Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 05.07.1980, Blaðsíða 16
Gagnkvæmt tryggingafélag fMtm Laugardagur 5. júlí 1980 A fgreiðslutimi 1 til 2 sól- arhringar Stimplagerð Félagsprentsmiðjunnar hf. Spítalastíg 10 — Sími 11640 _ Nýja fasteignasa/an Ármúla 1. Sími 39-400 Vestmannaeyjar: „Allar raalbikunarframkværadir okkaraðengu—ef praraminnfer” — segir Páll Zóphaniasson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en aörir aöilar hafa sýnt áhuga á að kaupa pramma Oliumalar hf. sem er í Vestmannaeyjum FRI— Þessi prammi var fluttur hingað til landsins samkvæmt sérstökum lögum og Ollumöl ætl- aði sér að nota hann til flutninga á asfalti umhverfis landið, sagði Páll Zóphaniasson, bæjarstjóri i Vestmannaeyjum, I samtali við Timann, en Vestmannaeyjabær Ihugar nú kaup á þessum pramma, sem geyma má I heitt asfalt, vegna fyrirhugaðra malbikunarframkvæmda bæjar- ins og Flugmálastjórnar I sumar. —A sinum tlma sóttum við prammann með malbiki I, og slð- an ætluðum við að gera slikt aft- ur, en þvi var synjað af siglinga- málastofnun vegna þess að pramminn hefur ekki haffærnis- skírteini, ef orða má það svo. —Pramminn er yfir hundrað ára gamalt stálskip, en i þvi eru tankar sem geyma má i asfaltið oghalda þviheitu. Við höfum haft þetta þannig, að við höfum fengið sent i prammann malbik einu sinni til tvisvar á ári I gegnum Olíumöl, og höfum greitt þeim sömu leigu og þeir hafa fengið af íöörum tönkum hjá sér. —Fyrir nokkru bauð siðan Oliu- möl okkur prammann til kaups, en það fyrirtæki hefur verið þannig, aö erfitt hefur verið aö gera sér grein fyrir stöðu þess. —Aftur á móti kom það upp núna, að aðrir aðilar hafa sýnt mikinn áhuga á þvi að fá pramm- annkeyptan héðan. Þá var komin ný staða i málinu og þá var þetta vakið upp að nýju. Við lýstum okkur þá tilbúna, ef um semdist, til að kaupa þennan pramma. Ef pramminn fer með svona stuttum fyrirvara myndu öll okk- ar áform- og flugmálastjórnar- um þær malbikunarframkvæmd- ir.sem hér eiga að fara fram i ár, raskastverulega og ekki verða að neinu. —Einnig teljum við þaö mikið glæframál að flytja prammann héðan, þvi hann er svo illa farinn og ég tel að ekkert tryggingarfyr- irtæki mundi vilja tryggja þá flutninga. Viö höfum soðið i stærstu götin á honum, en ég tel að jafnvel sé hægt að sparka göt á hann. —Ef af kaupum okkar verður, þá tel ég að pramminn yrði ekki lengi a* floti heldur yrði honum siglt i strand, sagði Páll. Humarvertíðin: veiða 1600 tonn - af þeim 2500 tonnum sem leyft var aö veiða Kás— Samkvæmt bráðabirgöa- tölum sem Timinn fékk gefnar upp hjá Fiskifélaginu I gær er heiidarveiðin á humar í sumar orðin um 1600 tonn. Er það um 65% þess afla sem leyft veröur að veiöa á þessari vertfð, en sjávar- útvegsráðuneytið ákvaö I vor að tillögu fiskifræðinga að leyfa veiðar á 2500 tonnum af humar. Eftir er þvi að veiða um 900 tonn, þannig að búast má við að veiöum ljúki þegar fer að liða að lokum þessa mánaöar, en veiðar hófust i kringum 20. júli sl. Aflahæsta verstöðin er sem fyrr Höfn i Hornafirði. Þar er nú búið að landa 135 tonnum af slitnum humri. Næst Höfn koma Vest- mannaeyjar, meö rúmlega 80 tonn af slitnum humri. „Aflinn hefur verið með betra móti I ár”, sagði Hermann Hans- son, kaupfélagsstjóri KASK á Höfn, I samtali viö Timann i gær. Ságði hann að meira heföi bor- ist á land af humri I ár en árin 1975- 1977, að ekki sé talaö um siðasta ár, en þá var afli mjög lit- ill. Hinsvegar hafði meira borist á land árin 1974, 1976 og 1978. Hermann sagði, aö framan af vertiöinni hefði humarinn verið smár, en slðan hefði hann farið stækkandi. Hins vegar hefði dreg- ið mjög úr veiði siðustu daga, og sáralitiö fengist. Tengingin við Borgarnes. Mynd Friðrik. Borgarfjarðarbrúin opin um kvöld og nætur FRI—Brúin yfir Borgarfjörð er nú opin eftir kl. 19 á kvöldin til kl. 7 á morgnana auk þess sem að hægt er aðkeyra yfir hana i kaffi og matartimum. Að sögn lögreglunnar I Borgarnesi þá hafa ökumenn notfært sér þetta mikið og mikil umferð hefur verið um brúna á þessum