Tíminn - 18.05.1980, Qupperneq 6
6
Sunnudagur 18. mai 1980
raiy.ití
Ctgefandi Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur Ólafsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gisiason.
Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SIÖu-
múla 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495.
Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 230.- Áskriftargjald kr.;
4.500 á mánuöi.
V.
Blaöaprent.
Tímabært
innlegg
Geðverndarmál eru eitt mikilvægasta svið heil-
brigðismálanna. Fyrir nokkru var lögð fram á
Alþingi þingsályktunartillaga um heildarendur-
skoðun þessara mála með það fyrir augum að bæta
úr þvi sem á sæmilegt skipulag hefur skort til þessa.
Það er brýnt að vel sé staðið að þessum málum,
m.a. vegna þess hversu viðkvæm þau eru og mikið i
húfi ef út af ber.
Davið Aðalsteinsson alþingismaður, sem er einn
flutningsmanna þingsályktunartillögunnar, fjallaði
um þessi mál við umræðu um tillöguna á Alþingi.
Hann sagði m.a. i ræðu sinni:
,,Ég hygg að það sé ekki ofmælt að engin grein
innan heilbrigðiskerfisins eigi við að etja jafnhat-
ramma fordóma og einmitt geðheilbrigðismál. Ég
gæti trúað að margir þeirra sem heilbrigðir teljast
kveinki sér jafnvel við að tala um geðsjúkdóma
nema þá kannski i hálfum hljóðum. Þeir fordómar
sem ég nefndi eiga fyrst og fremst rætur i vanþekk-
ingu og skilningsleysi þeirra sem heilbrigðir telj-
ast. Þvi miður kemur það fyrir að sá sem leitar
meðferðar vegna andlegrar vanheilsu er litilsvirtur
og jafnvel um langan tima brennimerktur i þvi um-
hverfi sem hann lifir og starfar i. Einmitt þess
vegna veigra margir sér við þvi að leita sér hjálpar
fyrr en i óefni er komið og lækning öll verður mun
erfiðari.
Það er mjög mikilvægt að berjast gegn þeim for-
dómum sem ég áður nefndi, m.a. með stóraukinni
fræðslu. Og það þarf að vera hægt að ná til sjúkra á
byrjunarstigi. Þess vegna er opnun neyðarþjónustu
á göngudeild mjög brýn, þar sem sérhæft starfsfólk
væri til taks allan sólarhringinn; helga daga sem
virka, og fólki veittist eins auðvelt að nálgast þessa
hjálp og mögulegt væri.”
í ræðu sinni vakti Davið Aðalsteinsson athygli á
þvi að andlega vanheilsu má m.a. rekja til þeirrar
þjóðfélagsgerðar sem þjóðin býr við. Um þetta
sagði Davið m.a.:
,,í sjálfu sér þarf það ekki að vera neinum undr-
unarefni þótt ýmsir láti bugast i öllum þeim hraða,
i allri þeirri spennu og allri þeirri kröfuhörku sem
leiðir svo af sér þetta streituþjóðfélag okkar.
Við þurfum að koma i veg fyrir það að vanheilir á
geði verði fyrir aukaálagi fordóma að meðferð lok-
inni þegar þeir reyna að taka sér sess i fjölskyldu, |
atvinnu og i samfélagi.
Ég held að það væri ástæða til að leggja meiri á-
herslu á hina almennu stjórnun innan heilbrigðis-
kerfisins ásamt þvi að einfalda allt skipulag og
starfshætti og stuðla að meira samstarfi hinna
ýmsu heilbrigðisstétta. ’ ’
Heilbrigðismálin eru eitt mikilvægasta verkefna-
svið velferðarþjóðfélagsins og af öllum ástæðum
nauðsynlegt að staðið sé að þeim af myndarskap.
Þingsályktunartillagan um geðheilbrigðismál er
timabært innlegg i þær umræður sem eiga sér stað
um þessi mikilvægu mál.
JS
Erlent yfirlit
Þórarinn Þórarinsson:
Hún nær frá Eystrasalti til Alpafjalla
Forsetinn rsöir viö blaöamenn, en öryggisveröir fylgja á eftir.
ÞAÐ var á ýmsan hátt erfitt
fyrir Karl Carstens aö taka við
forsetaembættinu i Vest-
ur-Þýzkalandi, en hann var
kjörinn til þess starfs á siðastl.
sumri. A stæðan var ekki sízt sú,
að fráfarandi forseti, Walter
Scheel, haföi unnið sér miklar
persónulegar vinsældir vegna
framkomu sinnar.
Skoðanakannanir höfðu leitt i
ljós, aö mikill meirihluti kjós-
enda óskaði eftir að Scheel yrði
forseti áfram. Scheel mun lika
hafa haft áhuga á að vera það.
Kristilegir demókratar neituðu
hins vegar harðlega að kjósa
hann, en þeir höfðu einir meiri-
hluta á þeirri kjörmannaráð-
stefnu, sem velur forsetann.
Scheel hafði á sinum tima
verið kjörinn af sósialdemó-
krötum og frjálslyndum demó-
krötum, sem þá höfðu meiri-
hluta á ráðstefnunni. Það var
eins konar viöurkenning fyrir
það, að hann hafði átt manna
mestan þátt I þvi að koma á
stjórnarsamstarfi þessara
flokka, en áður höfðu frjálslynd-
ir og kristilegir unnið saman. Af
sömu ástæðu töldu töldu kristi-
legir, að Scheel verðskuldaöi
ekki, aö þeir ættu þátt i endur-
kjöri hans sem forseta.
