Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 7
Laugardagur 5. júll 1980. 7 Stefnumótun í iðnaðar- málum næsta áratuginn Framtíðarhorfur Sérstakur hluti ráöstefnunnar varðaði framtiðarhorfur næstu tvo áratugi og að sjálfsögöu var mikiö rætt um vandamál og tæki- færi framtiðarinnar á öllum þátt- um ráðstefnunnar. Hér verður reynt að telja upp þaö markverð- asta: 1. A grundvelli ýtarlegra athug- ana á vegum OECD (Inter- futuresathugunin) og annarra stofnana, UNIDO, o.fl., kom sú skoöun almennt fram, að ekki væri að vænta neinna sérstakra vandamála fyrir efnahagsvöxt af völdum raunverulegs orku- og hráefnisskorts eða um- hverfisáhrifa, svo sem boðaöur var af höfundum „Limits to Growth” eða „Club of Rome”. Hins vegar getur oröiö tima- bundinn og svæðisbundinn skortur af völdum stjórn- málalegra og skipulagslegra aðstæðna, og liklegt er að aðlögun aö breytilegum kostn- aöarhlutföllum og alþjóðlegum félagslegum og efnahagslegum viðhorfum geti reynst mjög óþægileg. Hin stjórnmálalegu áhrif og áhættur eru miklu meiri en hinar náttúrulegu tak- markanir. 2. Llklegt er aö næstu ár einkenn- ist af alþjóðlegri togstreitu milli Austurs og Vesturs og milli Suðurs og Noröurs og jafnvel innan rikja þriðja heimsins I átökum um orku og hráefni og viðskiptalega að- stööu. 3. Ef tekst að foröa stórslysum I alþjóöasamskiptum er spáð áframhaldandi hægum vexti I iönvæddum löndum, 3 1/3% á ári að meðaltali og um 4,5% að meöaltali I heiminum I heild. Þá er spáð að orkunotkun I OECD-löndunum dragist hlut fallslega saman og verði 11/2% á ári, en hún óx áður I sama hlutfalli og aukning fram- leiöslu. 4. Þáttur nýiönvæddra og þróun- arrlkja I heimsviðskiptum mun fara vaxandi og verða einn aöaláhrifavaldur framleiðslu og viöskipta á næstu árum. Ahrifin felast I stórfelldri til- færslu framleiðslunnar milli svæða og aukinni tæknivæðingu og margbreytni framleiðslunn- ar I iðnvæddum rlkjum. 5. Arangur og samkeppnishæfni þróaðra landa mun byggjast á þvl hve vel þeim tekst til að að- lagast breyttum aöstæðum og þróa nýja tækni (þ.m. færa út mörk tækniþekkingar). I þessu sambandi komi m.a. fram eftirfarandi sjónarmið um leiö- ir og viðbrögö: — stjórnvöld þurfa að greiða götu aðlögunar og rækta þann sérstaka hugsunarhátt, sem aölögunin krefst ef ekki eiga að rlsa óþægileg félags- leg vandamál — skapa þarf aðstæður og að- búnað fyrir atvinnurekstur, sem laðar fram frumkvæði og áhættuvilja og gefur kost á launum að verðleikum — menntakerfið þarf I vaxandi mæli að miöast við að auka sveigjanleika (fullorðins- fræðsla, starfsþjálfun, fræösla á nýjum tæknisvið- um (örtölva, upplýsinga- tækni)) — Ihlutun rlkis I atvinnulif þarf að beinast að þvi að aöstoöa við breytingar, en ekki verja hnignandi greinar og fyrir- tæki. Ekki er spurt hvortum opinbera ihlutun veröur aö ræða heldur á hvern hátt og Ihvaða mælihún verður — lög og reglur um atvinnu- rekstur og eftirlit með fram- leiðslu þurfa að miðast við að hindra ekki framfarir eða draga úr frumkvæði og vilja. — tækniþróun og nýsköpun verður i vaxandi mæli óað- skiljanlegur þáttur i mótun efnahagsstefnu — llklegt er aö endurskoða þurfi aðgerðir I peningamál- um i viðureign við veröbólgu til að koma I veg fyrir að sllkar aðgeröir hindri aðlög- un og nýsköpun 3. hluti — smá og meöalstór