Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 11

Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 11
Sunnudagur 23. mars 1980 11 „Gerlar þekkja engin landamæri” Er gerjunariönaöur fjarlægur okkur hér á Islandi? Aö nokkru leyti, af þvi aö viö eigum ekki mikiö af ódýrum fóðurefnum, sykurrófum eöa kassava. En gerjunariönaöur á framtiö fyrir sér á Islandi til þess aö framleiða ýmis sérhæfö efni. Þaö mætti hugsanlega nota úr- ganga úr fiskiönaöi sem fóöur fyrir bakterlur, sem aftur myndu framleiöa eitt og annaö. Ekkert slikter samtigangi og allur þessi iönaöur byggir mjög á rannsókn- um og fólki, sem hefur þekking- una. En ég get sagt þér til gamans, aögerlar, sem bera viröingu fyrir sjálfum sér, þekkja engin landa- mæri. Gerill, sem Brasilíumenn nota nú til þess aö breyta mjölvis- afurðum i lalkóhól,— sem þeir aft- ur setja á fólksvagnana sina, er nú staddur á Rannsóknastofu háskólans. Þessi gerill er stökk- breytt afbriöi af gersveppnum og auk þess aö nýtast Brasiliumönn- um velhefur komiö í ljós, aö hann hefur ýmsa eiginleika, sem svipar til krabbameinsfruma. Valgaröur Egilsson á Rann- sóknastofu háskólans er einmitt aðrannsaka gerilinn meö tilliti til þess. Enzým og gerlar eru sem sagt byltingaseggir. Er von á fleiru frá þeim? Já, stóra spurningin fyrir lif- efnaiönaöinn nú er þaö sem kall- ast „genetic engineering” eöa genaverkfræöi. Meö sérhæföum enzýmum hefur tekist aö láta bakteriur framleiöa efni, sem aðeins maöurinn framíeiöir. Þannig hafa bakteriur nú þegar framleitt mannainsúli'n, sem er bylting i sjálfu sér og vonast er til að þessi tækni fari ört vaxandi I lyfjagerö. „Efnaskiptakortið læknastúdentum erfiðast” Nú kennir þú læknanemum á ööru ári. Hvaö eiga þeir erflöast meö aö meötaka? Ætli þaö sé ekki efnaskipta- kortiö, sem þú sérö þarna á veggnum,” segir Höröur og hlær. Kortiö var óárennilegt i meira lagiog sýndi hundruö efnahvarfa, sem eiga sér staö viö efnaskipti lifrar. „Þaö eru flikin efnaskipti, sem eiga sér staö I einni lifandi frumu og margir þættir, sem koma þar inn i. Þetta er heilmikið nám fyrir læknastúdentana, — þaö er nefnilega ýmislegt fleira, sem þeir þurfa aö læra (hlær). Helduröu, aö læknisfræöin sé ein erfiöasta greinin innan háskólans? Ég veit þaö ekki. Þaö er ómögulegt aö segja um þaö. Nei, ég get ekki trúaö þvi, aö hún sé svo miklu erfiöari en annaö. Eru þetta frekar þurrar kennsiustundir? Kennsluaöferö okkar er f hefö- bundnu formi, annars vegar fyrirlestrar og hins vegar verk- legar æfingar. Meö meiri tima og mannafla væri ef til vill hægt aö hafa þetta öðru visi, en viö fimm lifefnafræðikennarar, höfum töluvert marga á okkar könnu, þviaö þaöeruum 100 manns, sem fara um hjá okkur á ári og sú tala fer hækkandi. Hér er um aö ræöa læknanema, nema I lyfjafræöi, tannlækningum, meinatækni og hjúkrun. Þessar heföbundnu kennsluaöferöir hafa stóran galla. Maöur veit lítiö um þaö, hvaösiast inn i nemendur, fyrr en prófúrslit koma á vorin. Þá sést, hvar manni hefur mistekist. Þér er sem sagt ekki alveg sama um nemendur? Maöur reynir svona að hafa prófin réttlát og jafnt úr öllu námsefninu. „Stúdentar ráða rektorskjöri” Naust þú handleiöslu einhvers þekkts kennara úti f Skotlandi? Ekki veit ég nú, hvort nokkur þeirra var mjög þekktur, en fyrst þú minnist á þetta, þá get ég nefnt, aö rektorskjör viö skoska háskóla eru af öörum toga en viö eigum aö venjast. Stúdentarnir sjálfir velja sér rektor og þá venjulega aökomumann, þekktan Framhaid á bls. 35 I VERKFÆRASÝNING i ■ BAIt I EMCO, - BOSCH, - WOLFCRAFT BRENNESTUHL unnai öafosteilóöo-n h.f. SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 - 105 REYKJAVÍK J ÚTBOÐ RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS óska eftir tilboðum i eftirtalið efni: 1) 11 kV aflrofaskápa. tJtboð 80017-RARIK 2) 66 kV útiefni I aðveitustöðvar trtboð 80018-RARIK Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna rikisins, Laugavegi 118, Reykjavik frá og með mánudeginum 24. mars 1980, gegn óafturkræfri greiðslu kr. 2000,- fyrir hvert eintak. Tilboðin verða opnuð kl. 14.00 þriðjudag 15. april n.k; (útboð 80017-RARIK) og kl. 14.00 mánudag 21. april n.k. (útboð 80018-RARIK) að viðstöddum þeim bjóð- endum er þess óska. Tilkynning \ Verkfæri og járnvörur h.f. tilkynnir viðskiptavinum sínum hér með að við höfum hætt sem umboðsmenn fyrir EMCO vélasamstæður frá Austurrfki. Að okkar ósk hefir Gunnar Ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16 tekið við umboðinu. Við viljum nota tækifærið og þakka viðskiptavin- um okkar ánægjulegt samstarf. verkfœri & járnvörur h.f. DALSHRAUNI 5. HAFNARFIRÐI SIMI 5333?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.