Fréttablaðið - 03.05.2007, Blaðsíða 54
Johnny Weissmuller mesta hetjan
Græna ljósið tekur til sýning-
ar um helgina þýsku myndina Líf
hinna eða Das Leben der Ander-
en en hún hlaut Óskarsverðlaun
sem besta erlenda myndin fyrr á
árinu. Að venju býður Græna ljós-
ið félögum í kvikmyndaklúbbnum
sínum frítt á myndina um opnun-
arhelgina en þeir fá sendan miða-
kvóta á föstudaginn sem þeir geta
notað á midi.is.
Líf hinna gerist á árunum 1984
til 1991 í Austur-Berlín. Stjórnvöld
Austur-Þýskalands finna fyrir ein-
hverjum losarabrag í alþýðulýð-
veldinu og ákveða að hefja stóra
njósnaherferð á hendur borgur-
um landsins. Tilgangurinn er að
vita allt um líf hinna. Öryggislög-
reglunni illræmdu Stasi er falið
að sjá um verkefnið og er talið að
yfir njósnað hafi verið um 200 þús-
und borgara með einum eða öðrum
hætti á þessum tíma.
Hershöfðingjanum Gerd Wies-
ler er falið að fylgjast með leik-
ritaskáldinu Georg Dreyman
og eiginkonu hans, leikkonunni
Christa-Maria Sieland. Í fyrstu
virðist leikritaskáldið vera föður-
landsvinur en það breytist fljótt
þegar hann kemst á snoðir um að
eiginkonu hans hafi verið þröngv-
að í kynlífssamband við ráðherra
í ríkisstjórninni. Og ekki batn-
ar ástandið þegar góðvinur hans
fremur sjálfsmorð eftir að hafa
verið á „svörtum lista“ stjórn-
valda. Dreyman ákveður því að
skrifa grein í Der Spiegel þar sem
hann hyggst svipta hulunni af því
ömurlega lífi sem þegnarnir búa
við austan megin múrsins.
Ulrich Muhe, Sebastian Koch og
Martina Gedeck sem leika aðal-
hlutverkin í myndinni en henni er
leikstýrt af Florian Henckel von
Donnersmarck.
Þegar múrinn féll
Sam Raimi mætir til leiks
nú um helgina með þriðju
myndina um Köngulóar-
manninn Peter Parker en
kvikmyndahúsagestir hafa
bundist þessum veggja-
klifrara og ofurhuga mikl-
um tryggðarböndum.
Að þessu sinni þarf Parker að
fást við hvorki meira né minna
en þrjá óvini; Hinn unga Green
Goblin, Sandmanninn og Venom.
Ólíkt annarri myndinni – þar sem
Parker fannst hann fá óverðskuld-
aða gagnrýni og engar þakki frá
íbúum New York – er Köngulóar-
maðurinn nú elskaður og dáður af
öllum. Og virðist kunna því ansi
vel. Parker gengst upp í því að
fá athygli og virðist gleyma þeim
sem þykir vænst um hann. Þar að
auki berjast nú tvær stúlkur um
hylli hans, þær Mary Jane Watson
og Gwyn Stacy. Og Parker virðist
ekkert una því neitt sérstaklega
illa.
Það sem helst hefur hrifið fólk
með myndunum um Könguló-
armanninn er hversu mannleg-
ur hann er. Þrátt fyrir ofurkrafta
sína þarf Parker engu að síður að
kljást við siðferðilegar spurningar
milli þess sem hann frelsar sam-
borgara sína frá óþjóðalýð. Þannig
vakti það gríðarlega mikla athygli
þegar myndir af svörtum Köngu-
lóarmanni fóru eins og eldur í sinu
um netið. Svarti búningurinn er
táknmynd nýs afls sem bærir á
sér í hjarta Parkers og er keyrt
áfram af hatri og hefnd. Þetta fyll-
ir Parker mun meiri krafti, en
sviptir hann sýn á hvað er rétt og
hvað er rangt í baráttunni gegn
illum öflum.
Sam Raimi hefur hingað til hald-
ið sig við eitt illmenni í hverri
mynd; fyrst var það Willem Dafoe
í líki Green Goblin og svo kom Al-
fred Molina sem Dr. Oktavius.
Raimi fer hins vegar þá leið að láta
Köngulóarmanninn kljást við þrjá
óvini í einu og segir þá hugmynd
hafa komið frá samstarfsmanni
sínum, Avi Arad. „Ég var búinn
að skrifa söguna að þriðju mynd-
inni með Sandmanninum í aðal-
hlutverki. Þá kom Arad að máli við
mig og sagði að ég sæi ekki heild-
armyndina,“ sagði Raimi í samtali
við kvikmyndavefinn Movieweb.
„Hann taldi að ég væri að gleyma
aðdáendum Köngulóarmannsins
og einblína of mikið á mitt áhuga-
svið og mína eftirlætisþrjóta,“
bætir Raimi við. „Arad bað mig
um að setja Venom í myndina enda
væri hann það illmenni sem væri
í mestu uppáhaldi hjá aðdáend-
um Köngulóarmannsins,“ útskýrir
Raimi en leikstjórinn taldi sig ekki
vera undir mikilli pressu frá aðdá-
endum hverju sinni. „Það er alltaf
ég sem tek ákvarðanirnar og það
er alltaf ég sem stend og fell með
þeim.“
Að venju er Tobey Maguire í
hlutverki Peter Parker og hann er
dyggilega studdur af Kirsten Dunst
sem Mary Jane Watson. Þar að
auki er James Franco á sínum stað
sem Harry Osbourne. Meðal nýrra
andlita má nefna Thomas Haden
Church í hlutverki Sandmanns-
ins, Topher Grace sem Venom og
Bryce Dallas Howard sem hjóna-
djöfullinn Gwen Stacy. -
SMSLEIKUR
NÝ
R S
ING
STA
R
LEN
DIR
3.
MA
Í
SENDU SMS BTC STF
Á NÚMERIÐ 1900 OG
ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK!
AÐALVINNINGUR ER
PS2 + ALLIR SINGSTAR LEIKIR + SINGSTAR KIT
AUKAVINNINGAR ERU SINGSTAR POP HITS
OG AÐRIR SINGSTARLEIKIR, DVD, PEPSI OG MARGT FLEIRA
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
1
49
k
r/
sk
ey
ti
ð
.
10