Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 8
8
Laugardagur 5. júll 1980.
Glæsileg
Björgvinj-
Anders Bjarne Fossen: Bergen
Bys Historie. Bind II. Borger-
skapets By 1536 — 1800.
Universitetsforlaget 1979.
XVI + 934 bls.
Universitetsforlaget norska
hefur nú hafið útgáfu fjögurra
binda verks um sögu Björgvinj-
ar. Bindin koma út i þeirri röð
sem höfundar eru tilbúnir með
handrit sln og er annað bindi nú
komið út og önnur tvö munu
væntanleg innan árs. Höfundur
annars bindis, Anders Bjarne
Fossen, er háskólakennari i
Björgvin og mun hann mörgum
íslenskum fræðimönnum að
góðu kunnur.
Þetta bindi nær frá siðskipt-
um I Noregi og fram til 1800. A
þessu timabili breyttist
Björgvin úr hálfþýskum Hansa-
bæ I norska borg. Þegar sagan
hefst er Björgvin enn lang-
stærsta borg I Noregi. Um það
bil sem siðskiptin urðu þar I
landi voru ibúar Björgvinjar,
lauslega áætlað, 6 — 7000, en I
næststærstu borg landsins,
Þrándheimi bjuggu þá um 2000
manns og um 1000 I Osló.
En Björgvin var enn ekki
norsk nema að hluta. Þýskir
hansakaupmenn voru enn nær
allsráðandi I verslun og um 1530
er taliö að um 2000 Þjóðverjar
hafi búið I bænum. Þeir bjuggu
útaf fyrir sig, lutu lögum og
reglum hins volduga verslunar-
og sigiingasambands sins, og
umgengust norska Björgvinjar-
búa mjög takmarkað. Um það
bil sem sagan hefst var veldi
hansasambandsins komið á
fallanda fót og áhrif Þjóðverj-
anna fóru mjög dvinandi. Visir
að norskri borgarastétt var tek-
inn að myndast og það var ein-
mitt sú borgarastétt sem varð
undirstaðan aö velgengni
Björgvinjar á þvi timabili, sem
hér er fjallað um.
Höfundur skiptir verkislnul
fjóra hluta, sem hver skiptist
svoaftur I marga kafla. Alls eru
kaflar bókarinnar 44, auk loka-
oröa, ýtarlegrar heimildaskrár,
nafnaskrá o.sv. frv.
Fyrsti hluti bókarinnar ber
yfirskriftina: Et Kontor I
Stagnasjon — Et Borgerskap I
Vekst 1536 — 1568.
1 þessum hluta segir frá þvi,
hvernig verslun og annarri
starfsemi hansasambandsins
hnignaði I Björgvin á téðu tlma-
bili og jafnframt frá þvi, hvern-
ig norskum kaupmönnum óx
smám saman ásmegin uns þeir
gátu fyllt það skarð, er hansa-
menn skildu eftir. Hér er ýtar-
Af bókum
lega fjallaö um verslun Björg-
vinjarkaupmanna viö norður og
vestur Noreg, sagt frá verslun-
artilskipunum og leyfum, sam-
keppni Björgvinjarkaupmanna
við kaupmenn úr öðrum borg-
um, og mjög greinargóður og
skemmtilegur kafli er um vöxt
og viðgang slldveiða og um
timburverslun, en hvorttveggja
má telja til undirstööuatvinnu-
greina Björgvinjarmanna á
þessu skeiði. Einnig er góð grein
gerð fyrir flota Björgvinjar-
manna á árinu 1571 og ýtarlega
er fjallað um upphaf norskrar
borgarastéttar I Björgvin, lýst
starfsháttum hennar og nokkrir
Að sýna
á sumrin
Sumarsýningar Norræna
hússins eru að verða jafn sjálf-
sagöar og sumarregniö I höfuð-
borginni, og það er sannariega
viss sumarauki að koma þar I
volgu votviröinu — já og Hka I
sóiinni, þegar hún skln.
I annan stað eru slikar
sýningar oftast aðgengilegar
fyrir þá er forvitnast vilja um
islenska myndlist, hvað er aö
gerast I landinu I þeim efnum,
og nægir að vitna til þeirra þús-
unda Islendinga er erlendis fara
og nota tlmann meðal annars til
þess að ganga um listasöfn og
sjá sýningar.