fyrirtæki hafa sýnt sig standast breyttar samkeppnisaðstæð- ur en stórfyrirtæki og eiga auðveldara meö að aðlaga sig, hafa meiri hæfni til ný- sköpunar og hafa hagstæðari áhrif á þróun byggðar. Lik- legt er að þáttur stórfyrir- tækja, þ.m fjölþjóðafyrir- tækja i iðnaði fari minnk- andi. Þó geta kaup og sala á smáfyrirtækjum fariö vax- andi og haft gagnstæð áhrif. — „nische” stefna (sérgreining á grundvelli þekkingar, gæða, þjónustu, o.s.frv.) verður vaxandi þáttur þeirrar sérhæfingar sem fylgir aðlögun á komandi ár- um, þar sem hvert fyrirtæki reynir að skapa sér sérstöðu i samkeppni — nú þegar veröur vart til- hneigingar til að tæknivædd smáfyrirtæki flytjist frá stórborgunum og framleiðsl- an úreitist i stað þess að þjappast saman eins og áöur gerðist. Er þetta talið svar viö hækkandi feröakostnaði til og frá vinnustaö og vanda- málum stórborga. Sömuleið- is hefur rafeinda- og fjar- miðlunarvæöing i fyrirtækjum haft slik áhrif. Stórverk- smiðjur bjóða nú I vaxandi mæli út framleiðslu á hlutum (komponentum) til smá- fyrirtækja, jafnvel fjöl- skyldufyrirtækja.i þeim til- gangi að leysa ýmsan félags- legan vanda sem fylgir stór- um vinnustööum. 6. Einkenni þróunar I einstökum greinum iönaðar mun mótast mjög af strukturbreytingu, sem felst i þvi að hinar hefð- bundnu greinar iðnaðarland- anna munu I vaxandi mæli flytjast til landa sem skemmra eru komin og þar sem laun eru lægri. Hluti fyrirtækja i hverri grein mun þó standast sam- keppnina meö breytingum á tækni og sérstööu i skjóii gæða, þjónustu og þekkingar á sér- stökum þörfum þeirra mark- aða sem þau þjóna. örtölvur og rafeindabúnaður munu gegna ört vaxandi hlut- verki i tæknivæðingu og sér- hæfingu, bæði sem þættir I vörutegundum og i endurbótum á iðnaðarferlum. 7. örtölvu- og rafeindabyltingin veröur að likindum ekki eins hröö og þjóðfélagslega rask- andi eins og ýmsir hafa spáð. Ýmis konar tregða af félags- legum og efnahagslegum ástæðum veldur þessu. Sömu- leiðis er þvi spáð að örtölvu- og rafeindatækni muni ekki valda stórfelldu atvinnuleysi, heldur einmitt greiöa götu aölögunar og sérhæfingar. Taliö er að þessi nýja tækni geti dregiö úr fjárfestingarkostnaöi og orku- þörf og bætt nýtingu fram- leiðsluþátta umtalsvert. Jafn- framt mun þáttur upplýsinga og „þekkingarþjónustu” fara vaxandi og er þetta nú talin nánast sérstakur atvinnuvegur sem vex örar en flestar aðrar greinar. 8. Til lengri tlma litiö mun ör- tölvu- og rafeindatæknin hafa veruleg áhrif á lifnaðarhætti og samgöngur. Meðal annars er llklegt að dragi verulega úr feröa- og flutningsþörf, sem leiöa mun til verulegs orku- sparnaöar. Samtimis þessu gætu hin fornu félagstengsl fjölskyldu og smásamfélaga eflst aftur. Félagsleg atriði iðnþró- unar Svo sem fram kemur af ofan- sögðu var megintema ráðstefn- unnar aðlögun að hinni nýju skip- an efnahagsmála og þörfin fyrir „jákvæðar” aðgerðir til að treysta grundvöll áframhaldandi efnahagsframfara. Það var þvi ekki mikiö um raddir sem bentu á hliöaráhrif iönþróunar og raunar gengiö út frá þvl aö aögerðir til umhverfisverndar væru þegar mótaðar. Áhyggjur af umhverfis- málum og þurrð auölinda komu litið sem ekkert fram. Þvert á móti var talið að ekki væri um raunverulegar takmarkanir að ræöa I fyrirsjáanlegri framtið. Vandamál þróunar á næstu