Tíminn - 26.09.1980, Page 6

Tíminn - 26.09.1980, Page 6
6 Föstudagur 26. september 1980 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jon SigurOsson. Ristjórnarfuil- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri Kristinn Hailgrimsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar SiOumúIa 15. Simi 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20: 86387. Verö I lausasölu kr. 280. Askriftargjald kr. 5500 á mánuöi. Prentun: Blaöaprent. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Lokast Homuzsundið fyrir olíuflutninga? Það myndi valda vandræðum víða um heim Liggur við hneisu Mál franska hrakningsmannsins Gervasoni, sem hingað rak i leit að véum, verður sifellt undarlegra. Þeim fjölgar nú stöðugt sem berja sér á brjóst og segjast reiðubúnir til að reyta hár sitt þessa manns vegna, og má angist hans vera mikil og kviðinn sár yfir þeim sem hafa skipað sjálfa sig vini hans. Þessir sjálfskipuðu ,,vinir” Gervasonis eiga mikla sök á vandræðum hans hérlendis. Þeir hafa linnulaust alið á fordómum gegn honum með sýndarsamúð sinni og buslugangi. Og nú hafa þessir „vinir” að þvi er virðist alveg gleymt þessum umkomulausa manni, sem ekki hefur hlotið sjálfsagðar móttökur flóttamanns heldur er meðhöndlaður sem ótindur glæpamaður af islenskum yfirvöldum. Þetta er orðið hræðilegt mistakamál og getur orðið að þjóðarhneisu ef fram fer sem horfir. Af pólitiskri léttúð birtir Morgunblaðið heilan leiðara i gær um þetta mál. En Morgunblaðið hefur litinn á- huga á vegalausum flóttamanni við hliðina á ástrið- unni til þess að koma höggi á Gunnar Thoroddsen og Friðjón Þórðarson. Með þessu er verið að koma málinu i þann hnút sem aðeins verður leystur á kostnað útlendings sem hingað hefur leitað hælis, Af ótilgreindum hvötum birtir Þjóðviljinn leiðara i gær þar sem hótað er götubardögum ef vilji rit- stjórans i málinu nær ekki fram að ganga. Með þessu er verið að herða á hnútnum sem reyrður er að hálsi manns sem hefur leyft sér að treysta á drengskap íslendinga. Alþingismaðurinn Guðrún Helgadóttir gerir sér litið fyrir og hótar að fella rikisstjórnina ef hún fær ekki að sýna ást sina á mannréttindum. Halda menn að slik viðbrögð bæti úr i þessu máli? Þvi miður verður ekki annað séð en allir þessir sjálfskipuðu ,,vinir” Gervasonis hafi það sameigin- lega áhugamál að koma manninum úr landi og i hendur franskra fangelsisyfirvalda. Og svei. íslendingar vilja að land þeirra sé griðland fyrir þá sem hingað rekur af samviskuástæðum, og það eru engin rök að flóttamaður fylgi ekki reglum sem gilda um útlendinga. Maður á flótta á þess aldrei kost að fylgja lagareglum. 1 griðlandi er flóttamaður ekki landrækur gerr nema til komi alveg yfirgnæfandi rök gegn land- vist. Og enginnerþar dæmdur á skóg nema eftir mjög gaumgæfilega skoðun málsins. í griðlandi er enginn rekinn úr landi i járnum i hendur fangelsisyfirvalda nema alveg sérstakar og ótviræðar sakir séu fyrir hendi. Dómsmálaráðherra Friðjón Þórðarson er velvilj- aður maður og ann mannréttindum og mannúð. Honum verður treyst til þess að þetta mál hljóti eðlilega meðferð. Það verður ekki séð að hagsmun- ir íslands krefjist brottvisunar þessa flóttamanns, og það verður ekki séð að yfirvöld i heimalandi hans hafi gert gangskör að þvi að sækjast eftir hon- um. Hvers vegna fær vesalings maðurinn ekki að vera hér i friði? JS EINHVER mikilvægasta siglingaleið i heimi er um Hor- muzsund, sem tengir Indlands- haf og Persaflóa.Um þetta sund fara fram nær allir oliuflutn- ingar frá rikjum við Persaflóa. Ef sundiö lokaöist, myndi það fljótt valda gifurlegum vand- ræðum viða um heim. Siðan styrjaldarátökin hófust milli Iraka og trana um Shatt al Arab, hefur athygli mjög beinzt að þvi, hvort