Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 18
26
liliilí'iií
★ ★ ★ ★ ★ Frábœr - ★ ★ ★ ★ Eiguleg - ★ ★ ★ Áheyrileg - ★ ★ Sœmileg - ★ Afleit
Sunnudagur 23. mars 1980
Kenny Rogers
— Kenny
United Artists
★ ★ ★ ★ “I"
Lagið „Coward of the county”
eða — hugleysingi héraösins —
með bandariska sveita- og
ballööusöngvaranum Kenny
Rogers hefur nd gert þaö gott
hér á landi um nokkurt skeiö og
virðist lítiö lát vera á vinsæld-
um iagsins. Lag þetta er af plöt-
unni „Kenny”, sem út kom
fryrir skömmu, en aö margra
dómi er þessi plata ein sú besta
sem Rogers hefur sent frá sér á
iöngum ferii.
Söngvarinn Kenny Rogers (f.
1941) hóf söngferil sinn unguraö
árum, en i fyrstu beindist áhugi
hans aðallega aö þjóölagatónlist
(folk music). Upp Ur 1960 gekk
Kenny Rogers til liös viö hinn
heimsfræga sönghóp New
Christy Minstrels, sem trúlega
er einn þekktasti þjóðlagasöng-
hópur sem uppi hefur veriö.
Meö New Christy Minstrels
starfaöi Rogers siöan til ársins
1967, er hann stofnaöi hljóm-
sveitina Kenny Rogers and the
First Edition. Asamt Kenny
voru i hljómsveitinni, Terry
Williams (gitar), Mike Settle
(ryþmagitar) og Thelma
Camacho (söngur), en þau
höföu öll verið i New Christy
Minstréls ásamt Rogers. The
First Edition vakti töluveröa
athygli á árunum 1968-9 og þá
sérstaklega fyrir þátt sinn i
andstööunni gegn Vietnam
striöinu. Nokkur laga hljóm- ,
sveitarinnar uröu vinsæl á þess- 1
um árum og ber þar hæst i
lögin „Ruby don’t take your
love to town”. Ferill Kenny
Rogers and the First Edition
varö ekki langur, en siöan
hljómsveitin lagöi upp laupana,
hefur Kenny Rogers nær þvi
eingöngu starfaö sjálfstætt
aöeins starfaö lltillega meö
söngkonunni Dottie West.
Aö minu viti ætti aö vera ó-
hætt aö mæla meö „Kenny” viö
alla þá sem gaman hafa af
Country/folk” og mjúkum ball-
ööum, og reyndar á ég erfitt
meö aö imynda mér aö nokkr-
um manni geti leiöst þessi plata.
Kenny Rogers er e.t.v. enginn
hetjutenór, en hann kann aö
beita röddinni og hann veit
vissulega hvaö hann er aö gera.
Þá er ekki ónýtt aö allur hljóö-
færaleikur er til hreinnar fyrir-
myndar og eykur þaö enn á fjöl-
breytnina, sem er eki litil fyrir.
„Perlur” plötunnar eru lögin
„You decorate my life”, „One
man’a woman” og „Coward of
thecounty”, en I þessum lögum
fer Kenny Rogers á kostum og
er þá engum öörum likur.
—ESE
The Knack —
...but the little
girls understand
Capitol
★ ★ ★ +
„Aö vinna aö gerö plötu meö
Knack, er eins og aö deyja og
fara til himnarikis...”
Mike Chapman.
..but the little girls undur-
stand” nefnist nýjasta plata
bandarisku rokkhljómsveitar-
innarThe Knack, en plata þessi
kom út fyrir skömmu. Eins og á
fyrri plötu The Knack, þá er þaö
upptökustjórinn góökunni Mike
Chapman, sem er viö stjórnvöl-
inn — og hann er þekktur fyrir
allt annaö en mistök.
Ekki þykir mér ástæöa til aö
fjalla hér Itarlega um feril The
Knack, enda hefur þaö áöur
veriö gert rækilega á þessari
siöu, en þaö ætti þó ekki aö saka
aö rifja örlitiö upp i þessum efn-
um.
The Knack — Doug Fieger
(söngur+gltar), Berton Averre
(gitar) Bruce Gary (bassi) og
Prescott Niles (trommur),
stofnuðu The Knack i maf-
mánuöi 1978. Starfsvettvangur
hljómsveitarinnar til aö byrja
meö var aðallega litlir klúbbar
á S-Kaliforniusvæöinu, en I
nóvember 1978 kom stóra tæki-
færiö. Þá „jammaöi” Bruce
Springsteen með The Knack í
Troubadour klúbbnum i Holly-
wood — en þar hafa troöiö upp
ekki ófrægari menn en Islensku
Þursarnir — og eftir þetta kvöld
iét eigandi klúbbsins þau orö
falla aö hann heföi ekki oröiö
vitni aö jafn mikilli stemmingu I
klúbbnum slöan Elton John
geröi þar allt brjálaö á jóm-
frúarferö sinni um Bandarikin
áriö 1970. En hvaö um þaö. t
febrúar I fyrra geröu The Knack
samning viö Capitol hljómplötu-
fyrirtækiö og meö aöstoö Mike
Chapman hljóörituöu þeir plöt-
una „The Knack” á mettima.