árum væru fyrst og fremst af stjórn- málalegum toga spunnin. Um eignaraðild og félagsleg átök var lltiö rætt, aö þvi undan- teknu að breskur hagfræöingur og þingmaður I verkamannaflokkn- um, Steve Holland, taldi að draga mætti verulega úr veröbólgu með eignaraðild og Ihlutun hins opin- bera i stórfyrirtækjum (meso-economies) og stóraukn- um opinberum framkvæmdum og innkaupum til aö auka fram- leiöslu og lækka einingarverð fyrirtækja. Um hlutverk og áhrif heildar- samtaka launþega var nokkuö rætt I einum starfshöpi á ráð- stefnunni. Kom þar fram, að völd og áhrif heildarsamtaka heföu náð hámarki sinu. Sérstaklega var taliö að dregiö hefði úr hinni „höröu verkalýðsstefnu”, og launþegasamtök væru nu fúsari en áður að aðlagast breyttum að- stæðum á vinnumarkaöi. Sömu- leiðis var talið að sú aölögun tengdist gjarnan aðstæðum á ein- stökum vinnustöðum og hlutverk samtaka starfsliðs á hverjum stað færu því vaxandi. Yfirleitt virtist ekki koma sér- stakur ágreiningur frá fulltrúum launþegasamtaka gagnvart meginviðhorfum ráðstefnunnar. I aðalatriðum voru þau staðfesting á grundvallaratriðum klasslskrar hagfræði um almennan aðbúnað atvinnulifs, þýðingu markaðsafla og dreifðrar ákvarðanatöku um framleiðsluna. Þó var staöfestur sá mikilvægi fyrirvari að hlut- verk hins opinbera væru nú ótvi- rætt að greiða fyrir aðlögun og hvetja nýsköpun I ljósi þeirra breytinga á framleiðslukerfum heimsins, sem nú stæðu yfir. Menn virtust sammála um að bein rekstraraðstoð við hnignandi greinar væri örþrifaráö. Hin „já- kvæða aðlögunarstefna” boðuð af OECD virtist hins vegar fá góðan hljómgrunn á ráðstefnunni. Frásögn af alþjóð- legri ráðstefnu á veg- um OECD landanna Áfengisvarnaráð Stj ór nmálamenn göngu umbaráttu Forystumenn stjórnmálaflokka á Norðurlöndum taka nú einhuga undir áskoranir til fólks þess efnis aö sérhver dragi úr áfengisneyslu — hvar I flokki neytenda sem er. Byggt er á þeirri niöurstöðu vlsindamanna, sem m.a. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO), viöurkennir, aö nauðsyn- legt sé að minnka heildarneyslu ef hugsað sé til að draga úr þvi tjóni er af áfengisneyslu hlýst. Norðmenn, Sviar og Finnar hafa ákveðið aö fylgja fram áfengismálastefnu er byggist á að beita ákveðnum hömlum jafn- framt þvi sem fólki verður ræki- lega kynnt hvers vegna til þess- ara ráða sé gripið. I Noregi hafa þingmenn gengið fram fyrir skjöldu og tekið saman höndum um að vinna gegn áfengisneyslu. Forystumenn þingflokka hafa undirritað ávarp það er hér fylgir og þrir þing- menn höfðu samiö. Einnig er stefnt að þvi að hrinda af staö viðamikilli herferð með haustinu sem hafi aö mark- miði aö kynna hættur þær er áfengisneyslu fylgja og kosti þess að draga úr neyslu eða hafna áfengi alfariö. Þegar hafa verið haldnir fundir meö forsvarsmönnum rlkisstofn- ana, er annast fræðslu og upplýs- ingamiðlun, — menntamálaráðu- neyti vegna skólanna, félags- málaráðuneyti með heilsugæslu- stöðváí I huga og fjármögnun —, rikisfjölmiðla til dagskrárgeröa og Upplýsingaþjónustu rlkisins. öllum fjölmennum félagasam- tökum I landinu verður boðið aö lýsa stuðningi við baráttuna gegn áfengi meö undirskriftum formanna, svo og stjórnmála- flokkum þeim sem ekki eiga full- trúa á þingi. Astæða er til að vekja athygli á þvl að eftir samþykkt þings