Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 5. júll 1980. Paul Mc- Cartney í spegli tímans Söluhæsti sönglagahöfundur i heimi er talinn vera Paul McCartney, sam- kvæmt Guinness Book Of Records. Plötuupptökur meö 43 lögum hans hafa selst i yfir 1.000.000 eintökum. Þetta er algjört heimsmet. Blaöamaö- ur spuröi Paul hvernig slikt og þvilikt gæti gerst. Hann svaraöi: — Þaö er svo misjafnt hvernig gengur. Ég hef töluvert fyrir sumum lögunum, en önnur koma eins og af sjálfu sér. Ég gett.d. nefnt lagiö Yesterday, sem var eitt alþekktasta „Bitla-lagiö”, þaö kom til min 1 draumi. Ég vaknaöi eld- snemma einn morgun meö lagiö i höföinu, ég flýtti mér i planóiö og spil- aöi þaö frá upphafi til enda, en textinn kom svo smátt og smátt. Yesterday er taliö eitt af þeim lögum, sem oftast hafa veriö spiluö inn á plötur og af flestum aöilum, allt frá skólahljóm- sveitum til sinfóniuhljómsveita. Þegar lag veröur þannig til eins og þaö sé leikiö inn i höföi manns, þá er engu lfk- ara en maöur sé nokkurs konar miöill, Paul McCartney og Linda kona hans vilja nú oröiö heist vera á búgaröin- um i Skotlandi. eins og tónlistin komifrá öörum heimi. Breska Bitlahljómsveitin leystist upp, eins og kunnugt er, en Paul McCartney hefur komiö sér upp mjög vinsælli hljómsveit, „Wings”, sem hann semur lög fyrir nú. Linda eigin- kona hans er hans stoö og stytta og leikur hún lika I hljómsveitinni. Þau eiga fjögur börn og vilja helst vera meö þeim á búgaröi sem þau eiga i Skotlandi. Paul segir, aö Linda sé svo mikil sveitakona. aö henni væri áreiö anlega sama, þótt hún væri alltaf I ró og næöi viö bústörfin, en þaö sé alltaf einhver órói sem gripi sig, svo þau fari i hljómleikaferöir og I flakk um heim- inn. —f Ég verö aö fara aö átta mig á þvi, sagöi Paul, aö ég er oröinn þaö rikur aö ég get meö góöu móti dregiö mig i hlé og hugsaö aöeins um heimil- iö, og búiö svo til lög, þegar andinn kemur yfir mig til þess. Kannski verö- ur þetta fyrr en varir, flökkulifiö fer aö missa ljómann hvaö af hverju. komst í heimsmeta- bók Guinness bridge Þaö er algengt aö spilarar finni réttu vinningsleiöina I spili, en sjáist um leiö yf- ir aukamöguleika, sem bæta leiöina stór- lega. Noröur. S. K8 H. DG10752 T. 952 L. 85 Vestur. Austur. S. G1042 S.A3 H.AK94 H. 863 T. G T.63 L.D1063 L.AG9742 Suöur. S. D9765 H. - T. AKD10874 L. K Suöur spilar 5 tigla án þess aö andstæö- ingar hafi hætt sér inná sagnir, og vestur spilar út hjartaás, sem suöur trompar. Ef spaöinn er 3-3 og tigullinn 2-1 er spiliö ekki Ineinni hættu, en ef spaöinn liggur ver, er alltaf sá möguleiki fyrir hendi aö vestur eigi spaöaás. Þá er spaöa spilaö á kóng- inn, vestur má ekki stinga upp ásnum, og hjartadrottningu spilaö og laufkóng hent I. Ef tigullinn liggur 2-1 er spiliö nú staöiö. En ef legan er eins og sést aö ofan ganga þessar leiöir ekki. En þá kemur auka- möguleikinn til sögunnar. Aö tigulgosinn sé stakur. í öörum slag er tekiö á tigulás- inn. Ef tigulgosinn kemur ekki er spaöa spilaö á kónginn eins og lýst var áöur. En ef tigulgosinn kemur er næst spilaö tigli á niuna og hjartadrottningu spilaö frá blindum og laufkóng hent i. Þá er hægt aö henda tveim spööum niöur I hjarta og trompa einn. , ,Blikkbelj urnar ’ ’ fengu fyrir ferðina Náttúruverndarmenn í Stuttgart F Vestur-Þýska- landi hafa barist mikið f yrir því, að fá græn svæði í miðborginni, og segja að þá breyti borgin alveg um svip og verði öll miklu vinalegri. Til að sanna mál sitt fóru sjálfboðaliðar á stað og urðu sér út um grasþökur, fluttu þær inn í miðborg Stuttgart og þöktu eitt bílastæði með þeim — til að sýna borgur- unum hvernig „græna byltingin" hressti upp á strætin, eins og forsvarsmaður þeirra sagði. Náttúruverndarmennirnir létu ekkert standa í vegi fyrir þessu áformi sínu, ekki einu sinni nokkra bíla, sem voru staðsettir á torginu, Allt var tyrft! krossgáta 3345. Lárétt 1) Vegurinn. 6) Dugleg. 7) Komast. 9) Úttekiö. 10) Kaup. 11) Korn. 12) Baul. 13) Muldur. 15) Hlutavelta. Lóörétt 1) Fjötrast. 2) Keyr. 3) Afkvæmi. 4) Nes. 5) Systurina. 8) Afar. 9) Veik. 13) Varö- andi. 14) Kusk. Ráöning á gátu No. 3344 Lárétt 1) Glundur. 6) Mal. 7) LL. 9) As. 10) Tigl- ana. 11) At. 12) An. 13) Nam. 15) Akær- una. Lóörétt 1) Galtará. 2) Um. 3) Naglfar. 4) DL. 5) Rósanna. 8) Lit. 9) Ána. 13) Næ. 14) MU. — Þetta er allt I lagi, yfirlög- regluþjónn. Jónatan aöstoöar- yfirlögregluþjónn hefur náö taki á haianum á honum. — Aö sjá aftan á hana I þessum siöbuxum hefur hresst mig ein- hver ósköp, ég er bara komin i gott skap!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.