Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 14
fréttir og fróðleikur Gordon Brown hefur árum saman staðið í skugga Tonys Blair. Í huga flestra Breta hefur hann til þessa verið að mestu óþekkt stærð, en nú virðist hans tími kominn. Nokkuð öruggt þykir að Gordon Brown hljóti yfirgnæfandi fylgi í leiðtogakjöri breska Verkamanna- flokksins og taki við af Tony Blair bæði sem flokksleiðtogi og for- sætisráðherra nú í lok júní. Tveir þingmenn Verkamanna- flokksins hafa reyndar lýst áhuga sínum á að blanda sér í slaginn, báðir úr vinstri armi flokksins sem hefur verið ósáttur við áherslur Blairs í mörgum málum. Þeir heita John McDonnell og Michael Meacher og hafa gert með sér samkomulag um að sá þeirra sem fær minni stuðning innan Verkamannaflokksins muni hætta við framboð og lýsa yfir stuðningi við hinn. Það ætti að skýrast í dag hvor þeirra verður ofan á, en litlar líkur þykja þó til þess að Brown bíði lægri hlut í þeirri viðureign. Brown hafði reyndar vonast til þess að verða leiðtogi Verka- mannaflokksins strax árið 1994 þegar John Smith, þáverandi leið- togi, lést óvænt eftir aðeins tvö ár í embættinu. Í staðinn fyrir að keppa um embættið í kosningum innan Verkamannaflokksins eru þeir Blair og Brown sagðir hafa gert með sér samkomulag um að Brown myndi víkja til þess að Blair fengi örugga kosningu. Í staðinn á Blair að hafa samþykkt að víkja fyrir Brown síðar meir. Stuðningsmenn Blairs hafa neit- að því að slíkt samkomulag hafi nokkru sinni verið gert, en ítrekað hafa samt komið upp sögusagnir um að Brown hafi beinlínis unnið gegn Blair á bak við tjöldin og reynt að þrýsta á hann um að segja af sér svo hann gæti tekið við, ekki síst eftir að líða tók á þriðja kjör- tímabil Blairs, þegar vinsældir hans voru orðnar minni og Blair hafði sjálfur lýst því yfir að þetta yrði síðasta kjörtímabil sitt. Brown er prestssonur frá Skot- landi og lærði á sínum tíma sagn- fræði við Edinborgarháskóla. Hann er tveimur árum eldri en Blair og þeir voru báðir fyrst kosnir á þing sumarið 1983. Þeir höfðu lengi vel sameiginlega skrif- stofu í þinginu og hafa alla tíð unnið náið saman þótt þeir hafi einnig deilt hart á stundum. Eftir að Brown tilkynnti um framboð sitt nú fyrir helgi lýsti Blair strax yfir eindregnum stuðn- ingi sínum við hann. Brown hefur verið fjármálaráð- herra frá árinu 1997, lengur en nokkur annar fjármálaráðherra í Bretlandi síðustu 180 árin. Hann hefur staðið næst Blair að völdum í stjórninni og staða hans innan Verkamannaflokksins er sterk. Hann hefur hins vegar aldrei notið jafnmikilla vinsælda og Blair; þykir þurrari á manninn og stundum harður í horn að taka. Hann hefur heldur aldrei verið jafnmikið í sviðsljósinu og Blair og er þess vegna að miklu leyti óþekkt stærð enn í dag, þrátt fyrir langan og að flestu leyti farsælan ráðherraferil. Brown stærir sig meðal annars af því að hafa náð niður atvinnuleysi og haldið góðum hagvexti þessi tíu ár sem hann hefur haldið um stjórnartaumana í fjármálaráðu- neytinu. Eitt fyrsta verk hans sem fjár- málaráðherra var að gefa breska seðlabankanum sjálfstæði og hann hefur lýst því yfir að hann vilji ganga enn lengra í því að draga úr miðstýringu í Bretlandi, meðal annars með því að fá fleiri stofnun- um hins opinbera meiri völd og aukið sjálfstæði gagnvart ríkis- stjórn og þingi. Hins vegar er talið að hann muni leggja minni áherslu á náin