Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 5. júli 1980. Mw Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurösson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur Ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiriksson. Aug- iýsingastjóri: Stelngrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýslngar SIBumúla 15. Slmi 86300. — Kvöldsimar blaóamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verft I lausasölu kr. 250 Askriftargjald kr. 5000 á mánuði. i Blaöaprent. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Hve lengi nýtur Pol Pot viðurkenningar? Átök milli Víetnama og Thailendinga Flugleiðir Það var rétt ráðið af flugmönnum að verða við til- mælum Steingrims Hermannssonar samgöngu- málaráðherra og fresta verkfalli þvi, sem þeir höfðu boðað i dag. Eftir stendur enn sú hótun þeirra, að efna til verkfalls næsta laugardag. Væntanlega kemur ekki heldur til verkfalls þá. Frá sjónarmiði leikmanna eru Flugleiðir búnar að ganga svo langt til móts við flugmenn, að eftir er svo litill munur á tillögum fyrirtækisins og upphaf- legum óskum flugmanna, að það getur ekki réttlætt verkfall. Það hlýtur að vera hægt með sæmilegum vilja að jafna þann mun. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að Flugleið- ir hafa staðið höllum fæti undanfarin misseri og hafa þó sennilega aldrei staðið hallari fæti en nú. Þvi valda ýmsar augljósar ástæður. Fyrst er að nefna hina stórauknu samkeppni á flugleiðinni milli Bandarikjanna og Vestur-Evrópu. Þar er flugfargjöldum haldið svo lágum, að ber- sýnilega er stefnt að þvi af stærri flugfélögunum að losa sig við minni félögin, sem ekki hafa bolmagn til að halda hlut sinum i slikri keppni. í öðru lagi er að nefna hinar stórfelldu hækkanir á oliu, sem hafa reynzt flugfélögum þungar i skauti og aukið mjög rekstrarkostnað þeirra. I þriðja lagi er svo það, sem sennilega vegur þó þyngst, en það er verðbólgan hér innanlands. Hún hefur á margvislegan hátt haft óhagstæð áhrif á reksturinn. Þó hún hafi ekki leikið Flugleiðir eins grátt og hraðfrystihúsin, hefur hún stórlega lamað rekstur fyrirtækisins. Við þetta allt kunna svo að bætast umdeildar á- kvarðanir stjórnar fyrirtækisins og ófyrirsjáanleg óhöpp, eins og i sambandi við DC-10 þotuna. Stjórn Flugleiða hefur orðið að gripa til þess vegna rekstrarörðugleika af framangreindum á- stæðum, að segja upp allstórum hluta af starfsfólki og fleiri uppsagnir geta verið á döfinni. Mikil hætta er á þvi, að flugið milli Bandarikjanna og Vestur-Evrópu leggist að mestu eða öllu niður innan skamms tima, ef rekstrarstaðan batnar ekki. Það mun hiklaust mega fullyrða, að þessi yrði niðurstaðan, ef nú kæmi til verkfalls hjá Flugleið- um, þótt ekki væri nema i einn dag. Það myndi verða slikt vatn á myllu keppinauta þess, að þeir gætu ekki óskað eftir öðru frekar. Fyrir þessa aðila væri þá auðvelt að halda þvi fram, að flugáætlun hins islenzka flugfélags væri ekki að treysta. Far- þegar, sem hefðu ætlað að ferðast með Flugleiðum, myndu þvi leita annað. Það er jafnvel fullyrt, að verkfallsboðunin nú hafi orðið til verulegs tjóns. Forustumenn Loftleiða sýndu mikið framtak og dugnað, þegar þeir byggðu upp flugið milli Ameriku og Evrópu. Slikt hefði þó ekki tekizt, ef þeir hefðu ekki notið góðrar samvinnu við flugmenn. íslenzka flugmannastéttin hefur unnið sér gott orð á er- lendum vettvangi og átt sinn þátt i þvi, að islenzk- um flugfélögum hefur verið treyst. Það væri mikil sorgarsaga, ef ágreiningur milli þeirra og stjórn- enda Flugleiða, sem virðist nú að mestu jafnaður, yrði til þess, að Altantshafsflug íslendinga legðist niður og veruleg fækkun yrði sökum þess i islenzku flugmannastéttinni. Það er áreiðanlega krafa þjóðarinnar til beggja aðila, að slikt komi ekki til sögu. Þ.