WHO er æ vlöar lögð áhersla á að það sé áfengisneysla sem sllk sem beina verði spjótum að en áður var gjarna eingöngu rætt um að koma þyrfti I veg fyrir misnotkun áfengis. Tekið er miö af þeirri einföldu staðreynd aö „bruk avler ' misbruk”, þ.e. áfengisneyslu fylgir ávallt misnotkun, þvi minni sem áfengisneysla er þeim mun færri verða háðir áfengi og þeim mun minna tjón hlýst af áfengis- notkuninni I samfélaginu. Hérlendis hefur skynsamleg áfengismálastefna átt erfitt upp- dráttar. Aö vlsu hefur skilningur á högum ofdrykkjufólks aukist en aðrir þættir áfengisvandans, sem eru, að þvi er rannsóknir benda til, miklum mun gildari en bág- indi aikóhólista, setiö algerlega á hakanum og mætt skilningsleysi og jafnvel andstööu ráöamanna. Ýmsar ákvaröanir stjórnvalda á siðustu árum eru I beinni and- stöðu við tilmæli WHO, — svo sem lenging sölutlma vlnveitingahúsa og fjölgun þeirra. Skráð áfengisneysla á mann hérlendis miðaö við 100% áfengi var 1.79 1 aö meöaltali árin 1957- 59 en 3.091 1977-79. Óskráð neysla hefurog aukist aö mun. 1979 jókst áfengisneysla um tæp 10% miöað við árið áður. „ Barátta gegn áfengi. Afengisneysla hefur meir en tvöfaldast I Noregi á slöustu 20 árum. Það hefur leitt til að æ fleiri hafa orðiö fyrir tjóni af völdum áfengis, til félagslegs misréttis, afbrota, ölvunar viö akstur og slysa. Aukinni neyslu fylgir aukið tjón. Astandið verður ekki bætt nema til komi breyting á venjum okkar og háttum. hafa for- Alvarleg ógnun við gró- andi þjóðlif. Aukin áfengisneysla eykur álag á þá er annast heilbrigðis- og fé- lagslega þjónustu, á fanga- geymslur og meöferöarstofnanir. Við þaö bætist hin mikla félags- lega, efnalega og mannlega neyö sem er hlutskipti einstakra of- drykkjumanna og fjölskyldna þeirra og verður að litlu leyti I töl- um talin. Vaxandi áfengisneysla leiðir til sllks tjóns að viö veröum nú þeg- ar að snúast af alefli gégn henni. Víðtækar rannsóknir I mörgum löndum sýna náið samband milli heildarneyslu áfengis I samfélag- inu og tjóns er af henni hlýst. Ef stefnt er að þvl aö draga úr áfengistjóni veröur þvl að minnka heildameyslu áfengis. Við verðum að gera öll- um þetta ljóst — við verðum að taka ábyrgð- ina á okkar herðar. Það er nauösyn samstöðu á breiöum grunni um baráttu gegn áfengi.Allir verða aöleggja sitt af mörkum. Þeir er telja sig neyta áfengis I hófi veröa aö axlasinn hluta ábyrgðarinnar til aö raun- verulega dragi úr heildarneyslu. Það getur ekki orðið með ööru móti en því að hver og einn endur- skoöi áfengisneysluvenjur slnar gagngert. ölvun má ekki leysa nokkurn mannundan ábyrgö á eigin verk- um. Sérstök ábyrgö hvilir á full- orönu fólki. Fordæmi þess er mikilvægt fordæmi ómótaðri æsku og hefur þau áhrif er úr skera um viðhorf ungmenna til áfengis. Samvistir fólks og fé- lagsleg samskipti krefjast ekki áfengis. Upplýsingamiðlun og áskoranir um viðhorfsbreytingu eru ekki nægileg til að draga úr heildar- neyslu. Alþjóöaheilbrigðisstofn- unin hefur eindregiö beint þvi til aðildarþjóða að þær beiti öllum tiltækum ráöum til að ná þvl marki. Brýn nauðsyn er aðgeröa af hálfu samfélagsins og sérhvers þjóöfélagsþegns . j0 genkow Johan J Jakobsen Berge Furre Gro Harlem Grundtland Kare Kristiansen Hans Hammond Rossbach.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.