Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 25

Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 25
JSunnudagur 23. mars 1980' 33 Félagslif Samtök Svarfdælinga Reykjavík halda spila- og kúttmagakvöld, fimmtudaginn 27. mars kl. 20.30 i Framsóknarhúsinu i Kópa- vogi, Hamraborg 5. Mætið stundvislega og takiö meö ykk- ur gesti. Stjórnin. Sýningar Steingrlmur Sigurðsson sýnir 63 myndir I nýja Galleríinu að Laugavegi 12. 2. hæð, gengið inn frá Bergstaðastræti. Sýningin er opin frá kl. 14.00-23.00. Henni lýkur sunnudaginn 23. mars. íþróttir Simsvari— Bláfjöll Viðbótarslmsvari er nú kom- inn i sambandi við skiðalöndin I Bláfjöllum — nýja simanúmerið er 25166, en gamla númerið er 25582. Það er hægt að hringja I bæöi númerin ög fá upplýsingar. Bifreiðaiþrdttir. Bifreiðaiþróttaklúbbur Reykja- vikur efnir á sunnudag til is- aksturs- og rally cross keppni á Leirtjörn viö Úlfarsfell. Isakst- urinn hefst kl. 14, en rúsinan I pylsuendanum, rally crossiö hefst kl. 15. Ferða/ög Sunnudagur 23. mars kl. 10.00 Móskarðshnjúkar — Skálafell (774m), Nauðsynlegt að hafa með sér brodda. Farar- stjóri: Guðmundur Pétursson Skiöaganga á Mosfellsheiöi. Fararstjóri: Páll Steinþórsson kl. 13.00 Skálafell (774m). Fararstjóri: Sturla Jónsson Skiðaganga á Mosfellsheiði. Fararstjóri Tryggvi Halldórs- son. Verð I feröirnar gr.v/bil- inn. Fariö frá Umferöarmiö- stöðinni aö austan veröu. Ferðafélag íslands Páskaferðir. 3.-7. apríl: Þórsmörk. Farnar verða gönguferðir. Einnig skiðaganga ef snjólög leyfa. Kvöldvökur. Gist i upphituðu húsi. Snæfellsnes. Gengið á Snæfellsjökul. Eld- borgina meö sjónum og viðar eftir veöri. Gist I Laugagerðis- skóla. Sundlaug, setustofa. Kvöldvökur með myndasýning- um og fleiru. Þórsmörk 5-7. apríl Nánari upplýsingar á skrifstof- unni. Ferðafélag Islands Tilkynningar SKAFTFELLINGAR i Reykja- vík og nágrenni. Næsta sunnudag, 23. marz kl. 2-5 verður opiö hús og kaffisala i SKAFTFELLINGABÚÐ, Laugavegi 178 A, 4. hæð (inng. frá Bolholti). — Kökubasar. — Kvikmyndasýning o.fl. til skemmtunar kl. 2 fyrir alla fjöl- skylduna og aftur um kl. 4.30. Aðalfundur Skaftfellinga- félagsins veröur á sama stað viku slðar. Fjölmennum I Skaftfellinga- búö á sunnudaginn. Söngfélag Skaftfellinga Norræna húsið Forstjóri Thorvald- sens-safnsins flytur er- indi í Norræna húsinu Þriöjudaginn 25. mars kl. 20:30 heldur forstjóri Thorvald- sens-safnsins I Kaupmannahöfn DYVEKE HELSTED erindi meö litskyggnum um Bertel Thorvaldsen. Dyveke Helsted (f. 1919) lauk magisterprófi I listasögu 1951, og þegar árið 1954 varð hún safnvöröur viö Thorvald- sens-safniö og svo forstjóri þess 1963. Hún hefur ritað nokkrar bækur um fyrri tima listir I Evrópu en þó einkum með tilliti til Danmerkur, og þar af leiöir, að hún hefur einnig fjallað um Thorvaldsen. Um og eftir alda- mótin var list Thorvaldsens ekki talin sérlega áhugaverð, en upp úr 1950 tók aftur að vakna áhugi á verkum hans, og tekið var að setja upp stórar sýningar á þeim, og hefur það verið I verkahring Dyveke Helsted sem forstjóri safnsins að sjá um upp- setningu á þeim, og meðan hún dvelst i Norræna húsinu hyggst hún m.a. athuga, hvort unnt veröi aö setja upp sýningu á verkúm Thorvaldsens I Reykja- vlk. I I I I I I FLUGLEIÐIR AÐALFUNDUR FLUGLEIÐA verður haldinn mánudaginn 28. apríl i Kristalsal Hótels Loftleiða og hefst kl. 13.30 Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf skv. 10. gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. 3. önnur mál. Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum á aðal- skrifstofu félagsins, Reykjavíkurflugvelli frá og með21. apríl n.k. og lýkur laugardaginn 26. apríl. Athugið að atkvæðaseðlar verða af- greiddir laugardaginn 26. apríl kl. 10:00 til 17:00. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalf und. Tekið skal fram að fyrri umboð til að mæta á aðalfundi Flugleiða hf. eru fallin úr gildi og er því nauðsynlegt að framvísa nýjum umboðum hafi hluthafar hug á að láta aðra mæta fyrir sig á aðalfundinum. Stjórn Flugleiða

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.