Gaumgæfilega var athugaö,
hvort einhver af fulltrúum
kristilegra væri fáanlegur til að
kjósa Scheel, en litlu munaði.
Það gerðu leiðtogar kristilegra
sér einnig ljóst, og gerðu sitt
bezta til aö halda hjörðinni sam-
an. Það tókst. Að þessari athug-
un lokinni, tilkynnti Scheel að
hann gæfi ekki kost á sér.
I stað hans völdu kristilegir
Karl Carstens sem forseta. Á
vissan hátt var hann eins ólikur
Scheel I framgöngu og hugsazt
gat. Scheel er glaðvær og bros-
mildur og á auðvelt með að
ræða við hvern sem var. Car-
stens er þurr og hátiölegur i við-
móti og ekki við alþýðuskap.
Ef til vill stafar þetta af þvi aö
einhverju leyti, að Scheel haföi
starfað sem sölumaður og þurfti
þá á þægilegu viðmóti aö halda.
Carstens haföi lengstum verið
embættismaöur og tamið sér
heföbundna framkomu þýzkra
embættismanna.
ÞAÐ bættist svo við þetta, aö
Carstens var talinn hafa staöiö
nálægt nazistum i valdatið
þeirra. Þaö var honum til máls-
bóta, að fleiri höfðu oröið aö
vera i samtökum þeirra i upp-
vextinum. Bæði Scheel og Hel-
mut Schmidt höfðu verið skráð-
ir i æskulýössamtök nazista.
Carstens gerði sér ljóst af
framangreindum ástæðum, að
hann yrði að gripa til sérstakra
ráða eöa ráös, ef hann átti að
vinna sér hug og velvild al-
mennings I likingu við Scheel.
Forsetinn hressir sig á súpu
Sitthvað var tekið til athugunar.
Að lokum fannst ráðiö. For-
setinn skyldi fara i mikla
gönguferð eða alla leiö frá
Eystrasalti til Alpafjalla. Leið-
in, sem hann gengi, skyldi eng-
an veginn vera sú stytzta, held-
ur talsvert krókótt, svo að hann
gæti fariö um sem flest þorp og
.borgir, þótt frekar yrði sneitt
hjá stórborgum af umferðar-
ástæðum.
Forsetinn skyldi ekki stefna
að þvi að ljúka þessari göngu-
ferö I einum áfanga, enda leyfði
ekki embætti hans svo langa
fjarveru i einu. Hann skyldi i
staðinn fara i tveggja eða
þriggja daga gönguferð
mánaðarlega og ljúka göngu-
feröinni á tveimur árum. Miðað
yrði við það, að hann gengi 20-25
km á dag eftir þvi, hvernig
vegirnir væru og viökomurnar
margar. Á góðum vegi var gert
ráð fyrir, að forsetinn gengi sjö
km á klukkustund. Forsetinn
skyldi ekki láta veðráttu breyta
áætlun sinni. Stormur, regn eöa
snjókoma skyldu ekki hafa áhrif
á hana.
FRAM að þessu hefur forset-
inn fylgt áætlun sinni og ekki
látiö veöurguðina breyta henni.
Stundum hefur rignt og snjóað á
hann, en hann haldiö göngunni
áfram, eins og ekkert hafi I
skorizt. í rauninni er ekki hægt
að tala um vont veöur, segir
hann aö fenginni reynslu, ef
menn klæða sig rétt. Gangan sé
þó erfiðust, þegar mjög heitt er i
veðri.
Blaðamenn, sem jafnan eru
allmargir I göngunni með for-
setanum, telja hana hafa
heppnazt mjög vel til þessa.
Embættissvipurinn fer af íor-
setanum, þegar hann byrjar
að ganga, og framkoma hans
verður blátt áfram og alþýðleg,
þegar hann ræðir viö fólk i
sveitaþorpum og bæjum. Jafn-
an slást allmargir i för með hon-
um, auk blaðamanna og
öryggisvarða. Oft eru um 400
manns i göngunni. um 50 ellilif-
eyrisþegar hafa fylgt honum
hingað til og er einn þeirra 82
ára. Hann hefur haft þann sið að
ganga öllu hraðar en forsetinn
og orsakað þannig, að móttöku-
athafnir á vissum stöðum hafa
byrjað fyrr en ástæða var til.
Þar sem forsetinn kemur viö i
sveitum og bæjum, er honum
vel fagnað og honum sýndur
margvislegur virðingarvottur.
Hann afhjúpar minnismerki og
heimsækirsögustaði, sem þykja
sérlega merkir. Lúörasveitir og
fólk búið hátlðabúningi viökom-
andi byggöarlags tekur á móti
honum og fylgir honum úr hlaöi.
Flestir þeirra, sem vettlingi
geta valið, koma til að sjá hann
á göngunni. Yfirleitt er stefnt að
þvi að viökoma sé stutt og for-
setinn geti haldið áætlun sinni.
Annað væri óþýzkt.
Carstens forseti mun nú vera
búinn að ljúka um 400 km af
hinni ráögerðu göngu sinni.
Hingaö til hefur þetta virzt hon-
um létt, þótt hann sé orðinn 65
ára, og flest þykir benda til, aö
hann hafi ánægju af henni.
Sjálfur segir hann, að I rauninni
sé þetta I fyrsta sinn, sem hann
hafi kynnzt almenningi. Sumir
fréttaskýrendur spá þvi, að
hann verði oröinn nýr maður og
litinn öðrum augum af þjóöinni
að göngunni lokinni.
Söguleg gönguferð
þýzka forsetans