þau muni hafa lokun Hormuz-sundsins i för með sér. Spákaupmenn á sviði olíu- verzlunar hafa oröið fljótir til að dreifa sögum um þaö, þar sem afleiðing þess gæti orðiö mikil veröhækkun á oliu, einkum á hinum svonefnda frjálsa mark- aði, sem Rotterdamverðiö mið- ast viö. Spár ábyrgari aðila eru yfir- leitt þær, aö óliklegt sé að Hormuzsundið lokist fyrst um sinn, nema fyrir oliuflutninga frá tran og trak. Eins og sakir standa, er lran eina rikiö, sem getur stöövað oliuflutninga um Hormuz-sund. lran er enn mesta flotaveldið viö Persaflóa, þvi að sjóherinn hefur nokkurn veginn sloppiö viö hreinsanir Khomeinis. Hreinsanirnar hafa aöallega náö til flughers og landhers. Þaö er óliklegt, að íranir reyni að sinni aö stöðva oliu- flutninga frá Kuwait, Saudi- Arabiu og furstadæmunum við Persaflóa, því að þá fengu þeir öll þessi riki á móti sér. Hins vegar munu tranir stöðva oliuflutninga frá trak, enda eru Irakar hættir þeim i bili. t hefndarskyni, hafa trakar gert loftárasir á helztu oliu- hafnir i Iran og hafa tranir þvi stöövað oliuflutninga frá þeim. ÞOTT oliuflutningar stöðvist frá tran og trak um stundar- sakir, þarf það ekki að hafa áhrif á olluveröiö I heiminum, þvi oliubirgðir I flestum löndum eru nú með mesta móti. Þetta gæti hins vegar breyzt ef styrjaldarátökin drægjust á langinn. Þó gætu tranir lika gripiö til þess örþrifaráös aö loka Hormuzsundi i þeim til- gangi, að fleiri aöilar kæmu þá til og hjálpuðu til þess aö knýja fram úrslit, sem Iranar gætu sætt sig við. Erfitt er hins vegar aö sjá, hvernig það ætti að ger- ast. Af hálfu Sameinuöu þjóöanna er nú allt gert til aö fá striðs- aöila til aö hætta vopnavið- skiptum. Fjölmörg riki hafa skorað á þá að leggja niður vopn ogsemja.Þá hefur Yasser Ara- fat, leiðtogi Frelsishreyfingar Palestinu-araba, boðizt til aö beita sér fyrir málamiðlun. Málamiðlun mun hins vegar ekki reynast auðveld. Saddam Hussein mun ekki sætta sig viö minna en að fá yfirráðin yfir Shatt al-Arab-siglingaleiðinni, ásamt þvi landi, sem trak lét tran fá samkvæmt samningum frá 1975. Flest bendir til, aö Hussein myndi velta úr sessi, ef hann fengi þetta ekki fram. Raunar vill Saddam meira. Hann vill aö Iranir sleppi nokkrum eyjum, sem eru við Hormuzsund og þeir hertóku 1971. Aöur haföi þaö verið deiluma'l, hvort þessar eyjar til- heyröu tran eöa Arabisku furstadæmunum, United Arab Emirates. Arabisku rikin við Persaflóa styðja kröfur Arabisku fursta- dæmanna og hafa veriö andvig yfirráðum trana á Persaflóa. A arabisku heitir flóinn ekki Persaflói, heldur Arabaflói. Sá hluti Indlandshafs, sem liggur að Hormuzsundi er líka nefndur Arabiska hafiö af Aröbum. SaddamHussein hefur beinan og óbeinan stuðning Arabarlkj- anna viö Persaflóa i þeirri viö- leitni sinni aö brjóta yfirdrottn- un trana eöa Persa þar á bak aftur. EN ÞÓTT erfitt væri fyrir Saddam Hussein aö semja um óbreytt landamæri væri það ekki siöur örðugt fyrir Khomeini að afsala bæði landsvæðum og yfirráðum á siglingaleiöum um Shatt al Arab, sem keisarinn tryggöi tran meö samningum frá 1975. Það myndi gefa hinum mörgu andstæöingum hans byr i seglin. Hann gæti orðiö valtur I sessi eftir það. Samt gæti fariö svo, aö hann neyddist til aö semja, ef styrj- aldarátökin yrðu til þess aö auka upplausn og flokkadrætti i landinu. Helzta von Khomeinis er sú, að innrás traka verði til aö fylkja þjóöinni að baki honum gegn sameiginlegum erlendum óvini. Ef SaddamHussein mis- tækist að vinna skjótan sigur, er það ekki útilokaö aö shiatar, trúbræður Khomeinis i lrak, snúist gegn honum, en þeir eru I miklum meirihluta i landinu. Hussein og flestir núverandi valdamenn traks eru sunnitar. Arafat vill reyna að miðla málum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.