Tíminn - 30.03.1980, Page 18

Tíminn - 30.03.1980, Page 18
26 Sunnudagur 30. mars 1980 ^ÍÍJÍJIII' ★ ★ ★ ★ ★ Frábœr - ★ ★ ★ ★ Eiguleg - ★ ★ ★ Áheyrileg - ★ ★ Sœmileg - -★ Afleit Anne Murray — Country Collection / Capitol/ EMI ST-12039 ★ ★ ★ Kanadlska söngkonan Anne Murray, eöa „Garbo of pop” eins og hún er gjarnan nefnd I Hollywood, sendi nýlega frá sér plötuna „Country collection”, en hún hefur aö geyma mörg vinsæiustu „céuntry-lög ” slöustu ára. Anne Murray komst í sviös- ljósið fyrir rumum 10 árum siðan með laginu „Snowbird” sem komst ofarlega á vinsælda- listana. Þá átti Anne alla mögu- leika á þvl að höndla alþjóðiega frægð, en stúlkan frá Nova Scotia var ekki reiöubúin til að mæta frægðinni og forðaði sér þvl aftur heim til Kanada, eftir aö hafa veriö I sviösljósinu i Hollywood um skeiö. En Anne Murray var reiðu- búin er frægðin bankaöi á dyrn- ar hjá henni á nýjan leik tveim- ur árum siðar. Siðan þá hefur hún sankað að sér tónlistarverð- launum, s.s. Grammy verðlaun- unum og ýmsum fleirum, en þó hefur hún alltaf þrjóskast viö að flytja frá Kanada. Margir til- raunir hafa veriö geröar til að fá hana til Los Angeles eða Holly- wood og hafa þar fast aðsetur en hún hefur kosið að eiga heima áfram iToronto, þar sem hún er hálfgerður borgardýrlingur. Einu skiptin sem Anne lætur til- leiðast og yfirgefur Toronto, er þegar hún fer i söngferðalög, t.d. til Las Vegas þar sem hún hefur sungið á flest öllum bestu næturklúbbunum. En nóg um það. A „Country collection” sýnir Anne Murray fram á það að það var engin til- viljun að hún skyldi hljóta Grammy verðlaun siðasta árs sem besta „country-söngkona” Kanada og Bandarikjanna, en þó að Anne syngi eins og engill, finnst mér lögin á þessari plötu tæplega nógu spennandi. Lög eins og „ Walk right back”, „We don’t make love anymore” og „Wintery feeling” eru svo sem góðra gjalda verð, en þegar á heildina er litiö verður tæp- lega sagt að þetta sé spennandi plata. En „Garbo of pop” á vafalaust eftir að láta meira kveða að sér I framtíðinni. Janis Ian — My Favourites/CBS 84188 ★ ★ ★ ★ + Ef velja ætti bestu söngkonu siöustu 10 ára, væri mönnum vissuiega mikiil vandi á hönd- um, enþó heldég aö bandariska söngkonan Janis Ian ætti aö vera sigurstrangleg i þeirri keppni. Janis Ian (f. 1951) var farinað leika á pianó þriggja ára gömul og þegar hún var 11 ára lék hún jöfnum höndum á pianó og gitar. Fyrsta lag hennar sem gefið var út, var „Hair of spun gold” árið 1964 og tveim árum siðar er Janis var 15 ára gerði hún samning við MGM hljóm- plötufyrirtækiö, en það gaf út lagið „Society’s Child”, sem enn I dag er eitt frægasta lag Janis Ian. „Society’s Child” var sannkallaður mótmælasöngur, bitur ádeila á hræsni fulloröna fólksins og Janis Ian varð brátt landsfræg, stimpluö sem mót- mælasöngvari, m.a. á forsiðu bandariska vikuritsins Life. Kynslóðabilið var Janis Ian yrkisefni á sinni fyrstu stóru plötu árið 1967 og i kjölfarið fylgdu tvær aðrar plötur, sem vöktu töluverða athygli. Arið 1968 er Janis var 17 ára, þá dró hún sig i hlé, enda illa farin af eiturlyfjum. Það var ekki fyrr en tveim árum siðar, nánar tiltekið árið 1971 að Janis Ian komst i sviðs- ljósiö á nýjanleik. Hún hafði þá fyrir nokkru setst aö i Los Angeles og m.a. stundað nám i hljómsveitastjórn um skeið, auk þess sem ljóðagerðin hafði átt sterk Itök I henni. Arið 1973 sneri Janis Ian aftur I stúdióið og hljóöritaði plötuna „Between the lines”, sina fyrstu plötu I fjögur ár og er skemmst frá þvi að segja að þessi plata sló undireins i' gegn og lagið „At seventeen” rauk beint i fyrsta sætið á bandaríska vinsældalist- anum. Nýiega leit niunda