Sjálfsagt má ávallt deila um
þaö hverra verk eiga aö vera á
slíkri kynningarsýningu. Að
vera I útjörðrum Islenskrar
listar er jafn fráleitt og að leita
aö einhverjum sjálfsögðum
kjarna. Hann er alla vega ekki
auðfundinn.
Einnig má með nokkrum rétti
varpa fram þeirri spurningu,
hvort menning eigi ekki að vera
stunduö meö hæfilegum hvlld-
um, eins og fjallganga. Og
manni kemur Khug vetrarvertið
listanna, bókaflóðiö, sýninga-
flóðið, leikhúsáriö og margt
annaö, og svo listahátlð, sem ó-
neitanlega reynir á þorlrifin,
þótt framsækin sé. Það má þvi
leiöa gild rök að þvl aö
sýningarsölum sé lokaö um
Jónsmessuna, eða fyrr, en
Norræna húsiö færir sln rök
framfyrir þvl að sýningarsölum
þess er ekki lokaö og segir:
„Fyrir Norræna húsiö er þaö
þungt á metunum, að til Islands
koma fjölmargir erlendir feröa-
Jónas Guðmundsson
MYNDLIST
menn að sumrinu, og það er
engan veginn gefið, aö þeir séu
ofþjakaðir af sýningum. En um-
fram allt vega þau rök þungt, að
marga þessa gesti fýsir eflaust
aö sjá, hvernig islenskum list-
málurum fer úr hendi að ráða
við litina I því landi, þar sem lit-
brigðin eru fjölbreyttari og
magnaðri en vlöa annars stað-
ar. Ekki nægir að beina þessum
gestum á listasöfnin, þar sem
þeir geta skoðað myndir
margra málara, en gefst sjaldn-
ast kostur á aö sjá mörg verk
sama listamanns.
Norræna húsið hefur þvi I
nokkur ár haft sumarsýningar,
þar sem verið hafa myndir eftir
2—3 íslenska listamenn, sem
boðið hefur veriö aö sýna fjöl-
breytt úrval verka sinna.”
Fjórmenningarnir
Að þessu sinni veljast á
sumarsýninguna fjórmenning-
ar, þrir málarar og einn mynd-
höggvari, eða þeir Jóhannes
Geir Jónsson Benedikt
Gunnarsson, Sigurður Þórir
Sigurðsson og Guðmundur
Ellasson.
Þaö fer vel á þvl að hafa
skúlptúra með, það setur vissan
svip á sýningar, sem gjörir þær
geðfelldari og traustari á allan
hátt.
Benedikt Gunnarsson sýnir 23
myndir. Sumar hefur maöur séð
áður, aörar eru nýrri af nálinni.
Benedikt er I stöðugri framför
og hann þræðir sem fyrr stig
raunsæis og drauma, eða veru-
leika og skáldskapar, með eink-
ar markvissum hætti. Litur
hans er betri I nýrri myndum
(samanborið við eldri verk á
sýningunni, en myndir hans eru
málaðará árunum 1975 —1980.)
Jóhannes Geir er með 23
myndir llka. Ollumyndir og
pastel. Þessar myndir eru flest-
ar nýjar og eru sumar þeirra
sérstakt ánægjuefni. Jóhannes
virðist nú óðum að komast úr
einu efni I annað, eða úr pastel I
ollu, en þrotlaus pastelvinna i
nokkur ár, kom niður á oliumál-
verki hans að mlnu mati — og
gerir enn.
1 myndum hans er ávallt ein-
hver sérstakur sannleikur um
landið, hvort heldur það eru
brimrassar eða heiðardalir.
Hinir djörfu litir eru þó misvel
fallnir til þess að tjá þessar
sýnir, en mörgu er fórnað fyrir
mynd eins og Elliðaárdalinn og
Grindavfkurhöfn, aö ekki sé nú
minnst frá Eyrarbakka.
Sigurður Þórir
Sigurður Þórir Sigurösson er
með 29 myndir. Hann er dálltið
skemmra á veg kominn en með-