Fréttablaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 40
Ömurlegt að skilja strákana eftir í skítnum
Nýliðar HK fengu sitt
fyrsta stig í efstu deild Íslands-
mótsins í knattspyrnu í gær eftir
litlaust jafntefli við Víkinga á úti-
velli. Gestirnir voru sprækari í
fyrri hálfleik en Víkingar voru lík-
legri til að ná sigurmarkinu undir
lok síðari hálfleiks.
Leikurinn byrjaði þokkalega
og voru það gestirnir sem voru
sprækari. Þeir fengu tvö ágæt
færi snemma leiks en Bjarni Þórð-
ur Halldórsson var vel á verði.
Besta færið í fyrri hálfleik kom þó
á 21. mínútu er Oliver Jäger átti
skalla í slá eftir frábæra fyrirgjöf
Kristjáns Ara Halldórssonar.
Leikaðferð HK gekk út á að
verjast aftarlega á vellinum en
beita svo skyndisóknum. Svo sem
skynsamleg aðferð á útivelli sem
gekk ágætlega upp. HK-ingar
voru fljótir að refsa fyrir mistök
í sóknarleik Víkinga sem máttu
þakka fyrir að hafa haldið hreinu
í fyrri hálfleik.
Frammistaða liðanna í síðari
hálfleik voru gríðarleg vonbrigði.
Það var ekki fyrr en undir lok
leiksins að varamaðurinn Björn
Viðar Ásbjörnsson fékk gullið
tækifæri til að skora sigurmark-
ið. Hann fékk boltann á fjærstöng-
inni, einn og óvaldaður, en hitti
boltann illa og Gunnleifur greip
inn í. Björn Viðar náði öðru skoti
að marki skömmu síðar en boltinn
fór framhjá.
Ólafur Júlíusson, varamaður
HK, hafði besta færi sinna manna
undir lokin er hann átti skalla að
marki eftir hornspyrnu.
Ásgrímur Albertsson, varnar-
maður HK, átti engar skýringar á
því af hverju hans menn voru svo
daufir í síðari hálfleik.
„Nei, leikurinn þróaðist bara
þannig. Ég var ánægður með
okkar leik, skipulagið á okkar leik
var gott og við vörðumst vel. Við
gáfum kannski eftir undir lokin en
í heildina fannst mér við hættu-
legri.“
Hann var þó ánægður með stig-
ið í frumraun HK. „Við hefðum
viljað vinna en sættum okkur við
þetta.“
Af frammistöðu liðanna að
dæma er ljóst að þau munu eiga í
vandræðum í sumar. Liðin skorti
allt frumkvæði og leikmönnum
tókst afar sjaldan að gera sér mat
úr sóknum sínum.
Engin skrautsýning í Víkinni
Nýliðinn Lewis Hamilt-
on er kominn með tveggja stiga
forustu í keppni ökumanna í For-
múlu eitt eftir spænska kapp-
aksturinn í gær. Felipe Massa
hjá Ferrari vann öruggan sigur
í Katalóníukappakstrinum en
Lewis Hamilton náði öðru sætinu
á undan félaga sínum hjá McLar-
en, heimsmeistaranum Fern-
ando Alonso. Hamilton er nú með
tveggja stiga forustu á Alonso
en Massa er síðan þriðji aðeins
stigi á eftir. Massa hefur nú unnið
tvær keppnir í röð.
Massa vann en
Lewis er efstur
Árbæingar voru brosmild-
ir á Kópavogsvelli í gærkvöld.
Það ekki að ástæðulausu þar sem
þeir nældu í þrjú mikilvæg stig
gegn Blikum þrátt fyrir að geta
lítið í leiknum og skapa sér sama
og ekki neitt. Blikar voru manni
færri lungann úr leiknum en voru
samt betri en Fylkismenn sem
vörðust vel.
