Tíminn - 26.09.1980, Qupperneq 11

Tíminn - 26.09.1980, Qupperneq 11
Föstudagur 26. september 1980 11 Innanlandsflug Arnarflugs nú eins árs: Magnús Gunnarsson: ,,Vi6 höfum orðið aö takmarka vai okkar á flugvélum við flugvellina.” vetraraæltun, sem taka mun gildi þann 20. september, verður að verulegu leyti byggð á þeim könnunum. Þær munum við kynna nánar siðar. Við höfum einnig haldið úti blaði, til þess að auka tengslin við okkar far- þega og það hefur haft sitt gildi, þótt útkoma þess hafi ekki verið regluleg. Sá gagnkvæmi skilningur og vilji til þess að bæta samgöng- urnar hefur til dæmis verið grundvöllur þess að við höfum nú hafið flug til Grundarfjarðar en þar var flugvöllur mjög slæmur. En sé nægur vilji á stöðunum sjálfum til úrbóta mun ekki standa á Arnarflugi að fljúga. Þótt þetta viðtal sé i tilefni af ársafmæli innanlandsflugs er freistandi að spyrja um flug þeirra véla sem eru erlendis og i millilandaflugi? Félagið á tvær þotur, aðra af gerðinni Boeing 707 og hina af Boeing 720. Önnur helur verið i flugi hér heima með sólarlanda- farþega, en hin hefur verið i flugi fyrir jórdanska félagið Alia. Þótt þessar vélar séu báð- ar tæknilega mjög fullkomnar og til dæmis með sömu hreyfl- um og DC-8 þotur Flugleiða, eru nýrri vélar þó miklu sparneytn- ari á eldsneyti og þvi höfum við fyrir löngu kunngert að við höf- um i huga að endurnýja þot- urnar, fáist nauðsynlegum skil- yrðum fullnægt. En á hitt er að lita að á móti eldsneytisverðinu kemur það hve nýju vélarnar eru dýr tæki og að þær þurfa að fljúga óhemju mikið, til þess að greiða þær niður. Þessu má ekki gleyma. 1 heilt ár höfum við verið með i bigerð að komast yfir Boeing 737, annað hvort að kaupa álika vél eða leigja hana. Þau skilvrði sem þarf að fullnægja, áður en i svo stórar skuldbindingar er ráðist eru hins vegar þau að við þurfum að hafa örugg verkefni og fjármögnun. Við eigum rað- númer hjá Boeing smiðjunum á slikri vél, en þrátt fyrir það er engu slegið föstu enn i þessu efni. Sumir hafa talið að Boeing 737 sé ekki heppileg til úthafsflugs þa r sem hún er tveggja hreyfla? ,,Já, þá gagnrýni hef ég heyrt. Við höfum ráðfært okkur við Bo- eing verksmiðjurnar um þetta og niðurstðan er sú að ég held að slikar vélar séu ekki óörugg- ari en aðrar og að menn taki ekki tillit til þeirrar tækniþró- unar, sem orðið hefur frá þvi er menn voru að fljúga yfir hafið á tveggja hreyfla þristum. Við mundum ekki hugleiða 737, ef við teldum einhverjum öryggis- atriðum fórnað með þvi. Fjöldi flugfélaga flýgur þessum vélum á hverju ári til tslands og ég held að það sé gömul þjóðsaga að tveggja hreyíla vél þurfi að vera óöruggari. Þessi mál eru enn i athugun og við erum að svipast um eftir tækifærum, sem verða til á hin- um erlenda markaði og við vilj- um ekki binda okkur við eitt né neitt. Misjafnt er um hvaða flugvélartegund getur verið að ræða i hverju tilfelli, þegar tækifærið býðst. Þegar viðseld- um aðra 720 vélina okkar, var það vegna þess að hún var ekki orðin eftirsóknarverð á hinum almenna markaði og þá náðum við þessum samningi við Alia. Hann byggðist á þvi að við not- uðum 707 vél og við útveguðum okkur 707 og fljúgum henni. Þannig kunnum við að hafa aðra vél i athugun á morgun. Við