timum. Hinsvegar er hún lokuð allri umferð á vinnutima en þá eru stór vinnutæki á fullri ferð um hana. Einnota vindlingakveikj - arar stórhættulegir Kás— Notkun einnota piast vindlingakveikjara hefur fariö vaxandi undanfarin ár, og hafa þeir þótt þægilegir og hentugir til sins brúks. Astæða er þó til að vara við notkun þeirra, a.m.k. I vissum tilfellurn, eigi ekki að hljótast slys af. Fréttir hafa borist um að sum flugfélög banni farþegum sinum að hafa sllk tæki á sér I flugferð- um, en a.m.k. einu sinni hefur það leitt til dauða flugfarþega. Þessu til viðbótar hefur Lloyds Register I Edinborg sent frá sér tilkynningu um tvö dauðaslys I ágúst á sl. ári, sem beint má rekja til einnota vind- lingakveikjara. . Kemur þetta fram I Málmsiöu, upplýsinga og fræðsluriti málmiðnaðarins. Slysin tvö urðu vegna suðu* neista sem lentu á kveikjurun- um, og brenndu sig I gegnum plasthulstrið og orsökuðu sprengingu i bútangasinu. 1 öðru tilvikinu hafði suðu- maðurinn vindlingakveikjarann I brjóstvasanum á skyrtu sinni. Hann dó samstundis við spreng- inguna. i hinu tilvikinu var vindiinga- kveikjarinn i buxnavasa suðu- mannsins. Við sprenginguna rifnaði fóturinn af manninum, sem dó svo skömmu seinna. Þegar kunnugt var um þessa Ihættu, var gerð könnun á þvi meðal suöumanna Landssmiöj- unnar, hvort þeir væru með ein- nota kveikjara i vasanum við vinnu sina. Kom þá I ljós, að einn suöumanna fyrirtækisins var með kveikjara I vasanum, og var kveikjarinn mikið brunn- inn eftir neista. Hefði ekki mátt muna miklu að þarð hefði orðið sprenging og siys, jafnvel dauöaslys. ______________________________J Tilboöjipnuð i menningarmiöstööina Gerðubergi: 4Q0 millj. kr. munur á hæsta og lægsta boði Kás —Nú nýveriö voru opnuö til- boð I menningarmiðstöðina sem Framkvæmdanefnd byggingar- áætlunar, ásamt Reykjavikur- borg, hafa ákveöið að byggja I Gerðubergi I Breiðholti III. Fimm tilboð bárust. Munurinn á hæsta og lægsta tilboöi nemur rúmlega 400 millj. kr. Eftirfarandi tilboö bárust: PéturGunnarsson, Reykjavik kr. 275.118.570 Hermann & Halldór, Keflavik ” 283.182.000 Böövar Böövarsson, Reykjavik ” 349.118.660 Armannsfellh.f., Reykjavik ” 582.697.570 Sigurður & Július h.f. Reykjavik ” 690.000.000 Aformað er að framkvæmdir viö bygginguna hefjist mjög fljót- lega. Gaulverjabæjar- hreppur: Tölvert tjón aí bruna í Klængseli — tveir bílar brunnu og bílgeymslan er stór skemmd FRI— .Eldur kom upp I húsi á Klængseli I Gaulverjabæjar. hreppi I fyrrinótt, en það hús er notað sem geymsla og bll- skúr. Að sögn Sigurðar Björnssonar á Klængseli þá er húsið, sem er hlaðiö steinhús, stórskemmt og tveir bllar sem I þvl voru brunnu. —Viðurðum varir við eldinn um kl. 2.30 I nótt og slökkvilið- ið á Selfossi brá skjótt við og slökkvistarfið gekk fljótt og vel fyrir sig, sagöi Siguröur. —Enn hefur ekki gefist timi til að meta tjónið sem varð af brunanum, en ljóst er að það er töluvert. Ekki er enn vitað með vissu um eldsupptök. Akureyri: Eldur í hey- hlöðu FRI — í fyrrakvöld kom upp eldur I heyhlöðu viö hesthús i hesthúsahverfinu á Akureyri. í hlöðunni voru um 300 hey- baggar og er talið að um helmingur þeirra hafi skemmst I brunanum, en annað er skemmt vegna elds og vatns. Ekki er kunnugt um eldsupptök. Sjórallið hefst í dag Kás — Hið árlega sjórall, sem Dagblaðið og Félag farstöðva- eigenda ásamt Snarfara standa fyrir, hefst I dag kl. 14, með þvl að Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri Slysa- varnafélags islands, ræsir bátana I vlkinni fyrir framan útvarpshúsið við Skúlagötu. Fimm bátar taka þátt I sjó- rallinu. Bátarnir halda fyrst til Grindavikur og er áætlaöur komutimi þangað um kl. 17. Þaðan verður haldið áfram til Vestmannaeyja og gist þar um nóttina. Slðan verður haldið áfram hringinn austur um land, norður og vestur um aftur til Reykjavikur. Stefnt er að þvl aö komiö verði til Reykjavikur 13. júll nk. Upplýsingar um bátana verða gefnar hjá Félagi far- stöövaeigenda i Siðumúla 2 og I sima 34100.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.