Þ. Nguyen Co Thach utanrlkisráöherra Vletnam SIÐASTLIÐINN miövikudag birtist grein I The Times í Lon- don eftir fréttaritara Reuters, Bernard Melunsky, sem hann sendi frá Phnom Penh, höfuö- borg Kampuchea, daginn áöur. t grein þessari segir Melunsky, sem er kunnur mál- um austur þar, aö jafnan hafi veriö grunnt á þvl góöa milli Víetnama og Kampucheana. Þó sé efalaust, aö hinir slöarnefndu kjósi heldur aö búa viö hernám Vletnama en aö fá aftur yfir sig ógnarstjórn Pols Pots og rauöu kmerana (Khmer Rouge). Pol Pot og fylgismenn hans brutust til valda I Kampuchea I april 1975 og fóru meö völd þangaö til I janúar 1979, þegar Vletnamar geröu innrás og náöu mestum hluta landsins á vald sitt. A þessum fjórum árum rikti sllk ógnarstjórn I Kapu- chea, aö vafasamt er, hvort dæmi um annaö eins sé finnan- legt. Þess vegna fögnuöu flestir Kampuchear, sem eftir liföu, þegar hinir fornu féndur þeirra, Víetnamar, steyptu Pol Pot af stóli. En Pol Pot var ekki vinalaus. Klnverjar veittu honum stuön- ing, þótt þeir fordæmdu stjórn hans. Þeir höföu not af honum til aö veikja Vletnam. Fyrir aö- stoö þeirra hefur rauöu kmer- unum tekizt aö halda yfirráöum yfir nokkru landssvæöi I Kampuchea, þar sem erfitt er til sóknar. Þangaö hafa Kln- verjar sent þeim hergögn og vistir, sem flutt hafa veriö um Thailand. Til þess aö hljóta ekki óvináttu Kinverja, hafa stjórn- arvöld Thailands haldiö áfram aö viöurkenna stjórn Pols Pots sem hina löglegu stjórn Kampuchea, og haft ýmis skipti viö hana. Thailand hefur jafn- framt beitt sér fyrir þvi, aö önn- ur rlki viöurkenndu áfram stjórn Pols Pots. Meðal annars hefur hún notiö fylgis Banda- rikjanna, sem enn hafa ekki sætt sig viö ósigurinn I Vietnam. Fyrir tilverknaö Thailands, Kina og Bandarlkjanna sam- þykkti slöasta allsherjarþing Sameinuöu þjóöanna aö viöur- kenna stjórn Pols Pots áfram. Hins vegar var ákveöiö aö viöurkenna ekki stjórn Amins I Uganda, enda þótt her Tanzanlu heföi hrakið hana frá völdum og ógnarstjórn Amins væri svipur hjá sjón 1 samanburöi viö stjórn Pols Pots. VEGNA styrjaldarátakanna milli Vietnam og rauöu kmer- anna hefur fjöldi manna flúiö frá Kampuchea og þá aöallega til Thailands, og hafzt þar viö 1 flóttamannabúðum. Vegna hernaöarins hefur uppskera eyöilagzt eöa veriö eyöilögö I mörgum héruöum. Þess vegna hefur rlkt hungursástand I Kampuchea slöustu misseri. Sameinuöu þjóöirnar og ýmis hjálparsamtök hafa reynt aö koma til aöstoöar og oröiö tals- vert ágengt. Þaö hefur þó tor- veldað mjög starf þeirra, aö þau hafa ekki getaö haft eðlileg skipti viö stjórn Hengs Sanrin, sem Vietnamar settu á laggirn- ar I Phnom Penh, þar sem hún er ekki hin viðurkennda stjórn landsins, þótt hún ráöi yfir meginhluta þess. Síöustu tvær vikur hefur kom- iö til nokkurra vopnaviöskipta á landamærum Thailands og Kampuchea milli hersveita Thailendinga og Vietnama. Thailendingar halda þvl fram, aö Vletnamar hafi sótt allt aö þvl 3-5 km inn I Thailand til aö gera usla I flóttamannabúöum þar. Vietnamar mótmæla hins vegar þvl, aö þeir hafi sótt yfir landamærin, heldur séu þeir aö- eins aö reyna aö loka þeim til aö reyna aö koma I veg fyrir aö skæruliöar, sem stjórn Pols Pots er aö þjálfa i búöum I Thai- landi, komist inn I landið. Erfitt er aö dæma um hvaö er rétt I þessum sögum, en flestum fréttaskýrendum ber þó saman um, aö ekki sé hér um aö ræöa upphaf aö innrás Vietnama I Thailand, heldur átök vegna þess ótta ^ietnama aö veriö sé aö þjálfa skæruliöa I Thailandi. ANDREW Nagorski. frétta- stjóri Newsweek I Hong Kong hefur nýlega veriö á ferö um lönd Indo-Kina. Niöurstaöa hans er sú, aö ætli Bandarikin og Suöur-Asiubandalagiö (Thai- land, Indonesia, Singapore, Malasia og Filippseyjar) aö fylgja raunsæisstefnu, veröi þau aö falla frá þeim kröfum, aö Vletnamar hverfi frá Kampuchea og aö hlutlaus stjórn komi til valda I Phnom Penh, en gegn þessu er þvl heit- ið, að stjórn Pols Pots veröi svipt viöurkenningu. Nagorski telur, aö Vletnamar hvorki vilji né geti fallizt á þetta. Þaö geti hins vegar oröiö áfangi til aö leysa þessa deilu til frambúöar, aö hætt veröi aö viöurkenna stjórn Pols Pots og tekiö veröi upp fullt stjórnmála- samband milli Bandarlkjanna og Vletnam. Ef til vill, geti Vlet- namar hugsaö sér undir sllkum kringumstæöum aö fallast á einhverjar breytingar á stjórn- inni I Phnom Penh. Jafnvel sé þá ekki útilokað, aö Vletnamar geti fallizt á einhverja þátttöku Sinhanouk prins I henni. Heng Sanrin kalli Sinhanouk aö vlsu svikara og öörum illum nöfnum en Vietnamar fari mildari orö- um um hann. Innan Suöaustur-Aslubanda- lagsins (ASEAN) viröist oröiö gæta nokkurs skoöanaágrein- ings um þessi mál. Thailand og Singapore eru andvig samskipt- um viö Vletnam, en Indonesla og Malasla vilja reyna aö bæta sambúöina, en þessi lönd eru fráhverfari Kína en hin fyrr- nefndu. Nguyen Co Thach utanrlkis- ráöherra Vletnams var nýlega á ferö I Indónesiu og er taliö aö honum hafi ekki veriö tekiö illa Veröur samkomulag um Sihanouk? þar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.