tengsl við Bandaríkin, sem voru einn af hornsteinunum í utanríkisstefnu Blairs. Á föstudaginn, þegar Brown lýsti yfir framboði sínu, þá sagðist hann jafnframt viðurkenna að ýmis mistök hefðu verið gerð í stríðinu í Írak og fullyrti að á næstu mánuð- um myndu áherslur Breta gagn- vart Írak breytast eitthvað. Þátttaka breska hersins í Íraks- stríðinu hefur átt einna stærstan þátt í minnkandi vinsældum Blairs síðustu árin. Þegar Blair tilkynnti um afsögn sína á fimmtudaginn sagðist hann hafa lært það á löng- um ferli sínum að taka þurfi erfið- ar ákvarðanir, jafnvel þótt þær falli í grýttan jarðveg meðal þjóð- arinnar. Brown virðist hins vegar ætla að passa sig á því að ganga ekki gegn almenningsálitinu heldur gera það sem þarf til að afla flokknum nýrra kjósenda. „Ég ætla að hlusta og ég ætla að læra. Ég ætla að leitast við að verða við væntingum fólks,“ sagði hann á föstudaginn. „Ég hef vilja til þess að vera í forsvari fyrir ríkisstjórn sem hefur næga auðmýkt til að þekkja sín takmörk.“ Framtíð Browns ræðst þó fyrst og fremst af því hvernig honum reið- ir af í átökum við David Cameron, hinn unga og vinsæla leiðtoga Íhaldsflokksins. Þingkosningar verða líklega haldnar í Bretlandi árið 2009, eða í síðasta lagi árið 2010 þegar sjö ára kjörtímabil núverandi þings rennur út. Cameron þykir minna töluvert á Blair, er vingjarnlegur og opin- skár og hefur heldur betur stokk- að upp stefnu Íhaldsflokksins, gefið honum mannlegri ásýnd og þokað honum töluvert til vinstri. Cameron gæti því hæglega reynst forsætisráðherranum Brown þungur í skauti í kosningabarátt- unni þegar þar að kemur. Allt stefnir hins vegar í að Brown taki við forsætisráðherraembætt- inu eftir að Blair hættir hinn 27. júní næstkomandi, og þá þarf Brown að minnsta kosti ekki að hafa fyrir því að flytja búslóð sína í Downing-stræti númer 10, þar sem forsætisráðherra Bretlands er jafnan búsettur. Brown hefur nefnilega búið þar í eitt ár. Hann flutti fyrir um það bil ári úr Downingstræti númer 11, þar sem fjármálaráðherra landsins býr samkvæmt hefðinni, inn í for- sætisráðherraíbúðina en í staðinn flutti Blair inn í fjármálaráðherra- íbúðina. Þeir ákváðu í mesta bróð- erni að skiptast á íbúðum vegna þess að rýmri húsakynni í númer 11 hentuðu betur fyrir barnmarga fjölskyldu Blairs. Brown stígur fram í sviðsljósið Austur-Tímor er eitt fátækasta ríki Asíu Verð kr. 33.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, vikuferð 24. eða 31. maí. Verð kr. 49.990 Netverð á mann. Flug, skattar og gisting í tvíbýli á Travelodge Montreal m/morgunverði í 7 nætur, 24. eða 31. maí. Aukagjald fyrir einbýli kr. 19.900. Ferðir til og frá fl ugvelli kr. 1.900. Montreal - Kanada 24. og 31. maí frá kr. 33.990 Viku ferð - Síðustu sætin Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Montreal 24. og 31. maí. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta vorsins og lífsins í þessari stórko- stlega spennandi borg sem er önnur stærsta borg Kanada. Í borginni mætast gamli og nýi timinn, rík sagan og iðandi nýbreytnin á einstaklega skemmtilegan hátt. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og mjög hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess besta sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. Flug og gisting í viku - aðeins kr. 49.990 Algengt erlendis

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.