Tíminn - 18.05.1980, Qupperneq 11

Tíminn - 18.05.1980, Qupperneq 11
Sunnudagur 18. mai 1980 11 Fjallkonan á skólaskemmtun 1934. (Sigrlöur Gisladóttir i skautbúningi frú Sigriöar.) af þessum góöu konum og þeirra mikla starfi uröu mér töluvert lærdómsrikt. Minnist ég þeirra allra meö miklu þakklæti, þótt hér sé aðeins getið nafna þeirra, er staðnum stýrðu. Góðar stúlkur, sem gengu úr hlaði á vorin. Ég fæ mig ekki til þess að setja punkt aftan við þennan greinar- stUf nema segja fáíin orö um neir enduma. Ég hef kynnst þeim töluvert mörgum hverjum. Tuttuguogfimm ára námsmeyj- um og eldri hef ég mætt viðs veg- ar um landið. Margar eru búsett- ar á Austurlandi og fjölmargar i Fljótsdalshéraði. Þær róma skóla sinh og eru þakklátar. Min sann- færing er sú, að þakklæti þeirra sé verðskuldað, þvi ég sé ekki betur en þar sem þær eru lofi verkin meistarann. Tuttuguogfjögurra ára náms- meyjar og yngri hitti ég fyrst I skólanum á formannsárum min- um. Nærvera min, og einkum við skólasetningar og skólaslit, geröi það að verkum, að við eignuð- umst sameiginleg áhyggjuefni og lika gleðistundir. Og ég varð oft vitni að mikilli ástundun og elju- semi. Ég fékk einnig að sjá vtri teikn um afrekstur vetrarstarfs- ins og renndi grun i þann árang- ur, sem hvorki verður mældur t einkunnum ne markaður af mun- um þeim, sem stillt er út á sýn- ingum, nema þá óbeint. Ég held flestar hafi þær komið á haustin með þvi hugarfari að hafa gagn af skólavistinni. Og min tilfinning var sú, aö þær hefðu vissulega haft hennar nokk- ur not, þegar upp var staðið að vori. Að það voru góðar stúlkur, sem þá gengu úr hlaði á Hall- ormsstað, dró ég aldrei I efa. Þaö er mitt mat, að kennurum og nemendum á Hallormsstaö hafi jafnan verið ósýnt um að mæla tíma og telja mínútur á þann hátt, sem kjarasamningar krefjast nú til dags. Og á hús- mæðraskólunum yfirleitt hefur vinnusemin verið höfð I hávegum og nótt lögð við dag, þegar mikils þótti við þurfa. Til þroska og sálubóta A afmælum er okkur tamt að lita um öxl. örðugra er að sjá fram I timann. Um þessar mundir er gerð hér á landi alvarleg tilraun til nýskip- unar framhaldsskóla. Austfirð- ingar taka þátt I henni. Samræm- ing náms, byggðasjónarmið og efling verkmennta eru gildir þættir I hinni nýju skólagerð. Húsmæðraskólanum á Hall- ormsstað er ætlað hlutverk. Hon- um er ætlað að verða hlekkur I samfelldri keðju, og þess vænst, aö hann veiti þar þýðingarmikla þjónustu. Mér þykir einsýnt, aö þetta gangi eftir. En ef vel á að vera — hann þarf að verða ofurlitið meira. Skólinn þarf að byggjast upp sem heimili i þá veru, að þar sé að finna grið- land vetur, sumar, vor og haust fyrir þá, sem þar dveljast lengri eða skemmri tima. Gildi fastra punkta I tilverunni er ævarandi. Skógurinn er samur og fyrr. Veðráttan sömuleiðis. Og manns- höndin hefur verk að vinna — hugur bæði og hönd. Um þetta skal ekki fjölyrt. En einboöið virðist mér að fullnýta beri húsið gamla og góöa og svo umhverfiö til þroska og sálubótar sem fyrr, — I samræmi við áform þeirra, ,,sem reistu bæinn, byggöu hann.” Tvær sfðustu forstöðukonur á Hallormsstað, þær Guðbjörg og Anna Heiður, hafa staðið sinar vaktir I miklum veðraham. Þær hafa orðið að sigla krappan sjó, en þeim hefur tekist að hálsa kvikuna og verjast áföllum. Farið hefur verið inn á nýjar brautir meðan breytingarnar riöa yfir og með ágætum árangri. Nokkrum sinnum hafa valdhaf- ar gert þvi skóna að taka hús- mæðraskólann til afnota fyrir starfsemi, óskylda markmiðum frumherjanna. Austfirðingar hafa þá brugðizt hart við og vikiö til hliöar öllum slikum áformum. Nú er minnst 50 ára afmælis húsmæðraskólans að Hallorms- stað. Enn sem fyrr er fjöregg hans I höndum Austfirfiinga. Vilhjálmur Hjálmarsson Allt á sama stað Laugavegi 118 - Simar 22240 og 15700 EGILL VILHJÁLMSSON HE Auglýsið í Tímanum SÍMI 86300

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.