Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 15

Tíminn - 23.03.1980, Blaðsíða 15
14 Sunnudagur 23. mars 1980 Sunnudagur 23. mars 1980 23 JJ.iS'Í miv. Séft úr Kljotsheiöi yfir Þingev og Skjáifandafljót til Vztafellsskógar L'ngt fólk viö plöntun I Fossselsskógi, austan Skjálfandafljóts Utan við vanabundna hugsun SKÓGYRKJUNA AÐ AÐALBIlGREIN” — Kvikfjárræktin hef- ur verið aðalbúgrein okkar eins og tiðkast um bændur, en nýting skógarins aukabúgrein og hjáverk. Nú er okkur efst i huga að snúa þessu v i ð , 1 e g g j a megináherslu á umhirðu og nýtingu skógarins og gera skógyrkjuna að aðalbúgrein, en hafa bú- fénað sem aukabúgrein. Arður af skóginum hjá okkur er verulegur hluti tekna okkar og sá arður fer vaxandi og takist að nýta skógarafurðirnar betur en verið hefur, þá getur hann verið undir- staða i búskapnum. Þsnnig fórust Friögeiri Jóns- syni f Yztafelli orö i viötali viö Timann. — Veröi skógurinn ekki fyrir þeim mun meiri áföllum i vetur, munum viö sööla um þegar I vor, sagöi hann enn fremur. 1 fyrra var sumartiö nokkurn veginn eins og hún getur iökust oröiö eftir langvinna vorkulda. Þrátt fyrir þetta varö trjávöxtur I skóginum alveg sæmiiegur, en vera má aö honum hafi ekki tekist aö hlifa sig nógu vel fyrir veturinn, svo aö hann veröi fyrir skakkaföllum af þeim sökum. Þess vegna biöum viö þess meö eftirvæntingu, hvernig hann kemur undan vetri. Reiöi honum þolanlega af, hefj- umst viö handa um þessa ný- breytni. Yztafellsskógur Þaö er Yztafellsskógur, sem Friögeir er aö tala um — af náttúrunnar hálfu einn af vöxtu- legustu birkiskógum á Noröur- landi. Til dæmis um þaö er, aö veturinn 1974 féll þar eitt hæsta birkitré landsins, fornt oröiö og 12,7 metrar á hæö. Hann er sam- eign tveggja Yztafellsbæja og Hólsjaröa, sem eru utar I Kalda- kinn, en vegna legu sinnar austan I Kinnarfelli vestan Skjálfanda- fljóts dylst hann þeim sem um þjóövegina fara. Fyrir tuttugu árum var skógur- inn girtur og helmingur hans leigöur Skógrækt rfkisins sem hefur látiö gróöursetja þar mikiö aö sinum hluta. Tveir Yztafells- bændur, Siguröur Marteinsson og Friögeir, hafa annast plöntun og umhiröu fyrir Skógræktina aö langmestu leyti, en auk þess hafa þeir gróöursett afarmikiö I sinn hluta landsins. Bændur á Hóls- jöröum hafa á hinn bóginn ekki hafist handa enn um plöntun. — Skógræktarfélag Þingeyinga hefur veitt okkur ómetanlegan stuöning viö þetta, sagöi Friögeir, útvegaö okkur plöntur á vægu veröi og látiö okkur jafnvel sumt í té gefins. Þaö hefur veriö okkur mikill léttir viö skógræktina. Skógarafurðirnar — Um Yztafellsskóg er annars þaö aö segja, aö hann hefur veriö til mikilla nytja frá fornu fari, hélt Friögeir áfram. Þangaö var sóttur eldiviöur, staurar og raftar og úr honum fékkst viöur og börk- ur til þess aö reykja viö matvæli. Og áöur fyrr var þar aö sjálf- sögöu mikil kolagerö. Nú er eldiviöar ekki lengur þörf viö matreiöslu á sama hátt og áöur né skógarraftar notaöir i þekjur. Samt sem áöur er mikill aröur af birkiskóginum. Ur hon- um fæst mjög mikiö af giröingar- staurum, milljóna viröi á ári, og meö skipulegri umhiröu hafa þær afuröir aukist. Og úr barrskógin- um eru farin aö fást jólatré sem falla til viö grisjun. Rætt við Friðgeir Jónsson i Ystafelli í Kaldakinn Nýju barrskógarnir. — í Yztafellsskóg hefur mest veriö plantaö af rauögreni en einnig sitkabastaröi, hvitgreni og þin sagöi Friögeir. Um vöxtinn er þaö aö segja aö hann hefur veriö góöur og rauögreniö held ég, aö hafi ekki gefist betur annars staöar. Sérstakiega er eitt kvæmiö gott. öruggast allra teg- undanna er þó hvitgreniö, þaö hefur aldrei oröiö fyrir neinum áföllum. Þinurinn er seldur sem eöalgreni fyrir jólin vegna þess, aö hann fellir ekki barriö. Lerki hefur einnig veriö reynt og þaö hefur sprottiö vel en viö höfum ekki enn fengiö kvæmi, sem er nógu þoliö á veturna. Fyrstu afuröirnar I ungum barrskógi eru jólatré, en seinna koma til