plata Janis Ian dagsins ljós og nefnist hún „My favourites” — uppáhalds- lög Janis Ian af fyrri plötum hennar. A þessari plötu eru lögin „Fly to high”, „Between the lines”, „Stars”, „Love is blind”, „In the winter”, „At seventeen”, „Jesse”, „After- noons”,, ,Miracle row / Maria”, „That grand illusion”, „The other side of the sun” og „When the party is over” — allt frábær- lega vel valin lög sem gefa góða mynd af ferli þessarar miklu söngkonu. Þeir sem kannast við þessi lög, vita á hverju þeir eiga von, en við hina hef ég þetta að segja: „My favourites” er ótrú- lega góð plata — miðað við „Greatesthits” plötur og textar Janis Ian svikja engan. Mörg laganna eru hreinustu djásn, en þó ekkert eins og „In the winter”, sem að minum dómi er perla þessarar plötu. McGuinn Hillman Featuring Clark — Cy ty/cap i tol/ EMI ST-12043 ★ ★ ★ + Flestir tónlistarunnendur munu kannast við bandarisku „country-rock” hljómsveitina TheByrds, en hún gerði garðinn frægan á árunum 1964-1973. Fáar hljómsveitir hafa haft meiri áhrif á sögu rokksins og þvl engin tilviljun þegar minnst er á The Byrds, sem eina af brautryðjendunum i tónlistar- sögunni. Þeir félagar Roger Mc- Guinn og Chris Hillman, ásamt Gene Clark og David Crosby stofnuöuThe Byrds árið 1964, en áður höfðu þeir McGuinn, Clark og Crosby starfað um skeið und- ir nafninu Jet Set. Astæðan fyrir þvi að minnst er á þetta hér, er sú að Roger McGuinn og Chris Hillman hafa nú tekið saman á nýjan leik, reyndar ásamt Gene Clark — sem virðist þó vera að draga sig að einhverju leyti I hlé, en afrakstur þessa sam- starfs eru plöturnar „McGuinn, Clark & Hillman” og „City”, sem út kom fyrir skömmu. Eins og áður greinir var The Byrds stofnuð árið 1964. Roger McGuinn, sem reyndar heitir réttu nafni Jim McGuinn, var hinn eini þeirra félaga sem hafði einhverja tónlistarmennt- un, en hinir höfðu sina menntun úr skóla lifsins. Gene Clar hafði unnið með New Christy minstrels, David Crosby með ballöðusöngvaranum Les Baxt- er og Hillman með „bluegrass” hljómsveitinni The Scottsville Squirrel Brekers og sinni eigin hljómsveit The Hillmen. Þetta var árið 1964og bresku Bitlarnir voru þá þegar farnir að hafa mikil áhrif i Bandarikjunum. Mesta breytingin var án efa sú að i kjölfar „Bitlaæðisins” komu f jármálamennirnir og allt i einu var rokkið orðiö söluvara á nýjan leik og efnahagslega mikilvægt að eiga lög á vin- sældalistunum. Fljótlega eftir að The Byrds var stofnuð gekk fimmti meðlimurinn Michael Clarke i hljómsveitina — og má segja að þá fyrst hafi hljóm- sveitin getað hafið sig til flugs fyrir alvöru. Of langt mál yrði að tiunda ferilThe Byrds hér, enda aðeins drepið hér á nokkra punkta til gamans. Þess má þó geta að Gene Clark hætti i hljómsveit- inni árið 1966 og hóf sólóferil sinn og David Crosby hætti árið eftirvegna tónlistarlegs ágrein- ings og beitti sér fyrir stofnun nýrrar hljómsveitar, sem átti eftir að hafa engu minni áhrif á töhlistarsöeuna en The Byrds— nánar tiltekið Crosby, Stills & Nash, sem siðar varð Crosby Stills, Nash & Young. I stað Crosbys, gekk Gram Parsons i The Byrds, en hann hafði áður verið I International Submarine Band. Siðar eftir að Michael Clarke hætti gekk Kevin Kelley I hljómsveitina, en þá hættu þeir Gram Parsons og Chris Hillman og stofnuðu hljómsveitina The Flying Burritto Brothers. Nýir menn gengu I The Byrds, en mesti ljóminn var farinn af hljómsveitinni en hún hætti svo endanlega árið 1973. Svo vikið sé nánar að hinni nýju útgáfu á The Byrds, þá lágu leiðir þeirra Roger McGuinn og Gene Clarke saman á ný, kvöld eitt árið 1977 er Rqg- er McGuinn var að skemmtá i Troubador klúbbnum