Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 19

Fréttablaðið - 14.05.2007, Side 19
Viðhaldsbókin mín er gagnagrunnur á netinu þar sem hægt er að skrá allar framkvæmdir fasteigna. Upplýsingarnar fylgja síðan eigninni um ókomna tíð. „Hugmyndin vaknaði síðastliðið sumar þegar sonur minn ætlaði að kaupa íbúð. Sums staðar höfðu eig- endur húsanna ekki hugmynd um ástandið á mikil- vægum hlutum eins og þaki og skólpi. Þá datt mér í hug að hanna gagnagrunn þar sem húseigendur geta skráð allar framkvæmdir og halda utan um þessar upplýsingar,“ segir Þóra Jónsdóttir sem hannaði og rekur vefinn Viðhaldsbókin mín. Vefurinn er gagnagrunnur þar er hægt að skrá inn upplýsingar um framkvæmdir á fasteign notendum að kostnaðarlausu. Upplýsingarnar fylgja síðan eign- inni um ókomna tíð. Þóra segir að vefurinn henti jafn fyrir húseigendur, húsfélög og fagmenn. Eftir að hugmyndin fæddist tók Þóra þátt í Braut- argengis-námskeiði, sem er frumkvöðlanámskeið fyrir konur hjá Impru nýsköpunarmiðstöð. Á nám- skeiðinu þróaði hún hugmyndina og vann viðskipta- áætlun. Hugmyndin þótti gífurlega góð og að námskeiði loknu hlaut Þóra nýsköpunarstyrk fyrir Viðhaldsbók- ina. Þóra er sjálf eðlis- og tölvufræðingur og hefur unnið gagnagrunninn og síðuna að mestu sjálf. Nýlega fékk hún til liðs við sig Þórdísi B. Sigurþórs- dóttur sem mun aðstoða Þóru við markaðsmál. Fram- undan er frekari þróun á vefnum. Til stendur að not- endur geti hrósað þeim fagmönnum sem vinna verkið vel og einnig að fagmenn geti leitað að húseigendum sem ætla í framkvæmdir. Viðhaldsbókin mín er notendum að kostnaðarlausu en Þóra stefnir á samstarf við styrktaraðila til að geta þróað vefinn frekar. Viðhaldsbókin mín er á vefnum: www.v3.is Viðhaldið fært til bókar Fullkomnasti farsími í heimi Nokia N95 5 megapixla myndavél mp3 spilari 3 Kynslóð WLAN GPS 100 fríar stafrænar framkallanir frá Hans Petersen fylgja Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Stæsta bloggsamfélagið! Yfir 150.000 notendur!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.