Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 23. mars 1980 Heildí trútgáf a Jóhanns G. — 10 ára tímabil — j Tilvalin fermingargjöf Póst- 5 LP plötur á 15.900.- sendum Pöntunarsimi 53203 kl. 10-12 Nafn_ Heimili. Sólspil & A.A. Hraunkambi l, Hafnarfirði +--------------- Viðhaldslítill RAFGEYMIR Sonnenschein minicare M betri tenging milli sella -k meiri ræsikraftur ■¥■ minni sjálfsafhleósla M minni vatnsuppgufun Utanmál 260 mm x 170 mm x 220 mm 70 ampt og 315 amp við - 18°C GERI AÐRIR BETUR Allar nánari upplýsingar um þennan óvenju öfluga rafgeymi hjá okkur. SMYRILL H.E Ármúla 7 — Reykjavík — S. 84450 ALTERNATORAR Einnig: Startarar, Cut-out, anker, bendixar, v segulrofar o.fl. í margar tegundir bifreiða. / \ Bílaraf h.f> Borgartúni 19. Sími: 24700 m i 1 FORD BRONCO MAVERICK CREVROLET NOVA BLAZER DODGE OART PLYMOUTH WAGONEER CHEROKEE LAND ROVER FORD CORTINA SUNBEAM FIAT — DATSUN TOYOTA — LADA VOLGA,— MOSKVITCH L.VOLVO — VW SKODA — BENZ — SCANIA o.fl Verð frá 26.800,- Auglýsið í Tímanum Fléttur (skófir) á hellu Ingólfur Davíðsson: LIFANDI STEINAR Þaö nafn hefur veriö gefiö vissum kaktustegundum, sem fljótt á litið likjast hnullungum. En eru steinarnir hér úti á Islandi allir steindauðir? Nei, ekki að utan aö minnsta kosti. Litið á steinana á holtinu eöa i uröinni og hliöinni. Þeir eru flestir dilóttir utan og flekkimir geta vwriö brúnir, svartir, grá- ir, hvitir, rauðir, gulir og græn- irþEfaöer gáöséstaö þetta eru misþykkar skófir eöa skorpa á steinunum — og sannarlega lif- andi! Þessar nægjusömu jurtir kall- ast fléttur eöa skófir. Nýrunnið hraun er algjör eyöimörk, en svo er sjaldan lengi. Moldarryk og fingeröur sandur sest I holur og rifur og gerir jurtunum fært að setjast þar aö. Hraunin taka að gróa. Venjulega eru fléttur og mos- ar þar brauöryöjendur. Margur steinninn á holti og I hlið hefur staöið óhreyföur öldum saman og er oröinn bæöi fléttu- og mosavaxinn. Vilja margir fá slika marglita steina heim i steinhæðir garða sinna. Fléttur (skófir) eru furðu- legar Ufverur. Hver einstakl- ingur er sveppur og þörungur i sambýli. Oftast grænþörungur i neti eða hjúp sveppaþráða. Þörungurinn hefur blaögrænu og vinnur kolefni úr loftinu til næringar, en sveppurinn aftur steinefni úr moldinni. Þetta samlif gerir fléttunum fært aö lifa á mjög ófrjóum stööum, t.d. utan á steinum. Margar fléttutegundir vaxa hér á landi og munu fjallagrös og hreindýramosi alkunn- ust. Þaö sem kallaö er hrein- dýramosi einu nafni, er I raun og veru margar fléttutegundir og hafa hreindýrin "dálæti á ýmsum þeirra. Fjallagrös hafa áður veriö kynnt I þættinum. Fræg flétta er lika litunar- mosinn (litunarskófin), sem mikið var fyrrum notuö og gefur fagran rauöan eöa rauðbrúnan lit. Hún myndar dökkgráar skorpur á steinum víöa um land. Hin fagurgula veggjaskóf vekur jafnan eftirtekt. Hún gerir oft gamla torfveggi gul- flekkótta og dregur nafn af þvi. Einnig algeng á grjóti. Margar fléttur eru gráleitar. „Grátt er allt af geitarskóf, gamburmosa og vföi”, kvaö Siguröur Breiö- fjörö á Grænlandi. Fléttur eru notaöar til matar og litunar, en einnig til lækninga t.d. fjallagrös o.fl. vegna usnin- ofl. fléttusýrusambanda, m.a. gegn berklum fyrr á tið. Eftir striöiö geröu Finnar til- raunir meö aö vinna usninsýru úr hreindýramosa til lyfja gegn berklum o.fl. Fléttur eru margar hverjar mjög næmar fyrir ýmiss konar mengun, og eru jafnvel sumar notaðar sem mælikvarði I þvi skyni. Þær þrifast yfirleitt illa i lofti stórborganna, falla þar smám saman af steinum og trjábolum þegar umferð bila og iðnaður eykst. Taka fljótt i sig mengunarefni, mun fyrr en aðr- ar plöntur. Hér vaxa flestar fléttuteg- undir á steinum, hraunnybbum og I klettum og smámylja grjót- iö undir sér meö efnaáhrifum eins og fleiri jurtir gera. Erlendis lifa margar fléttur i trjám og hanga sums staðar stórar flækjur niöur af greinun- um. 1 barrskógabeltinu var fléttum oft safnað til matar I hallærum. Þær voru malaöar og blandaöar I mjöl til drýginda. Neyslu fjallagrasa þekkjum viö vel. Japanar boröa talsvert af fléttum. Fyrir kemur aö stormur rifur mikiö af fléttum af klettum I eyöimörkum og ber þær stund- um langt. I Gamla testamentinu er sagt frá för Gyðinga um eyöi- mörkina og hvernig brauö, sem rigndi af himni, varö þeim til bjargar i hungursneyð. Enginn veit meö vissu hvaö þetta brauö, „Manna” var þaö kallaö, var, en margir álita, að það hafi veriö fléttur, sem sterkur vind- ur hafi þyrlaö upp og boriö til þeirra. ómögulegt er þaö ekki. Myndin sýnir fléttur á stórri hellu ofan af Úlfarsfelli. Þvi miður koma litirnir — brúnir, rauðleitir, dökkir o.s.frv. ekki I ljós á svarthvitri mynd Tryggva. Hellan var tekin i fyrrasumar og enn haldast flétt- urnar, en hve lengi? gróður og garðar Galvaniseraðar plötur .. s : • BIIKKVER Margar stærðir og gerðir BIIKKVER SELFOSSI Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Simar: 44040-44100 Hrismýri2A Selfoss Simi. 99-2040

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.