giröingarstaurar og þar á eftir boröviöur, þegar skógur- inn er vaxinn. Ég efa ekki aö bú- skap mætti byggja á sölu jóla- trjáa. En hitt er annaö mál aö þaö gætu ekki margir bændur gert, þvi aö markaöur er takmörkum háöur. En til dæmis um þaö, hvaö ungir skógar geta gefiö af sér i jólatrjám get ég nefnt aö úr Yzta- fellskógi og Fossselsskógi sem er austan Skjálfandafljóts og eign Skógræktar rikisins voru jólatré seld f desembermánuöi siöast iiönum fyrir átta til tiu milljónir króna. Þessi jólatré voru seld á Akureyri og Húsavik og hér og þar um Þingeyjarsýslu og Eyja- fjörö og jafnvel eitthvaö vestur i Skagafjörö. Gernýting skógar- afurða. Skógarafuröir eru aö sjálfsögöu ekki neitt, sem flýgur upp f fangiö á mönnum. Skógar eru lengi aö vaxa, umhiröan er vinnufrek og má ekki vanrækjast, þvf aö undir henni er afraksturinn kominn.og loks er svo aö fella trén og koma þeim til bæjar til vinnslu eöa til sölu á markaösstaöi. Þeir Yzta- fellsbændur nota vélsagir viö vinnu sina f skóginum, og heima fyrir hefur Friögeir tæki, sem Friögeir Jónsson f Yztafelli undir mynd, sem hann hefur skoriö f tré af húsi, sem hann reisti sér i skóginum. —Timamynd; GE. Rauögreni I Yztafellsskógi, birkistofn á miöri mynd. tengd eru viö dráttarvél, til bark- flettingar og fúvarnalaug til þess aö leggja giröingarstaura úr birkiskóginum i til þess aö tryggja endingu þeirra. En Friögeiri er meira i huga. — Mér er i mun, aö allar afuröir skógarins veröi nýttar segir hann, ég vil koma á gernýtingu alls, sem til fellur úr skóginum. Reykhúsin nota innflutt beyki og innlendur birkiviöur ætti aö geta komiö I staö þess. Hann hef- ur frá fornu fari veriö notaöur til þess aö reykja viö matvæli og þaö fengist þó nokkur markaður ef horfiö væri aö þvi aö nota hann til þess aö reykja kjöt og lax og rauömaga og annaö sem reykhús tilreiöa á þann hátt. Viöarkol eru einnig flutt inn og þaö fyrir miklar fjárhæöir, eink- um til þess aö nota viö útigrill. Fátt virðist þvi fyrirstööu aö nota Islensk viöarkol, ef þau væru framleidd. Loks finnst mér aö þaö ætti aö vera ekki svo iitill markaöur fyrir gott birki sem nota má viö hús- gagnasmiöi, renna I hillusam- stæöur og hafa viö föndurkennsiu i skólum. Lyftistöng fyrir sauð- fjárrækt. — Svo er eitt, sem ég vil vikja aö áöur en viö slitum þessu tali sagöi Friögeir aö lokum; Ég er sannfæröur um, aö skógar geta oröiö sauöfjárrækt lyftistöng, án þess aö skaöa þá sjálfa ef rétt er á haldiö. Beitargildi og beitarþol skóga er margfalt á viö þaö, sem gerist á bersvæöi. En þetta veröa menn bara aö notfæra sér á réttan hátt. Þar þarf aö greiha á milli skóga I uppvexti og váxinna skóga, friöa þá og beita til skiptis, eftir þvi sem viö á. Nýgræöingur og ungir skógar veröa aö njóta verndar og friöunar tii þess aö komast upp, svo aö trén veröi bein og ólemstruö og vaxi eðlilega, en þegar skógurinn er nægjanlega vaxinn má beita hann, uns hann þarf endurnýjunar og þá kemst fénaöur þar á frjóa jörö sem gef- ur góöar beitarjurtir og meiri uppskeru en annaö land. Svo er Ifka á þaö aö lita aö sauö- fé i nytjaskógi léttir umhiröuna. Maöur meö vélsög er kannski af- kastamikill ef hann gengur fast aö verki, en sauökindin er iönari og stýfir meö tönn sinni alla tein- unga, áöur en þeir komast til þess vaxtar aö vélsög sé beitt á þá Galdurinn er sá aö hafa stjórn i þvi, hvenær beitt er og hvenæi friöaö og fylgja um þaö réttum reglum, svo aö skógurinn hafi ekki baga af. Svo mæiti Friögeir. Og nú er al bföa vors og sjá hvernig rauö greninu og öörum barrviöum Yztafellsskógi hefur vegnaö vetrardvalanum. ji Aspir i Yztafellsskógi frá vorinu 1961. Myndin tekin á aöalfundi Skógræktarfélags tslands 1978. Barkflettir birkistaurar heima á Yztafelli. Skógarhús Friögeirs i hliöum Kinnarfells. Þaö er aö stofni til gamalt hús frá Húsavik, er var rifiö og endursmiöaö 1 skóginum. „EFST í HUGA OKKAR AÐ GERA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.