i Holly- wood. Clark var meðal áheyr- enda og einhvern veginn æxluð- ust málin þannig að hann tók nokkur lög með McGuinn þetta kvöld. Ein aðal ástæðan fyrir þvi að Gene Clark hætti í The Byrds, voru hljómleikaferða- löginsem hann hataði, en þetta kvöld I Hollywood virðist sem svo að hannn hafi gleymt þeirri óbeit sinni, þvi að hann sam- þykkti að vinna með McGuinn og varð það til þess að þeir tróðu upp sem dúett nokkur kvöld á eftir og skömmu síðar slóst Chris Hillman i hópinn. Fyrst i stað notuðust þeir félagar við fyrrverandi trommuleikara úr Poco, George Grantham, en sið- an gekk Greg Thomas, sem leikið hafði með Leon Russel til liðs við þá og McGuinn, Clark Hillman varð til. Samnefndri plötu sem út kom i janúar 1979 var tekið með kostum og kynj- um og svo virtist sem að allt væri eins og best væri á kosið. Svo var þó ekki, þvi að gamli ferðaleiðinn heltók Gene Clark og þvi dró hann sig i hlé seint á siðasta ári, án þess þó að hætta alveg og nú þegar hljómplatan „City” kemur út, heitir hljóm- sveitin McGuinn, Hillman. Featuring Gene Clark. „City” er um margt ágætis plata, þó að hún jafnist hvergi nærri á við fyrri plötuna að min- um dómi.Platan var tekin upp á um 20 dögum i nóvember i fyrra og við sem likastar aðstæður og þegar The Byrds voru upp á sitt besta fyrir 15 árum síðan. Um tilurð „City” segir Roger McGuinn: Það er kominn timi tilað snúa aftur til borgarinnar. Ég þarfnast borgarumhverfis- ins, orkan þar hefur örvandi áhrif á mig. Borgin getur jú ver- ið bæði yfirþyrmandi og skelfi- leg, en þó skiptir það ekki máli. —Borginereinsoghafið —ann- að hvort siglirðu yfir eða drukknar. Þó að Gene Clark hafi dregið sig i hlé, þá á hann þó tvö lög á þessari plötu og sér hann um sönginn i þeim báöum. Aðrir meðlimir eins og John Samba- taro (gitar) og Scott Kirk- patrick (trommur) eru greini- lega úrvalsmenn og útkoman er þægileg og góð rokkplata, með örlitlu „Country” ivafi. Engin timamótaplata, en stendur þó fyllilega fyrir sinu. —ESE Niels Henning með hliómleika Danski jazzbassaleikarinn Niels-Henning Orsted Pedersen, sem er öllum islenskum tónlist- arunnendum að góðu kunnur fyrir snilli sína, mun halda tón- leika ásamt brasilisku söngkon- unni og pianistanum Tania Maria 19. april nk. á vegum Jazzvakningar. Niels-Henning hefur þrfvegis áður heimsótt Island og I öll skiptin hefur hann sannað svo um munar að hann er einstæður tónlistamaður. Hann handleikur bassann einsog ekkert væri auð- veldara og töfrar fram seið- magnaöa og tryllta tóna úr þessu erfiða hljóðfæri. Söngkon- an Tania Maria hefur undanfar- in 2 ár heillað ibúa norður Evrópu með söng sinum og pianóleik, ýmist ásamt brasi- lisku triói sinu eða með evrópskum jazzleikurum. Jazzvakning hefur staöið i samningaumleitunum við Niels- Henning örsted Pedersen um nokkuð langt skeið og hafa samningar nú tekist um að hann komi hingað til tónleikahalds á- samt Tania Maria. Niels-Henning og Tania Maria hafa leikið saman inná eina hljómplötu fyrir Medley út- gáfuna, en þau ferðuðust saman og héldu tónleika viðsvegar I norður Evrópu sl. haust við mikinn orðsti og lof gagnrýn- enda sem leikmanna. Eru þau að hefja hljómleikaferðalag að nýju nú og er Islandsför þeirra hluti af þessu ferðalagi. Ekki er að efa að flestir þeir sem áður hafa heyrt og séð Niels- Henning örsted Pedersen leika tónlist sina, hyggja gott til þessara tónleika 19. aprfl nk. Forsala aðeöncumiða mun hefjast 2. april i Fálkanum við Laugaveg 24. Tónleikarnir verða siðan haldnir i Háskóla- biói laugardaginn 19. april og munu þeir hefjast kl. 16.00 sið- degis.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.