Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.05.2007, Blaðsíða 2
Formenn Sjálfstæðis- flokks og Samfylkingar skunduðu á Þingvöll á hádegi í gær ásamt föru- neyti sínu til að halda stjórnar- myndunarviðræðum áfram, og sátu enn þegar Fréttablaðið fór í prent- un í gærkvöldi. Geir H. Haarde, formaður Sjálf- stæðisflokksins, ræddi stuttlega við fréttamenn í gær utan við bústað forsætisráðherra á Þing- völlum, og sagði verið að fara yfir einstök málefni á fundinum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, kom út ásamt Geir á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hún vildi ekki tjá sig um viðræðurnar, en sagði Þing- velli fallegan stað sem gott væri að vera á. Geir sagði að búast mætti við því að fundarhöld héldu áfram á Þingvöllum í dag. Gríðarleg leynd hefur hvílt yfir viðræðunum, og aðrir sem sátu fundinn á Þingvöllum í gær höfn- uðu því alfarið að ræða við fjöl- miðla. Til marks um leyndina herma heimildir Fréttablaðsins að fulltrúar Samfylkingarinnar hafi komið allir saman í einum bíla- leigubíl til að leyna því hverjir væru þar á ferð. Auk Geirs sátu fundinn sjálf- stæðisfólkið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Árni Mathiesen, Illugi Gunnarsson og Andri Ótt- arsson. Auk Ingibjargar Sólrúnar sátu Össur Skarphéðinsson, Ágúst Ólafur Ágústsson, Margrét Björnsdóttir og Skúli Helgason fundinn fyrir hönd Samfylkingar. Einar Mar Þórðarson, stjórn- málafræðingur hjá Félagsvís- indastofnun Háskóla Íslands, segir að ákvörðunin um að funda á Þingvöllum sé greinilega úthugsuð af spunameisturum flokkanna. Þeim sé mikið í mun að Baugsstjórnin, nafnið sem framsóknarmenn gáfu stjórninni, festist ekki í sessi. Þingvalla- stjórnin sé fallegt nafn sem allir geti sætt sig við. Einhverjir hafa rætt um að stjórnin gæti fengið nafnið Maí- stjórnin, en Einar segir það nafn ekki líklegt til að festast. Ekki ein- asta séu flestar ríkisstjórnir myndaðar í maí, heldur hafi það einnig skírskotun í lagið Maís- tjörnuna og verkalýðsbaráttu, sem sjálfstæðismenn hefðu sennilega lítinn áhuga á. Einar segir að á þessu stigi sé nokkuð öruggt að stjórnarmynd- unarviðræðurnar eigi eftir að ganga upp, enda ekki mörg mál- efni sem verði erfið. Hugsanlega verði erfitt að ná saman um umhverfismálin, þó það verði ekki óyfirstíganlegt. Einnig sé spurn- ing hversu langt Samfylkingin vilji ganga varðandi Írak og lista yfir hinar viljugu þjóðir. Nicolas Sarkozy, nýr forseti Frakklands, sýndi hvað sér væri umhugað um að flugvélasmiður Airbus kæmust sem fyrst út úr þeim örðugleikum sem þær eiga við að stríða um þessar mundir, með því að heimsækja þær á milli þess sem hann skipaði nýja ríkisstjórn. Sarkozy hét því í heimsókninni að franska ríkisstjórnin myndi leita nýrra fjárfesta að Airbus og hún væri reiðubúin að leggja fram meira fé til móðurfyrirtæk- isins EADS. Heitir Airbus aukinni aðstoð Stærstur hluti atvinnu- færra manna á Flateyri missti vinnuna þegar 120 manns var sagt upp hjá Kambi á Flateyri á föstu- dag. Finnbogi Sveinbjörnsson, for- maður Verkalýðsfélags Vestfirð- inga segir að um viðvarandi ástand sé að ræða og stjórnvöld hafi ekki brugðist við þeirri þróun sem orðið hafi á undanförnum árum á Vest- fjörðum. „Þarna er verið að slökkva á lífæð samfélgsins á Flateyri,“ segir Finnbogi. „Stjórnvöld eru búin að tala um að þau ætli að koma að málum hér á Vestfjörðum, en það gerist lítið, nema í orði virðist vera.“ Finnbogi segir að vandi Vestfjarða hafi verið að vefja upp á sig um all- nokkurn tíma, og ljóst að um viðvar- andi ástand sé að ræða. „Menn geta ekki skýlt sér á bak við það lengur að þetta sé tímabundið ástand, það er alveg deginum ljósara.“ Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðaabæjar, benti á það í Fréttablaðinu í gær að þótt upp- sagnirnar hafi skelfilegar afleið- ingar séu afleiðingarnar tíma- bundnar, þó erfiðleikar séu í fiskvinnslu vanti fólk í ýmis önnur störf á Vestfjörðum. Finnbogi segir það ef til vill rétt, en þegar fólk setjist að á ákveðn- um stað með fjölskyldum sínum og vilji vera þar áfram sé erfitt að segja því að flytja annað til að fá vinnu. Þorvaldur, hafa hrossin ekki andvara á sér við heimsenda? Varðskip Landhelgisgæslunnar, Ægir, hefur haft það aukaverkefni að leggja út fimm hlustunardufl sem ætluð eru til að hlusta eftir jarðskjálft- um og hvalaferðum. Verkefnið er unnið fyrir Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og bandarísku haffræði- og veðurstofnunina. Verkefnið er leitt af bandarísk- um líffræðingi sem hefur sérhæft sig í að greina hljóð hvala eftir tegundum og jafnvel einstakling- um innan sömu tegundar. Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands nýtir hins vegar upplýs- ingarnar sem hlustunarduflin safna til að staðsetja jarðskjálfta betur en áður. Hafrannsókna- stofnun Íslands er einnig aðili að verkefninu. Hlustað eftir jarðskjálftum Um hálfur milljarð- ur áhorfenda fylgdist með þegar myndband með bresku stúlkunni Madeleine McCann var sýnt í beinni útsendingu á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu í gær. Rúmar tvær vikur eru síðan Madel- eine, sem er fjögurra ára, hvarf úr íbúð sem foreldrar hennar höfðu á leigu í Portúgal. Foreldrar hennar vonuðust til að sýning myndbandsins yrði til þess að fólk sem hefur einhverja vitneskju um hvarf Madeleine gefi sig fram við lögreglu. Þau hafa ítrekað lýst því yfir að þau trúi að Madeleine sé á lífi. Myndband sýnt á úrslitaleik Tony Blair kom til Íraks í gærmorgun í sjö- undu og síðustu heimsókn sinni til landsins sem for- sætisráðherra Breta. Þrjár sprengjur sprungu innan græna svæðisins í Bagdad á meðan á dvöl Blairs stóð. Ein sprengja féll á breska sendiráðið, en ekki er vitað hvort Blair var í húsinu þegar árásin var gerð. Í Bagdad hitti Blair forseta Íraks, Jalal Talabani, og Nouri al-Maliki forsætisráðherra. Á blaðamanna- fundi eftir fundinn sagðist Blair hafa tilkynnt ráða- mönnum að Bretland myndi halda áfram að styðja þá eftir að hann lætur af embætti. Blair lagði mikla áherslu á að þrátt fyrir að ofbeldi og sprengjuárásir í landinu væru tíðar hefðu breytingar til hins betra líka átt sér stað. Hann sagði jafnframt að hann iðrað- ist ekki ákvörðunarinnar um að koma Saddam Huss- ein frá völdum í landinu. Blair hélt því næst til Basra, suðaustan við Bagdad, þar sem meirihluti breska heraflans er staðsettur. Þar þakkaði hann breskum hermönnum fyrir starf sitt, og sagði það hafa verið framúrskarandi vel fram- kvæmt. Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gagnrýndi Blair fyrir „blindan“ stuðning við stríðið í Írak í gærmorgun. Blair lætur af embætti forsætis- ráðherra Bretlands í lok júní. Iðrast ekki aðgerða í Írak Tilkynnt var um stofnun Fjölsmiðju á Akureyri á aðalfundi Rauða kross Íslands í gær. Fjölsmiðja er atvinnutengt úrræði. Þar gefst ungu fólki sem flosnað hefur upp úr námi eða vinnu tækifæri til að þjálfa sig fyrir almennan vinnumarkað eða nám. Byggt verður á reynslu Fjölsmiðjunnar í Kópavogi. Rauði krossinn leggur til 15 milljónir króna í stofnkostnað Fjölsmiðjunnar, Akureyrarbær veitir 10 milljónir, Vinnumála- stofnun fimm milljónir og menntamálaráðuneytið tvær. Fjölsmiðjan verður fyrir Eyjafjarðarsvæðið. Úrræði fyrir ungt fólk Mikil leynd yfir við- ræðum á Þingvöllum Forystumenn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar ræddu myndun ríkisstjórnar á fundi á Þingvöllum í gær og sátu fram eftir kvöldi. Spunameistarar flokkana velja nafnið Þingvallastjórn frekar en Baugsstjórn segir stjórnmálafræðingur. Tæplega tvö hundruð umsóknir bárust um starfsþjálfun á vegum Þróunar- samvinnustofnunar Íslands, en umsóknarfrestur um fimm mánaða þjálfun rann út um síðustu mánaðamót. Umsækjendur þurftu að hafa lokið háskólanámi og vera yngri en 32 ára. Þjálfun þeirra mun fara fram í Malaví, Mósambík, Namib- íu, Níkaragva og Úganda. Viðfangsefni nemanna verður ýmiss konar aðstoð við verkefni stofnunarinnar, bæði á vettvangi og á umdæmisskrifstofum. Mikill áhugi á starfsþjálfun Djúpsjávarkönn- uðir greindu í gær frá fundi fjársjóðsskips sem inniheldur sautján tonn af fjögur hundruð ára silfur- og gullmynt á ótil- greindum stað í Atlantshafinu. Könnuðirnir telja að þetta sé stærsti fjársjóður sem fundist hefur í skipsflaki og áætla að verðmætið sé meira en 31,5 milljarður króna. Verðmætasti fjársjóðsfundur í skipsflaki hingað til var árið 1985 þegar spænskt skip fannst við strendur Flórída. Skipið, sem sökk árið 1662, var með mynt innan- borðs að verðmæti yfir 22,4 milljarða króna. Fundu fjársjóð í skipi á hafsbotni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.