Fréttablaðið - 14.05.2007, Síða 8
Tollskýrslugerð
Hagnýtt og ítarlegt námskeið í gerð tollskýrslna. Kynntar
eru helstu reglur er varða innflutning, innflutnings-
takmarkanir og undanþágur. Farið er yfir fylgiskjöl með
vörusendingum og hvaða tilgangi þau þjóna við innflutning
og gerð tollskýrslna. Farið er m.a. yfir myndun tollverðs
og útreikning aðflutningsgjalda. Kynntir eru fríverslunar-
samningar og notkun tollskrárinnar.
Lengd: 21 std. og er boðið uppá morgun- og kvöldnámskeið.
Verð: 28.000.- Sérútbúin kennslubók og ítarefni innifalið.
Morgunhópur.
Kennsla hefst 18. maí og lýkur 25. maí.
Kennt er mánudaga, miðvikudaga og
föstudaga kl. 8.30 - 12.
Kvöld og helgarhópur:
Kennsla hefst 19. maí og lýkur 26. maí.
Kennt er mánudaga og miðvikudaga kl. 18 - 19.30
og laugardaga kl. 9 - 12.30.
FAXAFEN 10
108 REYKJAVÍK
GLERÁRGATA 36
600 AKUREYRI
WWW.TSK.IS
SKOLI@TSK.IS
SÍMI: 544 2210
www.lyfja.is - Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
3
75
59
0
5/
07
Acidophilus Bifidus + FOS
Mjólkursýrugerlar, góðir fyrir meltinguna.
Champignon DETOX + FOS og Spirulina
Hreinsaðu líkamann að innan
- minnkar óæskilega lykt.
Milk Thistle DETOX
Hreinsaðu líkamann að innan.
Psyllium Husk Fibre
Rúmmálsaukandi, gott fyrir
meltinguna.
30% afsláttur
af Vega vítamínum
Ekki eru fordæmi þess að ríkis-
stjórn starfi með eins manns
meirihluta á Alþingi.
Í tvígang á síðari árum hafa
stjórnarflokkar fengið eins manns
meirihluta í kosningum en ekki
orðið framhald á samstarfi þeirra.
Á þetta bendir
Guðni Th.
Jóhannesson
sagnfræðingur.
„Stjórnin sem
fór frá eftir
kosningarnar
1991, seinni rík-
isstjórn Stein-
gríms Her-
mannssonar,
hafði eins manns
meirihluta en
einn flokkur; Alþýðuflokkur Jóns
Baldvins Hannibalssonar, taldi
það ekki nógu traust og vildi ekki
halda áfram,“ segir Guðni.
Ríkisstjórn Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks; Viðeyjarstjórn-
in, var þá mynduð undir forsæti
Davíðs Oddssonar.
„Eftir kosningarnar 1995 hafði
stórnin eins þingsætis meirihluta
en Davíð treysti sér ekki í slíkt
stjórnarsamstarf áfram þannig að
hún hætti líka þrátt fyrir meiri-
hlutann,“ segir Guðni. „Hefðin er
því sú – ef hefð skyldi kalla út frá
þessum tveimur dæmum – að eins
sætis meirihluti þykir ekki duga.“
Guðni bendir þó á að þessi regla
sé ekki einhlít, fjögurra manna
meirihluti Viðreisnarstjórnarinn-
ar tvö kjörtímabil hafi verið hlið-
stæður eins manns meirihluta nú,
því þá starfaði þingið í tveimur
deildum.
Kosningaúrslitin nú verða skráð
í sögubækur því aldrei fyrr hefur
ríkisstjórn haldið þingmeirihluta í
kosningum eftir jafn langt sam-
starf. „Viðreisnarstjórnin féll 1971
eftir tólf ára samstarf. Ákveði
menn því að halda áfram nú slá
þeir met.“
Eins sætis meirihluti
ekki þótt traustur
„Þetta er ekki ein af bestu kosning-
um Sjálfstæðisflokksins líkt og for-
maður hans hefur haldið fram. Hins
vegar er þetta mjög góð kosning og
í raun og veru stórmerkileg eftir
þessa löngu stjórnarsetu,“ segir
Gunnar Helgi Kristinsson, prófess-
or í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, um fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins.
Hann segir forystuskipti í
flokknum lykilatriði úrslitanna.
