Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 23
Spennandi störf hjá
kröftugu fyrirtæki
ÍAV óskar eftir að ráða í eftirtalin störf:
Stjórnendur / tæknimenn
Stjórnendur / tæknimenn stýra verklegum framkvæmdum og bera ábyrgð á að gæða-,
kostnaðar- og tímaáætlanir standist.
Hæfniskröfur
• Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði
• Þekking og reynsla af hönnun bygginga, stjórnun, framkvæmdaeftirliti eða ráðgjöf
• Skipulögð vinnubrögð
• Frumkvæði
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð enskukunnátta
• Góð tölvukunnátta
Upplýsingar veitir Dagmar Viðarsdóttir mannauðsstjóri í síma 530 4200.
Umsóknir skulu sendar á netfangið dagmar@iav.is merktar „Stjórnendur / tæknimenn“
fyrir 1. júní 2007.
iav.is
ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins og býr yfir áratugareynslu í mannvirkjagerð.
Verkefni ÍAV eru á öllum sviðum byggingariðnaðar, hvort sem um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhús-
næði, opinberar byggingar eða aðra mannvirkjagerð sem og jarðvinnuframkvæmdir. Hjá fyrirtækinu
starfa hátt í 600 manns, þar af á fimmta tug verkfræðinga og tæknifræðinga.
Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla og framsækna einstaklinga. Við bjóðum upp
á góða starfsaðstöðu og erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir.
H
V
ÍT
A
H
Ú
SI
Ð
/
SÍ
A
Byggingastjórar
Byggingastjóri stýrir verklegum framkvæmdum á vinnusvæðum ÍAV.
Hæfniskröfur
• Réttindi sem húsasmíðameistari
• Reynsla af verklegum framkvæmdum
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Skipulögð vinnubrögð
• Góð enskukunnátta æskileg
• Góð tölvukunnátta æskileg
Upplýsingar veitir Dagmar Viðarsdóttir mannauðsstjóri í síma 530 4200.
Umsóknir skulu sendar á netfangið dagmar@iav.is merktar „Byggingastjóri“ fyrir 1. júní 2007.
Innkaupafulltrúi
Innkaupafulltrúi sinnir samskiptum við birgja, samningagerð og áætlanagerð auk annarra
verkefna er tengjast innkaupum.
Hæfniskröfur
• Tækni- eða iðnfræðimenntun æskileg
• Þekking á byggingariðnaði
• Reynsla af innkaupum eða sölumennsku æskileg
• Skipulögð vinnubrögð
• Hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð tungumálakunnátta nauðsynleg
• Góð tölvukunnátta
Upplýsingar veitir Jónas Jónmundsson innkaupastjóri í síma 530 4200, netfang: jjo@iav.is
Umsóknir skulu sendar á netfangið dagmar@iav.is merktar „Innkaupafulltrúi“ fyrir 1. júní 2007.
Smiðir, píparar og rafvirkjar
Óskum eftir að ráða til starfa á höfuðborgarsvæðinu:
Smiði – upplýsingar veitir Dagmar Viðarsdóttir í síma 530 4200, netfang: dagmar@iav.is
Pípara – upplýsingar veitir Garðar Ingþórsson í síma 530 4200, netfang: gardar@iav.is
Rafvirkja – upplýsingar veitir Erik Ágústsson í síma 530 4200, netfang: erik@iav.is
Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200