Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 17
að fá sig sýkn- aða á grund- velli geð- rænna vanda- mála. Frægasta dæmið er senni- lega David Ber- kowitz, betur þekktur sem sonur Sáms, en hann lýsti því yfir í réttarsal að hundurinn hans hefði sagt honum að drepa fórnarlömb sín. Herbert Mullin, sem myrti þrett- án manns í Kaliforníu, sagði að hann hefði vilj- að forða fórnarlömbum sínum frá dauða vegna jarðskjálfta sem honum hafði verið tjáð að myndi ríða yfir fylkið. Aðrir raðmorðingjar telja sig vera gera sam- félaginu greiða með því að losa það við óæski- lega einstakl- inga svo sem vændiskon- ur eða ákveð- inn þjóðfé- lagshóp. Með góðum rökum mætti telja Jack The Ripp- er til þessa hóps en illræmdastur er sennilega Gary Ridgeway, svo- kallaður Green River morðing- inn en hann náðist fyrir sex árum eftir tuttugu ára leit að umrædd- um raðmorðingja. Ridgeway hafði þá verið handtekinn áður vegna gruns um að hann væri sá seki en lék á lögregluna og stóðst meðal annars lygapróf. Til eru raðmorðingjar sem fá kynferðislega fullnæg- ingu út úr morðum sínum og svo aðrir sem fremja morð sín til að öðlast eitthvað frá fórn- arlömbum sínum. Þannig myrti Marcel Petiot yfir 63 gyðinga á valdatíma nasista í Frakklandi til þess eins að komast yfir ferðatösk- ur þeirra og fatnað. Þótt konur séu frekar ólíklegar til að verða raðm- orðingjar eru þær þó til og hafa þær oft drepið til að lina þjáning- ar fórnarlambanna að þeirra eigin mati eða drepa svikula eiginmenn eftir skilnað. Kvikmyndahúsagestir eru ekki alls ókunnir raðmorðingjum. Og margir hafa jafnvel heillast af þeim, fallið í stafi þegar þeir birt- ast á hvíta tjaldinu. Hannibal Lect- er er einn þeirra sem hræddi líf- tóruna úr kvikmyndahúsagest- um er Anthony Hopkins gæddi þessa mannætu, Thomas Harris, lífi í Óskarsverðlaunamyndinni Si- lence of the Lambs. Þrátt fyrir að sálfræðingurinn í glerbúrinu hafi verið kosinn versta illmenni kvik- myndasögunnar fannst ófáum eitt- hvað ákaflega heillandi við hann. Hugarheimur Hannibals gefur kannski ekki góða mynd af huga raðmorðingja eða hvað brýst um í kollinum á þeim almennt. Raðm- orðinginn Buffalo Bill gengur laus og FBI grípur til þess ráðs að fá aðstoð hjá Lecter til að hafa hend- ur í hári hans. Hopkins skilaði sínu svo vel að mörgum þótti hreinlega raðmorðingja nóg um og þótti Lecter ekki sýnd- ur sem nægjanlega mikið illmenni. En það breytti ekki þeirri stað- reynd að líkt og Clarice féllu kvik- myndahúsagestir gjörsamlega fyrir honum. Og kannski má færa rök fyrir því að ofbeldið og mannfyrir- litningin sem einkenndi Hannibal hafi verið hafin of mikið upp til skýjanna í þessari mögnuðu kvik- mynd Jonathans Demme. En áhorfendur fengu þó smjörþefinn af því hvernig alvöru raðmorð- ingi er þegar James Gumb birt- ist á tjaldinu, snarruglaður. „Bill fæddist ekki glæpamaður, hann varð það þegar hann var misnotað- ur reglulega í æsku,“ sagði Lect- er við Clarice þegar hún reyndi að komast nær viðfangsefni sínu. Þótt Hollywood hafi oft reynt að bregða einhverju ljósi á heim raðmorðingja eru flestir sam- mála um að engri mynd hafi tekist betur til en títtnefnd Silence of the Lambs, en myndin hlaut á sínum tíma níu Óskarsverðlaun. Þegar Thomas Harris skrifaði bókina notfærði hann sér þrjá raðmorð- ingja sem allir voru til í raunveru- leikanum en þetta voru þeir Ted Bundy, Ed Gein og Gary Heidnik. Bundy er einhver ógeðfelldasti raðmorðingi í sögu Bandaríkjanna en hann var handtekinn árið 1975, grunaður um að hafa þýfi í sínum fórum. Þá höfðu lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum leitað raðmorð- ingjans í rúm fjögur ár. Bundy er talinn hafa myrt og nauðgað meira en þrjátíu konum en hann lokkaði þær yfirleitt til sín með því þykj- ast meiddur og setti stundum gifs á handlegginn líkt og Gumb gerði í Silence of the Lambs. Þótt staðfest fórnarlömb ann- arrar fyrirmyndar Harris, Eds Gein, hafi einungis verið tvö þá þótti hegðun hans svipa mjög til raðmorðingja og er hann yfirleitt skilgreindur sem slíkur. Gein fláði fórnarlömb sín og bjó til úr þeim föt sem var nákvæmlega það sem Gumb gerði. Gein hefur reyndar verið öðrum kvikmyndagerðar- mönnum innblástur, ef svo mætti að orði komast, en talið er að Norman Bates úr Psycho og Leð- urfés Gunnars Hanssonar í Texas Chainsaw Massacre hafi að ein- hverju leyti verið sóttir úr smiðju Geins. Þriðja fyrirmyndin að Gumb var síðan Gary Heidnik. Hann hélt sex stúlkum sem kynlífs- þrælum í kjallaranum heima hjá sér undir lok áttunda ára- tugarins en líkt og Gein fellur hann ekki undir skil- greiningu FBI þar sem einungis hefur verið sýnt fram á að hann hafi drepið tvær stúlknanna. Einhverjir hafa síðan talið Harris hafi nýtt sér sitthvað úr sögu Edmunds Kemper en hann drap afa sinn og ömmu „bara til þess að finna hvern- ig það væri að drepa mann“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.