„Flokkurinn fór upp um tíu pró-
sent við forystuskiptin og þau eru
algjör forsenda fyrir þessari góðu
stöðu hans núna.“
Að mati Gunnars Helga skiptir
miklu máli fyrir Framsóknar-
flokkinn að Siv Friðleifsdóttir hafi
náð kjöri en það var ekki í spilun-
um fyrr en langt var liði á taln-
ingu. „Kjör Sivjar er táknrænt og
það skiptir miklu máli að ná einum
af sterkustu leiðtogum flokksins í
þéttbýlinu á þing en þurrkast ekki
alveg út. Það er mjög mikilvægt
upp á framtíðina fyrir Framsókn
og ljósi punkturinn í niðurstöðun-
um – ef það er einhver ljós punkt-
ur.“
Eftir fyrstu tölur stóð fylgi Sam-
fylkingarinnar í um 30 prósentum
en lækkaði eftir því sem leið á
nóttina og stóð að lokum í tæpum
27 prósentum. „Þetta bara rétt
sleppur fyrir horn,“ segir Gunnar
Helgi. Frjálslyndir geti unað ágæt-
lega við sitt, í raun sé sigur fyrir
flokk af hans stærðargráðu að svo
gott sem halda fylgi sínu. Staða
Vinstri grænna sé mjög góð þó
flokksmenn hefðu mátt vonast
eftir betri kosningu. „Þetta kemur
samt mjög vel út fyrir þá miðað
við fyrri kosningar. Þetta er mjög
sannfærandi fylgisaukning.“
Um framhaldið segir Gunnar
Helgi erfitt að spá. Búið sé að gefa
spilin og nú sé að spila úr þeim.
„Geir Haarde hefur frumkvæðið
en hann hlýtur að óttast að missa
það. Hættan er að Framsókn vilji
ljúka stjórnarsamstarfinu og taki
þátt í viðræðum um vinstri stjórn.
Helsta áhyggjuefni Jóns Sigurðs-
sonar hlýtur að vera að þetta sé
bara „pro forma“ hjá sjálfstæðis-
mönnum; þeir ætli í raun og veru
að vinna með Samfylkingunni en
noti Framsókn til að halda frum-
kvæðinu.“ Vantraust geti því bæði
leitt til þess að stjórnin haldi
áfram eða annar formannanna
verði fyrri til og rjúfi griðin. Um
stjórnarandstöðuflokkana segir
Gunnar Helgi þörf samfylkingar-
fólks á að komast í stjórn hrein-
lega ljóma af flokksmönnum. Sú
þörf sé einnig rík meðal Vinstri
grænna, þó ekki jafn ofboðslega
og hjá Samfylkingunni.
Ný forysta jók fylgi
Sjálfstæðisflokksins
Kosningarnar sluppu fyrir horn hjá Samfylkingunni, kjör Sivjar er ljós punktur Fram-
sóknar og frjálslyndir geta vel við unað, að mati stjórnmálafræðiprófessors. Fylgis-
aukning VG er sannfærandi og ný forysta Sjálfstæðisflokks lykill að góðri stöðu hans.
Tæplega tuttugu og tvö
prósent kjósenda Sjálfstæðis-
flokksins í Suðurkjördæmi strik-
uðu yfir nafn Árna Johnsen í
alþingiskosningunum á laugardag.
Minna en þrjú prósent strikuðu
yfir nafn Árna M. Mathiesen.
Karl Gauti Hjaltason, oddviti
yfirkjörstjórnar í Suðurkjördæmi,
segir talningu á yfirstrikunum
hafa lokið í gær. „Um 24 prósent
kjósenda Sjálfstæðisflokks strik-
uðu yfir einhvern eða breyttu röð-
inni á framboðslistanum, og þar af
voru tæplega 22 prósent sem strik-
uðu yfir nafn Árna Johnsen.“ Að
hans sögn voru útstrikanir ann-
arra flokka óverulegar.
Hann segist ekki geta svarað
því hvaða afleiðingar þessar
útstrikanir muni hafa, þeir
útreikningar séu í höndum lands-
kjörstjórnar sem skili niðurstöð-
um á næstu dögum.
Þorkell Helgason, einn þeirra
sem samdi núverandi kosninga-
kerfi, segir reglur um útstrikanir
þannig að sé maður í öðru sæti lista
í kjördæmi þar sem flokkurinn fær
fjóra menn kjörna, falli hann um
eitt sæti ef tólf og hálft prósent
kjósenda strika yfir nafn hans.
Í Reykjavíkurkjördæmi suður,
þar sem Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra er á lista, verða
útstrikanir taldar í dag.
Rúmur fimmtungur
vildi ekki Árna inn
Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna, krefst
þess að Jón Sigurðsson, formaður
Framsóknar-
flokksins, biðji
sig afsökunar
vegna persónu-
legra árása í
sinn garð í
kosningabaráttu
flokksins. Þetta
kom fram í
Kastljósi
Sjónvarpsins í
gærkvöldi.
Í þættinum
fullyrti Jón að ekki hefði verið á
neinn hátt vegið viljandi að
Steingrími í kosningabaráttu
flokksins. Þó ætlaði hann að
kynna sér málið á grundvelli þess
sem Steingrímur hélt fram.
Steingrímur sagði heiðvirða
menn innan Framsóknarflokksins
hafa leyft ungum áróðursmeistur-
um að taka völdin í kosningabar-
áttunni. Að sínu mati hefði það
reynst flokknum mjög dýrkeypt í
kosningunum á laugardag.
Krefur Jón um
afsökunarbeiðni