í lok mars. Grenjandi rigning var á San Siro í gær og áttu varnarmenn United engin svör við leiftrandi sóknar- leik Ítalanna við erfiðar aðstæður. Sóknarmenn United fundu sig ekki í leiknum. Ronaldo var á vinstri kantinum og sást varla allan leikinn og Wayne Rooney komst aldrei í rétta gírinn. Hann gerði sig sekan um nokkur mis- tök, rétt eins og fleiri leikmenn liðsins. Gabriel Heinze var einn þeirra og er óhætt að segja að frammi- staða hans undanfarnar vikur er ekkert sérstaklega traustvekj- andi. Hann átti ríkan hlut í báðum mörkum AC Milan í fyrri hálfleik. Darren Fletcher átti í raun eina almennilega færi leiksins fyrir Englendingana en skot hans í síð- ari hálfleik missti marks. „Milan fékk sín mörk heldur ódýrt og það olli mér vonbrigð- um,“ sagði Ferguson eftir leik. „Leikmenn Milan voru skarpari og fljótari á boltann. Þeir áttu skil- ið að vinna. Við vorum á hælunum allan leikinn og áttum erfitt upp- dráttar. Í sannleika sagt leit aldrei út fyrir að við myndum ná að skora í leiknum.“ Kollegi hans hjá Milan, Carlo Ancelotti, var vitanlega í skýjun- um. „Okkar frammistaða í fyrri hálfleik var draumur allra þjálf- ara. Þetta var fullkomin knatt- spyrna. Úrslitaleikurinn verður forvitnileg áskorun. Liverpool er ekki eins sterkt og United en liðið býr yfir meiri líkamlegum styrk,“ sagði Ancelotti. Það verður endurtekið efni í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í Aþenu síðar í mánuðinum þegar AC Milan mætir Liverpool, rétt eins og fyrir tveimur árum. AC Milan fór illa með Manchester United á San Siro í gær.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.