Tíminn - 30.03.1980, Side 13

Tíminn - 30.03.1980, Side 13
Sunnudagur 30. mars 1980 13 Staðir i Evrópu, þar sem sprengingar hafa orðiö (svörtu stjörn- urnar) og dioxin hefur lekið ót frá verksmiðjum (gráu stjörn- urnar). Fjöldi „Sevesó- slysa'J sem hefur verið þaggaður niður niður Fyrir fjórum árum varö sprenging í bæn- um Sevesó á italíu. Sprengingin varð i eiturefnaverksmiðju svissnesks stóriðju- hrings/ og eiturefnið díoxin dreifðist um stór svæði. Fólk var flutt burt/ skipt um jarðveg í bænum, hús öll hreins- uð og þvegin utan og innan og húsgögnum og fatnaði brennt. Samt varð á annað hundrað manns að minnsta kosti fyrir heilsutjóni, sem einkanlega kom fram hálfu ári eftir sprenginguna. Börn urðu harðast úti. Enn þann dag í dag eru af- girt bannsvæði í Sevesó. Tuttugu árum fyrr haföi fyrst veriö við þvi varað, hversu dloxin er hættulegt eitur. Kunnugt var um fimm sprengingar, þar sem dloxin kom viö sögu, áður en sprengingin varð I Sevesó, og fjórtán skýrslur höföu veriö geröar um umhverfismengun af völdum þess. Nvi er kunnugt, aö þessu efni hefur veriö sökkt i Atlantshafiö á þremur stööum, og þvl hefur einnig veriö komiö fyrir I gamalli saltnámu I Vestur-Þýzkalandi og kolanámu I Englandi. Svissneskir eigendur eitur- efnaverksmiöjunnar I Sevesó (Hoffman La Roche) þóttust ekkert til þess þekkja, að dloxin heföi veriö I henni. Þaö voru sömu svörln og allir eigendur þeirra verksmiöja, þar sem di- oxin-sprengingar höföu oröiÖ áöur, höföu gefiö. Þegar eitur- efnafræöingar Italskra stjórn- valda komu til Sevesó viku eftir sprenginguna, vörnuöu stjórn- endur fyrirtækisins þeim aö koma inn á svæöið, sá hét Paóló Paóletti, sem til forsvars var hjá verksmiöjunum. Hann var myrtur af borgarskæruliöum nú íyrir fáum vikum. Mikil rannsókn hefur fariö fram á þessum málum slöan sprengingin varö I Sevesó. 1 verksmiöjunni var framleitt tri- klórfenól, og þaö er nú ekki tal- iö neinum vafa undirorpiö, aö eigendurnir geröu sér grein fyrir, aö dioxin myndast eöa getur myndazt við slíka fram- leiöslu. Samt höföu engar varúöarráöstafanir veriö gerö ar. Til dæmis var lofti úr verk- smiöjunni blásiö beint út I and- rúmsloftiö. Svipaö magn dloxins og var i jarövegi i Sevesó er nú um- hverfis verkmsiðjur I Michigan i Bandarikjunum, þar sem framleidd er fenoxí-sýra. 011 stórslys af þvi tagi, er varö i Sevesó, hefur veriö reynt af fremsta megni aö þagga niöur. A fimm stööum fyrir utan Sevesó hafa samt orðið spreng- ingar i efnaverksmiöjum, sem díoxln-eitrun fylgdi. Það var I Vestur-Virglniu i Bandarikjun- um 1949, Grenoble 1 Frakklandi á árunum 1953-1971, Ludvigs- hafen I Vestur-Þýzkalandi 1953, Amsterdam 1963 og i Derbyskiri I Englandi 1968. En dloxineitrun hefur uppgötvazt á minnsta kosti fjórtán stöðum til viöbót- ar, þar á meðal i Bandarikjun- um, Sovétrikjunum og Japan. Sjúkdómar hafa komiö i kjölfar- iö. Ein þessara sprenginga varö inni I miöri stórborg Amster- dam, þar sem Philips-verk- smiöjurnar framleiddu fenoxl- sýrur I efnasmiöju. Meira en hundrað manns komst I snert- ingu viö dioxin, og margir veiktust. Verksmiöjan var rif- in, þvl aö ekki reyndist unnt aö þrlfa hana, og voru menn i loft- þéttum búningum og meö loft- hylki til öndunar látnir gera það. Ný höfn var siöan gerö til þess aö taka við úrgangi úr efnasmiöjum samsteypunnar, og hefur siöan veriö siglt meö þrjá skipsfarma út á Atlanshaf til þess aö sökkva þeim þar. Einu sinni hefur fenoxl-sýr- um, menguðum dioxini, veriö beitt I hernaði. Þaö var i Vlet- nam, þear Bandarikjamenn dreiföu sllkum efnum úr flug- vélum yfir landi til þess aö af- laufga skóga og svlöa akra landsmanna, svo aö liðsveitum þeirra veittist öröugra aö dylj- ast og sjá sér fyrir fæðu. VIs- indalegar rannsóknir fóru ekki fram á afleiðingunum, en skýrslur viröast sýna, aö heilsu- tjón hafi fylgt I kjölfariö I héruö- um, sem þessum eiturefnum var dreift yfir. Dregió í 12. flokki 9. apríl Og nú er komið að aðalvinningi ársins I t l I HÚSEIGN FYRIR 25 MILLJONIR Langstærsti vinningur á einn miöa hérlendis MIÐI ER MÖGULEIKI Aörir vinningar: Bílavinningur á 2 milljónir 8 Bílavinningar á 11/2 milljón 25 Utanlandsferöir á 250 og 500 þús. 20 Húsb. vinningar á 100 þús. 55 Húsb. vinningar á 50 þús. 390 Húsb. vinningar á 25 þús. Nú má enginn gleyma að endurnýja. Endurnýið góðfúslega fyrir páska. Söluverð á lausum miðum 12000 krónur FÓÐUR fóóriö sem bœndur treysta Kúafóður — Sauðfjárfóður Hænsnafóður — Ungafóður Svinafoöur — Hestafóður Fóöursa'i MJÓLKURFÉLAG REYKJAVÍKUR LAUGARVPGI SIMI 11125 16A. REVKJAVÍK Galvaniseraðar plötur Margar —BP—stærðir og ^^SmSi^SSSSEir^ geróir Yð BLIKKVER ^3 sarosaf^* Skeljabrekka 4 - 200 Kópavogur - Símar: 44040 - 44100 Hrismyri2A Selfoss Smn. 99-2040

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.