Fyrri hálfleikur var tilþrifalít-
ill en þó var hart tekist á og ekki
gefin tomma eftir. Blikar byrjuðu
leikinn mikið mun betur og náðu
yfirráðum á miðjunni þar sem
miðjupar Fylkis Valur Fannar og
Mads – voru arfaslakir.
Vörn Fylkis var ekki mikið betri
en mikill vandræðagangur var á
varnarlínu Fylkis og til að bæta
gráu ofan á svart var Fjalar í
tómu tjóni fyrir aftan og hélt varla
einum bolta. Það átti eftir að lag-
ast mikið.
Blikum tókst ekki að nýta sér
yfirburði sína og gátu sjálfum sér
um kennt að leiða ekki í hálfleik.
Blikar voru meira að segja betri
eftir að þeir misstu Prince af velli
fyrir atvik sem gerðist fjarri bolta
og undirritaður sá ekki. Hann er
talinn hafa gefið olnbogaskot.
Blikar voru áfram betri í upp-
hafi síðari hálfleiks. Þeir sóttu
hart að marki Fylkis á 55.mín-
útu, voru nærri því að skora en þá
brunuðu Fylkismenn upp í hraða-
upphlaup. Christiansen hristi af
sér varnarmann, hljóp framhjá
Hjörvari markverði og skoraði í
tómt markið. 0-1 fyrir Fylki.
Blikar héldu áfram að stýra
umferðinni eftir markið en gekk
bölvanlegaa að skapa sér opin
marktækifæri. Það var ekki fyrr
en Gunnar Örn Jónsson kom af
bekknum um miðjan hálfleik sem
eitthvað púður kom í sóknirnar.
Fylkismenn fögnuðu að vonum
vel í lokin en þeir verða að bæta
leik sinn mikið ætli þeir sér að
gera einhverja hluti. Þeir fá tæp-
lega fleiri gefins stig. Blikar geta
borið höfuðið hátt, voru fínir í
vörn, þéttir á miðju en vantaði
kraft á seinasta þriðjungi vallar-
ins og ekki nema von þar sem þeir
voru manni færri.
„Ég er drullusvekktur með úr-
slitin en ánægður með spila-
mennskuna. Við vorum manni
færri lengi í leiknum og það sást
ekki. Þetta var meira en meðalgóð-
ur leikur hjá okkur,“ sagði Ólafur
Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks.
„Við sköpuðum ekkert minna en
Fylkir og áttum að klára okkar
færi betur. Það var meira að gera
hjá Fjalari en Hjörvari. Við áttum
meira skilið í þessum leik en svona
er þetta stundum.“
Leifur Garðarsson, þjálfari
Fylkis, var himinlifandi. „Við
komum hér í fyrra, yfirspiluðum
Breiðablik en fengum núll stig.
Þess vegna er ég himinlifandi með
úrslitin hér í dag. Þetta var svona
„play ugly and win“,“ sagði Leif-
ur léttur.
„Mér fannst við ekki rétt
stemmdir í byrjun og menn eitt-
hvað stressaðir. Við vorum í vand-
ræðum með að spila boltanum í
þessum leik og þetta gekk erfiðar
en við ætluðum okkur. Við tökum
samt stigin fegins hendi.“
Fylkir fór með þrjú stig úr Kópavoginum eftir 0-1 sigur á Blikum í gær. Blikar
voru mun betri en Fylkir gerði það eina sem Blikum tókst ekki – að skora.
Lokeren, lið Rúnars
Kristinssonar, tryggði sér áfram-
haldandi veru í belgísku úrvals-
deildinni í knattspyrnu með því
að ná 1-1 jafntefli við Zulte-War-
egem á útivelli um helgina.
Rúnar var í leikbanni í leiknum
en leikur kveðjuleik sinn á heima-
velli um næstu helgi þegar Lo-
keren tekur á móti botnliði Lier-
se SK.
Rúnar gaf það út á dögunum að
ef Lokeren slippi við umspilið þá
myndi hann kom heim strax eftir
lokaleikinn og byrja að æfa og
spila með KR í Landsbankadeild-
inni.
Lokeren öruggt