Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 20
Nýleg rannsókn leiðir í ljós að iPod-spilarar geta haft trufl- andi áhrif á gangráða. Hundrað einstaklingar með gangráða og meðalaldurinn 77 ár tóku þátt í tilraun á áhrifum iPod- spilara á gangráða sem fram fór í Stofnun hjarta- og æðasjúkdóma í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að í um helmingi tilfella varð vart við raftruflanir í starf- semi gangráðsins þegar iPod var haldið um fimm sentimetrum frá brjósti einstaklings með gangráð í um fimm til tíu sekúndur. Í sumum tilfellum olli iPod truflunum í allt að 45 sm fjarlægð og í einu til- felli hætti gangráðurinn alveg að virka. Tilraun sem þessi hefur ekki verið gerð áður, aðallega þar sem ekki hefur þótt þörf á því að fæst- ir einstaklingar með gangráð eiga iPod. Hins vegar var árið 1997 gerð slík tilraun með GSM-síma. Þar kom í ljós að farsímar geta valdið tímabundnum truflunum á gangráðum og jafnvel ollið óreglu- legum hjartslætti. Með bættri tækni í gangráð- um er notendum þeirra þó tjáð af farsímaframleiðendum að GSM- símar séu hættulausir en varast eigi að geyma símann í skyrtuvasa eða beint yfir gangráðnum. Hvort það sama eigi við um iPod-spilara verður tíminn og fleiri rannsóknir að leiða í ljós. Eldri iPod notendur missa úr slag Openhand gerir notendum kleift að ná í tölvupóst í hvaða forritanlega síma sem er. Viðskiptahópurinn stækkar stöðugt. Openhand er hugbúnaðar- fyrirtæki sem sérhæfir sig í samskiptalausnum fyrir farsíma. „Við gerum við- skiptavinum okkar kleift að nálgast allar upplýsing- ar úr póstkerfum gegnum símann sinn líkt og þeir sætu við tölvuna sína,“ segir Davíð Stefán Guð- mundsson, markaðsstjóri Openhand. Einn helsti kostur Openhand-póstkerfis- ins er að hægt er að nota það í hvaða símtæki sem er svo lengi sem það er forritanlegt. „Það er orðin mjög breið lína í dag, sérstaklega hjá Nokia,“ segir Davíð. „Menn velja sér líka fyrst símtæki, svo viðbótarhugbúnað og því er nauðsynlegt að hægt sé að nýta hugbúnaðinn á sem flestum símtækjum.“ Póstforrit í símum vilja oft vera þung í vöfum og einungis bjóða aðgang að þeim upplýsingum sem í símtækinu eru. Davíð segir að svo sé ekki með Openhand. „Með Openhand færðu fullan aðgang að öllum gögnum á léttan hátt,“ segir Davíð. „Allt snýst þetta um að lækka rekstrarkostnaðinn og að bjóða lausn sem er þægileg viðbót við far- símann án þess að kosta of mikið.“ Openhand er einnig hægt að setja á fartölv- una og komast í tölvu- póstinn með aðstoð sím- ans hvar sem símasam- band er. „Þú þarft ekki að tengjast gegnum há- hraðanet sem er bæði dýrara og erfiðara,“ segir Davíð. „Þetta er því mjög nett leið ef maður þarf að nálgast póstinn sinn í bústaðn- um eða á hótelherbergi.“ Openhand er með starfstöðvar á Íslandi, Bretlandi, Ungverjalandi og Þýskalandi og samstarfsaðila í Skandinavíu og Suður-Afríku. „Það liggur 17 ára starfsreynsla að baki fyrirtækinu og viðskipta- hópurinn stækkar stöðugt,“ segir Davíð að lokum. Fullur aðgangur að tölvupósti í símanum 550 5600 Hringdu ef blaðið berst ekki - mest lesið MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttum Stöðvar 2 kl. 12: alla virka daga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.