útilokum enga möguleika. Hver er aðstaöa islensks flug- félags. sent er að leita fyrir sér á þessunt stóru mörkuðum er- lendis? Þegar staðið er i svona rekstri, sem vissulega er mjög alþjóðlegur. verðum við mjög á- þreifanlega varir við það hve smáir og fámennir við erum og hve vanmegnugir. þegar fylgst er með þessum miklu átökum. Satt að segja er sá árangur sem Islendingar hafa náð í flugmál- um einstæður og það hve langt við höfum náð. Þá er ég ekki að- eins að tala um flugfélögin hér innanlands, heldur á ég einnig við Cargolux, sem er mannað af tslendingum. Sé litið á stærð þjóðarinnar, er sá hluti hennar, sem flugmálunum tengist alveg óhemju stór. Þvi hljótum við að spyrja hvernig okkur megi takast að halda þessum atvinnuvegi gangandi. Hvað um þ á kreppu sent rikt hefur i flugmálum hér að undanlörnu? ,,Já, um þetta hefur svo margt verið rætt og margt sagt að erfitt er að bæta nokkru við. Ég tel að það mundi verða mikill ávinningur fyrir okkur Islendinga, ef unnt yrði að halda islenskum umsvifum á Atlants- hafsleiðinni við, eftir sem áður. Þegar illa gengur er manni tamt að halda i þá von að birti upp um siðir, en það hef ég áður sagt og get endurtekið hér, að ef menn hyggjast auka umfang islenskra flugmála að marki, er ekki um annað að ræða en flytja þá þekkingu i flugmálum, sem við höfum yfir að ráða að ein- hverju leyti úr landi. Við höfum hér mikinn fjölda fólks með ó- metanlega þekkingu og mörg afkastamikil tæki og við þurfum að sækja á ný mið. Hér tel ég um útflutningsgrein að ræða og það hefur vakið mér furðu að menn hafa margir látið sér fátt um þessar yfirlýsingar minar finn- ast. Menn hafa sagt að þeir hafi ekki áhuga á að fara að fljúga erlendis og þeir um það. Hér hefur verið reynt að ná i þessar erlendu leigur, til þess að skapa atvinnu, og við hverju má búast ef ekki er tekið þvi sem þannig er iyrir hendi? Mikiö hefur verið rætt um að stofna hér nýtt flugfélag. Hins vegar hefur ekki verið rætt um Arnarflug i þvi sambandi?' Mér er engin launung á þvi að við gætum hér tekið að okkur hvaða verkefni sem vera skyldi. Grundvöllurinn er fyrir hendi mannskapur, vélar og þekking, séu rekstrarlegar forsendur til staðar. Við höfum verið i sam- starfi við Flugleiðir i tvö ár og nokkuð hefur verið umdeilt hvernig þvi samstarfi hefur verið fyrir komið, og i framtið- inni er knýjandi að á ýmsu verði fundin betri lausn, þótt ég ræði það ekki nánar að sinni. I þeim umræðum sem verið hafa um nýtt félag höfum við hins vegar ekki verið nefndir og við höfum ekki sett okkur i neinar stellingar til þess að hlaupa þar inn i. Gagnrýnisraddir hafa heyrst i þá veru aö Ania.flug flýgur sólarlandaferðirnar i stað þess Guðbjörn Guðjónsson heildverslun Kornagarði 5 — simi 85677. 1/7 tw. FINLAVH SNJO- BLÁSARI Festur á þrítengi dráttarvélar Vinnslubreidd: 215 cm Frákast: 10-30 m Aldraðir þurfa líka að ferðast — sýnum þeim tillitssemi. ilæ FERÐAR í verslun okkar er tvímælalaust mesta úrval landsins af hjóna- rúmum og sófasettum oghúsgögnum i unglingaherbergi, einkum skrifborð og svefnbekkir. Lág útborgun og léttar mánaðarlegar greiðslur. Rildshöfða 20 - S (91/81410-81199 Sýnwi’ahöllinni - Ártúnshöfða

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.