Tíminn - 26.09.1980, Page 3

Tíminn - 26.09.1980, Page 3
Föstudagur 26. september 1980 3 Starfsaldur ekki viðtekinn hjá flugfreyjum Blaðinu hefur borist eftirfar- andi athugasemd frá Flugleiðum, sem að öðru leyti skýrir sig sjálf: „Vegna forsiðuviðtals við Jó- friði Björnsdóttur formann Flug- freyjufélags Islands i Þjóðviljan- um fimmtudaginn 25. september óskast eftirfarandi birt i blaðinu. Óskað er eftir birtingu á svipuð- um stað. Þegar fyrir lá að fækka yrði flugfreyjum eins og reyndar fólki úr öðrum starfshópum innan Flugleiða var fjórum eftirlits- flugfreyjum falið að útfylla lista þar sem ráða mætti af starfs- hæfni og þjónustu flugfreyjanna við farþega. Listarnir voru af- hentir eftirlitsflugfreyjum, sem siðan fylltu inn á þá einkunnir eftir ákveðnu kerfi. Listarnir voru ómerktir. Starfsmannahald, farþegaþjónustudeild og flug- rekstrardeild unnu siöan sam- eiginlega úr listunum. Þar að auki var farið yfir starfsferil við- komandi flugfreyja, farið var yfir upplýsingar frá farþegum sem félaginu hefur borist á undan- förnum árum o.s.frv. Við gerð lista með 68 flugfreyjum sem fé- lagið vill ráða að nýju réði starfs- aldur mestu. Þegar svo stendur á sem nú hjá Flugleiðum er ekki mögulegt aö fara eingöngu eftir starfsaldri. Fólki fækkar verulega hjá fyrir- tækinu. Störf sem áður voru unnin af tveim eða þrem lenda nú hjá einum starfsmanni. Þetta á sér stað bæði i skrifstofum félagsins og öðrum vinnustöðum. Starfs- aldurslistar eru hvergi viðteknir nema i sambandi við flugmenn. Þar eru þeir samningsatriöi. Hjá flugfreyjum eru hins vegar ekki gildandi starfsaldurslistar frem- ur en hjá öðru starfsfólki félags- ins að flugmönnum undanskild- um sem að framan getur. Erling Aspelund, Már Gunnarsson, Hans Indriöason. Þarf að grípa til hertra aðgerða gegn selnum, til að minnka hringormamyndun í þorski? Þetta er spurning sem fiskifræðingar og sjávarlif- fræðingar velta fyrir sér þessa dagana AB— „Rannsókn okkarer enn i fullum gangi, svo ekki er hægt að tala um neinar niöurstöður enn”, sagði Erlingur Hauksson sjávarliffræðingur, en hann er starfsmaöur nefndar þeirrar sem vinnur að rannsókn hring- ormavandamálsins. Erlingur sagði, að rannsóknir þeirra beindust einkum að sel- um og hringormasýkingu þeirra, vegna þess, að selurinn er lokahýsill fyrir hringorminn, og i honum verður hringormur- innkynþroska. Þvi má segja, aö selurinn sjái um framleiðslu og dreifingu á hringormi fyrir ströndina. Nefndin vinnur nú að rann- sóknum á þvi hvort rekja megi aukningu hringormamyndunar þá i þorski sem orðið hefur að undanfömu, beinlinis til fjölg- unar sela umhverfis ísland. Rannsókn þessi er þö þeim erfiðleikum bundin, aö saman- burðartölur um fjölda sela á sið- ustu árum eru ekki fyrir hendi. Talning hefur ekki farið fram á sel þaö oft, og það torveldar þvi allan samanburð. Þó er það mál manna, aö selir hér við land hafi fjölgað sér verulega á undanförnum árum, þannig að það verður að teljast likleg skýring, að selurinn sé skaðvaldurinn sem sér þorskin- um fyrir hringormasýkingunni. Þrátt fyrir ofur sakleysislegan svip er selurinn sú skepna, sem sér uin framleiðslu og dreifingu hringorms hér við land. — Timamynd Gunnar. Erlendur heiðurs- gestur Fram — á leik Fram og Hvidovre í Evrópukeppni bikarmeistara Erlendur Einarsson, forstjóri Sambands islenskra sam- vinnufélaga, verður heiðurs- gestur Framara á lcik þeirra í Evröpukeppni bikarmeistara. Fram mætir danska liðinu Hvidovre á Laugardalsvellin- um á sunnudaginn kl. 2 og má búast viö fjörugum og skemmtilegum leik, en Fram- arar eiga göða möguleika á að komast áfram i keppninni. Söngflokkurinn Þú og ég koma fram fyrir leikinn — skemmta áhorfendum frá kl. 13.00. Þá mun Þorgeir Ast- valdsson kynna vinsæl dægur- lög fyrir leikinn og I leikhléi. Erlendur Einarsson. Pílagríma- flugið komið I fullan gang AM— Pilagrimaflug Flugleiða er nú hafið og i gær spurðum við blaðafulltrúa Flugleiða, Svein Sæmundsson, um tilhögun þess. Sveinn sagði, að nú væri flogið frá Nigeriu til Saudi-Arabiu og frá tveimur stööum Maiduguiri og Lagos. Frá Maiduguiri byrjaði flugið á áætlun þann 24. sd. og er sú vél nú i þriöju ferðinni, en frests var óskað varðandi hitt flugið og beið vél og áhöfn þvii Luxemburg, þar til hún lagði af stað I gær. Var á- ætlað að lent yrði i Lagos kl. 22 i gærkvöldi og að flugiö hæfist nú i morgun. I þessu flugi eru nú átta áhafnir, samtals 68 flugliöar og 19 manns i störfum á jörðu niðri, samtals 87 manns. ÍÞRÓTTAFÉLÖG - SKÓLAR- FYRIRTÆKI Jakkinn með tveimur vösum. Buxurnar með vasa og beinum skálmum með saumuðu broti. Litir: Rauöir með 2 hvitum röndum Rauðir með 2 svörtum röndum Svartir með 2 hvitum röndum Bláir með J. hvltum röndum. Verð: Aðeins kr. 17.960,- Plimn ' peysur og buxur Allar stærðir. Mikið iitaúrva/. ATHUGIÐ VEL: Ódýr og góð KYNNIIMG. Þiö getið fengið hvaða merki sem er á alla þessa búninga. Leitið upplýsinga og tilboða. Bómullar- æfingagallar renniiás, iitir: □V\ pumn 'Velour peysur Allar stærðir. Margir litir. Verð kr.: 9.200. - Dökkblátt og grátt. Verð til 13.500.- Póstsendum Sportvöruvers/un T-bolir Verð aðeins kr. 3.500.— pumn kr,-19.300,- Ingólfs Öskarssonar Klapparstíg 44 — Sími: 11783

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.