Plata sem nú er metsöluplata,
þó aö kostnaöurinn viö gerö
hennar hafi aöeins veriö smá-
brot af þvl sem venjulegar plöt-
ur kosta nú til dags.
niar tungur hafa sagt aö tón-
list The Knack höföi til fárra en
smáplanna — og vel má vera að
sannleikskorn leynist i þessu þvl
aö nýja platan heitir jú „...but
the little girls understand” —
eöa: smápiurnar vita sinu viti.
Um þessa plötu er annars þaö
aö segja aö hún er óþægilega llk
hinni fyrri — bæöi hvaö varöar
einstök lög og heildaruppbygg-
ingu. 1 sjálfu sér er ekki hægt aö
segja aö þetta sé gaUi viö plöt-
una en þaö er þó fullmikiö af þvl
góöa þegar upphafslag plötunn-
ar „Baby talks dirty” er nánast
spegilmynd af „hit laginu” „My
sherona” — upphafslagi fyrri
plötunnar. Allt um þaö. The
Knack minna mann ennþá á
rokkstjörnur fyrri ára, og trú-
lega ætlast Chapman og co. til
þess aö svo sé. Lög eins og „The
feeling I get” minna á bernsku
Bitlaskeiðsins „Rave up” er I
Buddy Holly stilnum — óþægi-
lega lfkt rokksyrpunni á plöt-
unni „Together” meö Johnny og
Edgar Winter og önnur lög
sækja slnar fyrirmyndir sitt I
hvora áttina. Rétt er aö taka
þaö fram aö The Knack er höf-
undar alls efnis á plötunni ef
undan er skUiö lagiö „The hard
way” sem er eftir meistara Ray
Davies.
Hér aö framan var vitnaö I
orö Mike Chapman um The
Knack og ætli þaö sé ekki best
aö hann eigi lika siöasta oröiö og
þá á frummálinu.
„This record is very dear to
me and my bank manager.
Please buy another copy for a
friend... it’s bargain at half the
price. The Knack has become a
way of life to me. They are
special people, and, I belive the
future of rock, n’roll.
—ESE
Billy Joel —
Glasshouses
CBS
★ ★ ★ ★
„Kastiö ekki steinum úr gler-
húsi” segir máltækiö, en þaö
eru einmitt glerhús, sem eru
Billy Joel yrkisefni á nýjustu
plötu sinni „Glasshouses”, en
hún kom út fyrir um tveim vik-
um sföan. A plötunni eru 10 lög,
öll eftir Billy Joel og má segja
meö sanni aö plata þessi sé stórt
spor fram á viö, miöaö viö
,,52nd street”, sem Joel sendi
frá sér fyrir rúmu ári slöan.
William Martin Joel (f. 9. mai
1949) sonur verkamannshjóna I
Hicksville á Long Island, ólst
upp meö tónlist fyrir eyrunum
allan liöslangan daginn, ef svo
má aö oröi komast. Faðir Billys,
þýskur innflytjandi, sem
starfaði hjá General Electriic
var mikill unnandi klassiskrar
tónlistar og fjögurra ára gamall
var Billy kominn I læri hjá
pianókennara, sem má teljast
mikill munaöur miöaö viö efna-
hag fjölskyldunnar. Sjö ára
gamall var hann svo farinn aö
hrella fööur sinn meö boogie
woogie útsetningum á sónötum
Beethovens, en hvort þaö varö
til þess aö fjölskyldufaöirinn
yfirgaf fjölskylduna sama ár og
hélt aftur til Þýskalands, skal
látiö ósagt um.
Er Billy Joel var 14 ára gam-
all gekk hann til liös viö rokk
hljómsveitina Echoes á Long Is-
land og hætti þá um leið i planó-
timunum. Þetta var áriö 1964 og
Bltlarnir bresku i banastuði og
varð Billy Joel því snemma fyr-
ir miklum áhrifum frá þessum
jöfrum popptónlistarinnar.
Hann ákvað sama ár að gerast
atvinnuhljóðfæraleikari og sem
sllkur starfaði hann samhliða
námi til ársins 1967, en þá
helgaði hann sig tónlistinni af
fullum krafti. Um skólann er
þaö aö segja að Billy fékk ekki
aö útskrifast með skólasystkin-
um sinum, ekki vegna lélegra
einkunna, heldur vegna mikilla
fjarvista. Er bekkur Billys kom
saman árið 1977 til þess aö halda
upp á 10 ára útskriftarafmæli,
bar þetta atvik á góma, en þvi
miður gat Billy ekki verið
viöstaddur því aö sama kvöld
kom hann fram i sjónvarpsþætt-
inum „Saturday night live”
frammi fyrir um 20 milljón
sjónvarpsáhorfendum — kald-
hæðnislegt, en satt.
