Fréttablaðið - 14.05.2007, Qupperneq 10
Þrír þingmenn og einn ráðherra duttu út af þingi í
kosningunum á sunnudag; Magnús Þór Hafsteinsson,
Mörður Árnason, Sigurjón Þórðarson og Jónína
Bjartmarz. „Það er líf fyrir og eftir Alþingi og allir
möguleikar í stöðunni,“ segir Jónína Bjartmarz,
umhverfisráðherra og lögmaður, „bæði skemmtileg
störf og að rækta garðinn sinn. Ég er ekki hætt í
pólitík. Pólitískur áhugi hverfur ekki þótt maður nái
ekki endurkjöri.“
Magnús Þór Hafsteinsson er ekki hættur í pólitík
þó að hann viti ekki alveg hvað hann fer að gera. „Ég
ætla að halda áfram að starfa fyrir Frjálslynda
flokkinn af fullum krafti. Það er enginn bilbugur á
mér. Það er allt í lagi þó að ég detti út af þingi í
smátíma. Ég kem aftur,“ segir hann.
Sigurjón Þórðarson á von á því að flytja aftur á
Krókinn og taka við sínu gamla starfi sem fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra
á Sauðárkróki í haust. Hann býst við halda sig til hlés
í pólitíkinni þegar hann er kominn aftur í stjórnsýsl-
una.
„Það hefur ekki verið mikill undirbúningur að
þessari staðreynd. Það eina sem ég hef ákveðið er að
ákveða ekkert í fljótheitum. Í fornsögum segir að
bráðar séu blóðnætur sem þýðir á nútímamáli að
maður á að telja upp að tíu,“ segir Mörður Árnason.
„Úrslitin varpa ljósi á það hversu
kosningakerfið er gallað,“ segir
Baldur Þórhallsson, prófessor í
stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, en hann telur löngu orðið
tímabært að jafna vægi atkvæða
með breytingum á kjördæmaskip-
an. „Þegar mjótt er á munum þá
kemur í ljós hversu kosningakerf-
ið er meingallað og ólýðræðislegt
á margan hátt. Það þarf að jafna
vægið, helst með því að hafa allt
landið eitt kjördæmi, og síðan
þyrfti að fjölga jöfnunarmönnum
til þess að rétta hlutföllin sem
liggja að baki hverjum þing-
manni.“
Í Reykjavíkurkjördæmi norður
komust fimm samfylkingarmenn
á þing en flokkurinn fékk samtals
29,2 prósent atkvæða í kjördæm-
inu. Sjálfstæðisflokkurinn fékk
36,4 prósent atkvæða en samt ekki
nema fjóra þingmenn.
Baldur segir þessar tölur sýna
að breytinga sé þörf. „Það er ekki
lýðræðislegt að atkvæði sumra
kjósenda vegi næstum eða rúm-
lega tvöfalt meira en annarra. Til
dæmis í Reykjavíkurkjördæmun-
um þá fær Framsóknarflokkurinn
4.266 atkvæði en nær ekki inn
neinum þingmanni, á meðan flokk-
urinn fær 5.726 í Norðausturkjör-
dæmi og þrjá þingmenn. Á þessu
sést galli á kerfinu sem í raun
felur í sér lýðræðishalla.“
Þorkell Helgason, sem samdi
kosningakerfið, segir það aldrei
geta verið alveg fullkomið. „Ég er
ekki tilbúinn til þess að svara því
hvort nauðsynlegt sé að breyta
kerfinu á einhvern hátt, enda er
það stórpólitískt mál sem ég er
ekki tilbúinn til þess að blanda
mér í. Hugsanlega þarf að skoða
þessi mál betur með tilliti til
búsetuflutninga fólks á síðustu
árum.“
Stjórnarandstöðuflokkarnir,
Samfylkingin, Vinstri græn og
Frjálslyndi flokkurinn, fengu 48,4
prósent atkvæða en Framsóknar-
flokkurinn og Sjálfstæðisflokkur-
inn 48,3 prósent. Stjórnin hélt því
velli á minnihluta atkvæða, fékk
88.098 atkvæði á móti 88.111
atkvæðum stjórnarandstöðuflokk-
anna.
Meingallað kerfi
sem þarf að breyta
Baldur Þórhallsson segir kosningakerfið gallað og nauðsynlegt sé að breyta því.
Best væri að breyta landinu öllu í eitt kjördæmi en nauðsynlegt er að fjölga jöfn-
unarmönnum, segir Baldur. Lögin verða aldrei fullkomin, segir Þorkell Helgason.
