Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 6
Fórst þú í kröfugöngu 1. maí?
Treystir þú einkafyrirtæki til að
sinna vopnaleit og öryggiseftir-
liti á flugvöllum?
kynntu þér málið á
www.vg.is
KVENFRELSI
ER OKKAR MÁL
Formaður Framsókn-
arflokksins, Jón Sigurðsson,
kemst ekki á þing verði niður-
stöður kosninganna svipaðar og í
könnun Félagsvísindastofnunar.
Kannað var fylgi í Reykjavík-
urkjördæmi norður. Sjálfstæðis-
menn mældust með 34,5 prósenta
fylgi og fjóra þingmenn, Samfylk-
ingin tæplega 30 prósent og þrjá
þingmenn og 22 prósent sagðist
kjósa Vinstri græn sem fengju
tvo þingmenn. Framsóknarflokk-
urinn fengi tæp 5 prósent,
Frjálslyndir um 6 prósent og
Íslandshreyfingin 2,8 prósent.
Enginn þeirra flokka næði inn
kjördæmakjörnum þingmanni.
Formaður nær
ekki inn á þing
Framfærslugrunnur
Lánastofnunar íslenskra náms-
manna (LÍN) hækkar um 4,9% á
milli ára, og verður 94 þúsund
krónur á mánuði á skólaárinu
2007-2008. Þetta var samþykkt á
stjórnarfundi LÍN í gær, en breyt-
ingarnar taka gildi 1. júní.
Í tilkynningu frá LÍN kemur
fram að fimmta árið í röð sé dreg-
ið úr tekjutilliti á námstíma, og á
komandi skólaári munu 10 pró-
sent tekna koma til skerðingar á
láni.
Hlutfallið var 12 prósent fyrir
breytingarnar og var 40 prósent
fyrir fimm árum.
Stjórnin samþykkti einnig að
námsmenn í sérnámi og grunn-
námi í háskólum erlendis ættu
framvegis rétt á lánum vegna
skólagjalda. Fram að þessu hefur
sjóðurinn aðeins lánað vegna
skólagjalda í framhaldsháskóla-
námi. Hámarkslán vegna skóla-
gjalda í grunnháskólanámi og
sérnámi verða 670 þúsund krón-
ur á ári.
Samhliða þessu var ákveðið að
samanlögð hámarkslán vegna
skólagjalda muni hækka að með-
altali um fimm prósent. Sé lán
tekið vegna náms á Íslandi hækk-
ar hámarkið þannig úr 3,2 millj-
ónum króna í 3,35 milljónir króna.
Framfærslan fer í 94 þúsund
„Þetta eru ekkert
annað en rakalausar dylgjur,“
segir Bjarni Benediktsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokksins og
formaður allsherjarnefndar
Alþingis, um skrif Sigurjóns
Þórðarsonar, þingmanns Frjáls-
lyndra. Á heimasíðu sinni hélt
Sigurjón því fram að Bjarni, Guð-
jón Ólafur Jónsson og Guðrún
Ögmundsdóttir hefðu sagt ósatt
þegar þau sögðust ekki hafa vitað
um tengsl Jónínu Bjartmarz
umhverfisráðherra við umsækj-
andann Lucia Celeste Molina
Sierra, sem þó hafði lögheimili
skráð á heimili ráðherra.
Sigurjón hélt því einnig fram
að Bjarni hefði neitað að afhenda
sér gögn í tengslum við umsókn
um ríkisborgararétt. Þessum
ásökunum vísaði Bjarni alfarið á
bug í bréfi sem hann sendi fjöl-
miðlum vegna málsins. Sagðist
hann ekki hafa heyrt í Sigurjóni
svo vikum skipti og þaðan af síður
neitað honum um gögn enda hafi
hann ekki heimild til að veita
aðgang að þeim. Bjarni segir að
sér sé þó kunnugt um að Sigurjón
hafi leitað til þingsins með beiðni
um upplýsingar.
Sólveig Pétursdóttir, forseti
Alþingis, sendi Sigurjóni og fjöl-
miðlum upplýsingar um verklag
allsherjarnefndar við afgreiðslu
umsókna um ríkisborgararétt.
Sigurjóni er svo bent á að hafa
samband við forstöðumann
nefndasviðs Alþingis til að fá að
skoða umrædda umsókn.
Bjarni sendi seinna um daginn
samantekt á þeim umsóknum sem
allsherjarnefnd hefur afgreitt á
yfirstandandi kjörtímabili. Meðal
þess sem þar kemur fram er að
meirihluti þeirra 144 einstaklinga
sem allsherjarnefnd Alþingis
hefur veitt ríkisborgararétt á
kjörtímabilinu hefur átt lögheim-
ili hér á landi lengur en í tvö ár.
Hlutfall þeirra sem einungis hafa
búið hér á landi í hálft ár eða
minna hefur aukist.
Í fréttum RÚV var greint frá
því að tíu dagar liðu frá því að
unnusta sonar umhverfisráð-
herra sótti um ríkisborgararétt
þar til lög þess efnis voru sett á
Alþingi. Meðalafgreiðslutími
samskonar umsókna er þó venju-
lega fimm til tólf mánuðir. Bjarni
svaraði því þannig til í Kastljósi
að fjölmörg dæmi væru fyrir því
að mál væru unnin fremur hratt
þegar komið væri undir þinglok.
Jafnvel væru dæmi um að mál
væru afgreidd á skemmri tíma.
Ásakanir ganga á
víxl í allsherjarnefnd
Bjarni Benediktsson segir Sigurjón Þórðarson fara með dylgjur í máli tengdadótt-
ur umhverfisráðherra. Hann segir að umsóknir allsherjarnefndar um ríkisfang
hafi verið afgreiddar á skemmri tíma en í tilfelli stúlkunnar frá Gvatemala.
Ný gjaldskrá fyrir
akstur um Hvalfjarðargöng tekur
gildi 7. maí. Samkvæmt nýju
gjaldskránni fjölgar gjaldflokk-
um um einn og við bætist nýr
flokkur fyrir 6-8 metra löng
ökutæki. Tekinn verður í notkun
sjálfvirkur lengdarmælingabún-
aður. Við breytingarnar mun
veggjald fyrir pallbíla, sendibíla
og önnur ökutæki sem lenda í
þessum nýja flokki lækka um
nær helming. Gjald fyrir marga
húsbíla, sem hingað til hafa farið
í gegnum göngin á lægsta gjaldi,
hækkar hins vegar á móti.
Veggjald í Hvalfjarðargöngum
lækkaði þann 1. mars síðastliðinn.
Nú lækkar verð í ýmsum
áskriftarflokkum enn frekar.
Ódýrara í Hval-
fjarðargöngin
Björgunarskipið
Gunnar Friðriksson frá Ísafirði
dró tvo vélarvana báta til hafnar
á Ísafirði aðfaranótt miðviku-
dags. Einn maður var í hvorum
bát en þá sakaði ekki.
Um var að ræða tvo sjóstang-
veiðibáta sem höfðu verið á
veiðum í Ísafjarðardjúpi og voru
á leið til hafnar á Suðureyri í
samfloti við sex aðra báta.
Vél bilaði í einum bátnum og
ætlaði annar bátur að taka hann í
tog og draga hann inn til Ísa-
fjarðar. Ekki vildi betur til en
svo að á Skutulsfirðinum missti
dráttarbáturinn afl svo kalla
þurfti eftir aðstoð til þess að
koma bátunum tveimur til lands.
Vélarvana á
Skutulsfirði