En svo vikið sé aftur að
hljóm sveitinni Echoes, þá
breytti hún um nafn I kring um
1966og kallaðist þá Lost souls —
eða glataðar sálir. Tveim árum
siðar yfirgáfu Billy og bassa-
leikari hljómsveitarinnar, hinar
sálirnar og gengu til liös við
hljómsveitina The Hassles, sem
þá var ein aðal hljómsveitin á
Long Island. Með þessari
hljómsveit löc Billy til ársins
1970, m.a. inn á tvær plötur, en
þá stofnaði hann og trommu-
leikarinn John Small, dúóið
Attila sem sendi sföan frá sér
eina plötu sama ár.
Næstu ár fóru I að flækjast
um, en árið 1972 gaf Billy þó út
slna fyrstu sólóplötu „Cold
spring harbour” á vegum fyrir-
tækisins Family Productions.
Sama ár tók hann þátt i tón-
listarhátíðinni Mar Y Sol Rock
Festival í Puerto Rico, en þar
vakti hann fyrst athygli útsend-
ara Columbia fyrirtækisins sem
hann gerði svo samning við áriö
1973.
Fyrsta lag Billy Joels til að
verða vinsælt var „Captain
Jack”, en meö útkomu lagsins
„Piano man” og samnefndrar
hljómplötu i nóvember 1973, var
framtið hans sem tónlistar-
manns tryggð. Og siöan hafa
plötur hans selst I milljónum
eintaka.
Eins og áður greinir er það
min skoðun að „Glasshouses”
sé spor fram á við hjá Billy Joel
og sérstaklega á þetta við um
textagerðina. Reyndar held ég
aö þessi nýja plata geti aldrei
oröið eins leiðigjörn og ,,52nd
street” var orðin eftir tvo
mánuði á öldum ljósvakans.
Helsti kostur „Glasshouses” aö
mlnu mati er sá að þetta er ekta
rokkplata og held ég að aðdá-
endum Joels komi ekki til meö
að llka það illa eftir allt poppið
sem á undan er gengiö. Bestu
lög plötunnar eru „All for
Leyna”, „Close to the border-
line” og „It’s still rock’n rokk”
en i þvi lagi sygur Joel: ... hot
funk, cool punk, even if it’s old
junk/ it’s still rock’n roll to
me... Everybody talkin’bout the
new sound/ Funny, but it’s still
rock’n roll to me. — Eins og
margir góðir menn hefur Billy
Joel sem sagt komist að þvi að
það er rokkið sem gildir.
—ESE
m^^^^^—mmmmmmmmJ
„Fræblarokk”
<Jt er komin ný lltil hijóm-
plata meö hijómsveitinni
Fræbblarnir, en þeir munu vera
eina starfandi, alvöru „pönk”
hljómsveit landsins. A piötunni
eru lögin „False death” eftir
Agga Aftanfrá „True death”
eftirDýra ogSpak, og „Summer
(K)night” I útsetningu Fræbbi-
anna en þetta hugljúfa lag gerðu
þau Travolta og ólivla frægt um
árið.
Plata þessi hefur veriö gefin
út I 3000 eintökum og er útgef-
andi Limited edition records I
Sheffield á Englandi. Verð plöt-
unnar er litlar 2500 krónur sem
þykir vlst ekki mikið nú á þess-
um slöustu og verstu tlmum, að
sögn Fræbblanna.
Nokkrar breytingar hafa
orðið að undanförnu á skipan
hljómsveitarinnar og ber þar
hæst að Dýri Djöfladýrkunta,
Spilit Spjaid og Rimsky Takti-
rass, eins og þau hafa kosið að
nefna sig á plötuumslagi eru
hætt, en i stað þeirra hafa verið
ráðnir nýir meðlimir. Af þess-
um mannaráöningum er það
helst að frétta að bassaleikari
Snillinganna, Steinþór Stefáns-
son mun ganga til liös við
Fræbblanna á næstunni og þvl
væntanlega taka þátt I plötu-
gerö og utanferö til Bretlands I
haust með hinum Fræbblunum.
Að sögn Spaks spýjugjafa og
Rósa rottuskelfis, sem eru einu
„orginal” Fræbblarnir sem eft-
ireru i hljómsveitinni, þá munu
Fræbblarnir væntanlega koma
fram á hljómleikum I Sheffield,
Leeds og trúlega Lundúnum, en
ferðin veröur farin eins og áður
segir I haust, eða eins og
Fræbblarnir segja — þegar viö
eigum pening.
—ESE