Tíminn - 26.09.1980, Síða 9

Tíminn - 26.09.1980, Síða 9
Föstudagur 26. september 1980 9 var samt byrjað að afvopna bændur, sem hætt höföu sér af torginu á næstu götur, og hand- taka þá. Þegar riddaralið, sem skipað var Vestgautum, reið inn á torgið, hleypti einn bændanna skoti úr byssu, sem hann hafði að vopni. Hann hæfði engan, en riddaraliðsforingi reið þegar fram og skaut bóndann. Þannig hófst bardaginn. Þá var klukk- an fjögur. Ringulreið var mikil i upp- hafi. Hersveitirnar, sem rikis- stjórnin hafði á að skipa, voru sumar tregar til þess að skjóta á Dalakarlana. Hermenn frá Vestmannalandi neituðu með öllu að skjóta á „feður sina, bræður og ættingja”. Hermenn frá Upplandi og Suðurmanna- landi studdust einnig fram á byssur sinar og höfðust ekki að. Þegar foringjar úr li'fverði konungs fyrirskipuðu árás, riðu margir úr riddaraliðinu út af torginuyfir Norðurbrú og námu staðar ekki fyrr en þeir komu að vindubrú,sem dregin hafði ver- ið upp. Jafnvel sumir leiguliðanna i hersveitunum voru tregir til þess að beita byssum sinum, enda ýmsir þeirra ættaðir úr Dölum. Seinna voru sumir þessara manna dregnir fyrir herrétt og dæmdir til dauða, en sýnd sú likn, ef likn skal kalla, að i stað- inn mættu koma þrjátiu vandar- högg og ævilöng hegningar- vinna i verkinu við Marstrand. Það voru hersveitir úr Suður Sviþjóð, sem ekki hikuðu við að ráðast á Dalakarlana, eftir stutta og snarpa skothrið, lögðu Dalakarlar á flótta, en eftir lá á torginu fjöldi dauðra manna og lemstraðra. Flóttamennirnir hlupu i átt aö Brunkeberg og Drottningargötu og reyndu að fela sig i húsum og görðum. Margir voru höggnir niður af riddaraliðiá flóttanum, en aðrir hröktust i Strauminn og drukknuðu. Flestir aðrir voru teknir höndum. Þrjú þúsund Dalakarlar, þeirra á meðal sex hundruð her- hermenn, voru gripnir. Þeir voru ýmist settir i fangelsi eða hafðir i vörzlu innan múra kirkjugarðsins á Riddarahólmi. Þeir voru siöan valdir úr, er töldust hafa mest hvatt til upp- reisnarinnar. Smám saman voru þeir dæmdir til dauða, og ýmist, að dómum væri þegar fullnægt eða náðun veitt gegn strangri likamsrefsingu. Her- menn voru settir á vörð um alla borgina og skip með fallbyssur voru látin hafast við á Straumn- um og hafði foringjum þeirra verið skipað að skjóta á borg- ina, ef tilraun yrði gerð til þess að frelsa fangana. 17. ágúst voru þeir Dala- karlar, er ekki sættu þyngri kárinum, reknir út úr borginni til heimkynna sinna. Þegar hér var komið, hafði herlið frá Suður-Sviþjóð verið sent i héruð i Dölunum til þess að bæla niður allan mótþróa. Yfirvöldin létu svo heita, að fimmtiu Dalarkarlar hefðu fall- ið og áttatiu særst. Sjúkrahús- skrár sýna, að þessum tölum hefur verið stórlega hagrætt. Þeir, sem hlutu mikil sár og örkuml, skiptu mörgum hundruðum, og af þeim, sem farið var með i eitt og sama hjúkrahúsiö, létust aö minnsta kosti hundrað. En aðrir voru þeir, sem enga umönnun fengu, og fóru að sjálfsögðu einnig margir úr hópi þeirra. í þeim sjúkraskrám, sem enn eru til, má sjá, að meðal hinna særðu hafa menn úr nálega öll- um byggðalögum Dala. Nokkurra byggðarlaga er þó ekki getið, og orsökin er sú, að menn þar urðu siðbúnari en aðrir til herfararinnar til Stokk- hólms og komust ekki á leiðarenda áður en uppreisnin var bæld niður. Eitt er enn óupplýst: Hvað var gert við þá, sem féllu eða dóu? Likin hafa ekki verið flutt heim I Dali. Þeir hafa þess vegna sennilega verið grafnir i Stokkhólmi. Þeirra er þó að engu getið i kirkjubókum, og getgátur eru um, að það stafi af þvi, að yfirvöld hafi af fremsta megni reyntaðbreiða yfir, hvað raunverulega gerðist þessa sumardaga og hversu mikið mannfallið var. [956*2Æo*iq8o« Dansskóli Heiðars Astvaldssonar Kbmdu í hópinn hjá Hdöari -fað erdvegóhœtt. ViderumMinMundkímokkurí^ár Danskennsla okkar er við allra hæfi. Létt spor fyrir minna fólkið, gamlir og nýir dansar fyrir unglinga og fullorðna. Sérstakir hópar eru fyrir hjón og einstaklinga og auk þess bjóðum við uppá hið stórvinsæla ,,konubeat“. Innritunarsímar: 24959 - 39551 - 38126 - 74444 - 20345 Góö hreyfing í skenmitileguw fe/ugsskup ** Síðasti innritunardagur **

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.