Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 4
 Górillan Bokito gekk berserksgang í dýragarði í Rotterdam eftir að hún slapp á undraverðan hátt úr búri sínu. Skelfing greip um sig meðal dýragarðsgesta þegar hin 180 kílóa górilla réðst á konu, beit hana og dró á eftir sér. Lögreglu og starfsmönnum dýragarðsins tókst að króa górilluna af inni á veitingastað á svæðinu þar sem hún var yfirbuguð með deyfilyfj- um. Að minnsta kosti tveir slösuðust að sögn talskonu lögreglunnar. Vitni sagðist hafa séð górilluna, blóðuga í framan, draga konuna á með sér um þrjátíu metra leið. Górilla réðst á dýragarðsgesti Ferðaskrifstofa Leyfishafi Ferðamálastofu Neytendastofa er nú að meta hvort rétt sé að setja skýrari reglur um verðmerkingar og tilboð í verslunum og veitingahúsum, með fyrirfram ákveðnum viðurlög- um fyrir þær verslanir sem brjóta gegn reglunum. Von er á fyrstu nið- urstöðum í júní. Neytendastofa hefur eftirlit með því að reglum um verðmerkingar sé fylgt og að til- boðsvörur séu sannarlega á til- boði og rétt merktar sem slíkar. Neyt- endastofa hefur jafnframt víð- tækar heimildir til að beita sekt- um séu reglurn- ar brotnar, en upphæð sekta á að meta í hvert skipti. Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt- endastofu, segir að ábendingum frá neytendum um að ekki sé rétt stað- ið að verðmerkingum, einkum í tengslum við tilboð í verslunum, hafi farið fjölgandi undanfarið. „Ef fjöldi ábendinga og athuga- semda fer að verða meiri samfella hlýtur eftirlitsstofnun eins og Neyt- endastofa, sem fer með þessi mál, að skoða hvort ekki þurfi nánari reglur, leiðbeiningar eða tilmæli um þessa hluti, þannig að það sé alveg skýrt til hvers er ætlast á grundvelli laganna,“ segir Tryggvi. Hann segir að sérfræðingar Neytendastofu séu nú að vinna í athugun á þessum reglum, og lík- lega muni þeir skila fyrstu niður- stöðum sínum í næsta mánuði. Þeir muni einnig kanna hvernig aðrar þjóðir hafi breytt sínum reglum á undanförnum árum. Neytendastofa hefur heimildir til að beita sektum sé brotið gegn reglum um verðmerkingar, en Tryggvi segir að sektarákvæðum hafi aldrei verið beitt frá því þau voru sett í kringum aldamótin. Því segir Tryggvi að verði það niðurstaða Neytendastofu að herða þurfi reglur um verðmerkingar, sé vel hugsanlegt að sektarákvæðum verði einnig breytt. Þá komi til greina að setja upp fyrirfram ákveðinn sektarramma fyrir brot á reglunum í stað þess að ákveða þurfi sektirnar sjálfstætt í hverju tilviki. Reglurnar gætu þannig verið settar upp eins og umferðarregl- urnar, þar sem sektarákvæðin eru skýr og ákveðin fyrir hverja tegund brots, hvort sem það er hraðakstur eða akstur gegn rauðu ljósi, segir Tryggvi. Í skoðun að herða reglur og viðurlög Neytendastofa kannar nú hvort endurskoða þurfi reglur um verðmerkingar í verslunum og viðurlög við brotum á þeim. Forstjóri Neytendastofu segir að ef til vill þurfi að setja nokkurs konar umferðarreglur fyrir þennan málaflokk. Mótmælaganga stjórnarandstæðinga í Samara í Rússlandi á föstudag var óvenju- leg að því leyti að stjórnvöld höfðu fyrirfram gefið leyfi fyrir henni. Þó fengu ekki allir sem vildu að taka þátt í henni. Þannig urðu bæði Garry Kasparov skákmeistari og Eduard Limonov, sem eins og Kasparov er þekktur andstæðingur Vladimírs Pútíns forseta, fyrir löngum töfum af völdum lögreglu á flugvellinum í Moskvu, sem varð til þess að þeir komust ekki um borð í flugvél áleiðis til Samara í tæka tíð. Leyfi fékkst en með skilyrðum Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurð- aður í gæsluvarðhald vegna alvarlegrar líkamsárásar á uppstigningardag. Maðurinn er grunaður um að hafa brotist inn á heimili við Skólavörðustíg og ráðist þar á húsráðanda sem lá sofandi í rúmi sínu. Nágranni mannsins kallaði til lögreglu sem kom þegar í stað á vettvang. Þá var árásarmaðurinn á bak og burt en náðist síðar. Fórnarlambið var flutt á slysa- deild Landspítalans með opið nefbrot, kjálkabrot og laskað kinnbein. Veittist að sofandi manni Árni Finnsson, for- maður Náttúruverndarsamtaka Íslands, hvetur Paul Watson, leið- toga Sea Shepherd samtakanna, til að hætta við fyrirhugaða ferð sína til Íslands. Watson segist ætla að hafa beiðnina að engu, og segir félaga í Sea Shepherd tilbúna að hætta lífi sínu eða fara í fangelsi til að koma málstað sínum á framfæri. Í bréfi sem Árni sendi Watson fyrir hönd samtakanna nýverið segir hann aðgerðir Sea Shepherd, sem miða að því að koma í veg fyrir hvalveiðar Íslendinga, í besta falli tilgangslausar. Í versta falli muni þær gera Íslendinga ákveðnari í að veiða hvali. „Ég vildi bara láta vita að við teljum þessa heimsókn óþarfa og jafnvel skaðlega,“ segir Árni. „Á meðan ekki selst hvalkjöt í Japan er engin leið til að halda þessum veiðum áfram, og kannski best að hætta þeim. Ég held að heimsókn sem þessi sé málstaðnum engan veginn til hagsbóta.“ Watson svaraði Árna bréflega í gær. Í bréfi hans segir meðal ann- ars: „Þú ættir að skammast þín fyrir það að Íslendingar slátri hvöl- um með ólögmætum hætti, og ættir að beita kröftum þínum til að stöðva hvalveiðarnar en ekki okkur.“ Watson segir áhöfn skips Sea Shepherd tilbúna til að hætta lífi sínu og fara í fangelsi til að verja hvali við Íslandsstrendur. Það eti orðið mikið uppistand sem muni beina athygli umheimsins að ólög- mætum hvaladrápum. Watson hefur beiðnina að engu Hundruð ungmenna lentu í átökum við lögreglu í Kaupmannahöfn snemma í gærmorgun. Kveiktu þau meðal annars í götuvígjum til að mótmæla niðurrifi timburhúss í Kristjaníu, sem kallað er „Vindlakassinn“. Mótmælin hófust í fyrradag. Köstuðu mótmælendur þá flöskum og steinum að lögreglu. Tæplega þrjátíu voru handteknir, að sögn lögreglu en 21 var leystur úr haldi skömmu síðar. Átök milli mótmælenda og lögreglu brutust fyrst út á mánudagsmorgun þegar niðurrif hússins hófst. Mótmælendur eru bæði úr röðum íbúa Kristjaníu og utanaðkomandi. 29 handteknir vegna óeirða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.