„Vissulega
hefðum við viljað
bæta við okkur
og ná fimmta
manni inn,“ segir
Guðjón Arnar
Kristjánsson,
formaður
Frjálslynda
flokksins. „En
miðað við allt og allt held ég að
við getum sagt að við höfum
staðið okkar plikt og tryggt að
Frjálslyndi flokkurinn er kominn
til að vera í íslenskri pólitík.“
Guðjón segir ekki einsýnt um
ríkisstjórnarþátttöku frjáls-
lyndra fyrr en það liggi fyrir að
ríkisstjórnin sitji út kjörtímabil-
ið. „Kaffibandalagið felldi ekki
ríkisstjórnina, þannig að það eru
sjálfagt allir stjórnarandstöðu-
flokkarnir eins settir að því
leytinu. Það þarf eitthvað meira
að koma til en þeir til að mynda
ríkisstjórn. Það er engu hægt að
spá um það, en ef það gengur
eftir að Framsóknarflokkurinn
vilji ekki vera áfram í ríkis-
stjórn, þá þarf náttúrulega
einhver annar að fara í ríkis-
stjórn.“
Frjálslyndir
stóðu sína plikt
„Það er beiskur
veruleiki að við
sitjum með meiri-
hlutaríkisstjórn
með minnihluta
atkvæða á bak
við sig,“ sagði
Steingrímur J.
Sigfússon,
formaður Vinstri
grænna, eftir þingflokksfund í
gær. „Þjóðin hafnaði þessari
stjórn og þá sérstaklega
Framsóknarflokknum.“
Steingrímur segir ríkisstjórn-
inni bera lýðræðislega og
siðferðislega skyldu til að segja
af sér. „Ég held að þeir fái harða
dóma í samfélaginu ef þeir ætla
að reyna að hanga á þessu.“
Varðandi aðra stjórnarmöguleika
segist hann ekki útiloka neitt,
ekki einu sinni samstarf Vinstri
grænna, Samfylkingar og
Framsóknar.
„Vissulega horfum við upp á
að það sé möguleiki, og við
útilokum ekki heldur samstarf
með Sjálfstæðisflokki.“ Hann
segir engar viðræður þó í gangi,
enda sé boltinn hjá ríkisstjórn-
inni.
Þjóðin hafnaði
ríkisstjórninni
„Það er dapurlegt
að ríkisstjórnin
hélt velli. Það er
augljóst,“ sagði
Ómar Ragnars-
son, formaður
Íslandshreyfing-
arinnar, að úrslit-
um kunnum.
„Það sem kom í
veg fyrir að hún félli var ranglát
kosningalöggjöf. Við vorum með
fylgi fyrir tveimur þingmönnum
en okkur var meinað um það
vegna fimm prósenta reglunnar.
Vegna hennar var rekinn mikill
hræðsluáróður. Ég er sannfærður
um að við hefðum komist yfir
markið ef ekki hefði verið þessi
hræðsla hjá kjósendum,“ segir
hann og ítrekar að fylgi hreyfing-
arinnar hafi helst verið tekið frá
Sjálfstæðisflokki, samkvæmt
skoðanakönnun. „Við komum í
veg fyrir að sjálfstæðismenn
ynnu enn meiri sigur.“
Íslandshreyfingin er ekki af
baki dottin, segir Ómar. „Við erum
með jafnmarga fulltrúa í borgar-
stjórn og Framsóknarflokkurinn,“
segir hann og hlær.
Kosningakerfið
hélt stjórninni
„Miðað við
stöðuna eins og
hún var lengst af
eftir áramót þá er
ég nokkuð sátt
við okkar útkomu,
en það eru
vonbrigði að
ríkisstjórnin
skyldi halda með
einum manni,“ sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, eftir
þingflokksfund í gær. „Stjórnin
er strangt til tekið fallin þar sem
hún hefur ekki meirihluta
kjósenda á bak við sig, og ég tel
að hún sé ekki starfhæf við
þessar aðstæður.“
Ingibjörg segist vilja öfluga
ríkisstjórn með góðan þingmeiri-
hluta, og að Samfylking verði
hluti af henni. „Annars vegar er
möguleiki á R-lista samstarfi, en
það veltur á því hvort Vinstri
græn og framsóknarmenn geti
grafið stríðsöxina. Hins vegar er
samstarf okkar og Sjálfstæðis-
flokks sem ég tel að geti fyllilega
verið valkostur. Þetta er samt allt
í höndunum á Geir H. Haarde og
Jóni Sigurðssyni eins og er.“
Ríkisstjórnin
ekki starfhæf