Tíminn - 26.09.1980, Qupperneq 13
Föstudagur 26. september 1980
l 'l '1 'l { l{ *
13
Minning
Jón Helgason
Mágur minn Jón Helgason,
bifreiðasmiöur, Tryggvagötu 2,
Selfossi, varð bráðkvaddur á
heimili sinu að morgni laugar-
dagsins 13. þ.m., sjötiu og fjög-
urra ára að aldri. Hann hafði
kennthjartasjUkdóms um skeið,
en eigi að siöur var hann svo
lánsamur að geta stundað
vinnu sina til siðasta dags. Útför
hans verður gerð frá Selfoss-
kirkju á morgun, laugardag.
Jón var fæddur i Súluholtshjá-
leigu i Villingaholtshreppi 13.
júni 1906. Foreldrar hans voru
Helgi Jónsson bondi þar og kona
hans Kristin Jónsdóttir. Höföu
móðurforeldrar Jóns, Jón og
Ingibjörg, áður búiö i Súluholts-
hjáleigu. Fööuríoreldrar hans
Jón borsteinsson og Asdis kona
hans voru hins vegar búendur I
Hútstaða-Norðurkoti i Gaul-
verjabæjarhreppi.
Eftir skamman búskap á
fæðingarbæ Jóns fluttu for-
eldrar hans úr sveitinni og niður
á Stokkseyri.Þar stundaöi faðir
hans sjóróðra. Ekki naut Jón þó
lengi föður sins, þvi hann
drukknaöi 2. april 1908, þegar
skipið, sem hann var á, fórst I
brimgarðinum á Stokkseyri. Af
áhöfn skipsins bjargaðist aðeins
einn maður. Móðir Jóns stóö þá
uppi meö tvö ung börn, Jón á
öðru ári og Þuriði, alsystur
hans, sem var tveimur árum
eldri. Amundi bóndi i Kambi i
Villingaholtshreppi bauð ekkj-
unni og börnunum þá að koma
til sín, og dvöldu þau hjá honum
i fjögur ár. Rómaði Jón þá góð-
vild, sem Amundi sýndi fjöl-
skyldunni á þessum erfiðu tim-
um. Móðir Jóns giftist aftur
Guðmundi Magnussyni frá
Unaðsdal á Snæfjallaströnd.
Fluttust þau út á Eyrarbakka
árið 1914 og bjuggu þau siðast i
Brennu, en við þann bæ var JÓn
oft kenndur siðan. Ekki eignuð-
ust þau Kristin og Guðmundur
börn saman, en Guðmundur
reyndist börnum Kristinar hinn
besti faðir og nutu þau mikils á-
strikis stjúpföður sins.
Fimmtán ára að aldri byrjaði
Jón sjósókn á vetrarvertið. Réri
hann fyrst á árabátum frá
Eyrarbakka og Þorlákshöfn.
Við þetta máttu unglingar á
þeim tima búa og þótti gott, ef
þeir fengu pláss á skipi. Siðasta
árið sem Jón stundaði sj<} frá
Þorlákshöfn var hann á velbáti
og urðu það mikil umskipti.
Hann var siöan sjómaður á vél-
bátum bæði sunnanlands og
„suður meö sjó”, en aö sumrinu
varhann i vegavinnu viðs vegar
um landið I vegavinnuflokki frá
Eyrarbakka. Þann 10. desem-
ber 1936urðu þáttaskil i lifi Jóns
en þá hóf hann störf hjá Kaup-
félagi Arnesinga á Selfossi. Hjá
þvi félagi vann hann siðan til
dauðadags og þegar hann féll
frá haföi enginn starfsmaður
félagsins unnið þar jafn lengi og
hann, en starfstiminn var þá
orðinn nærri 44 ár. Jón byrjaði
sem bilstjóri hjá kaupfélaginu.
Ók hann ýmist mjólk frá bænd-
um til mjólkurbússins á Selfossi
eða vörum frá Reykjavik til
kaupfélagsins. Vegir voru á
þeim tima oft slæmir, bæði
vegna aurbleytu og snjóa og úr
ýmsum vandamálum varð að
greiða, en allt leystist farsæl-
lega I höndum Jóns. Siðan vann
hann i bifreiöavarahlutaverslun
kaupfélagsins, en Jón var hag-
leiksmaður og hafði yndi af
smiðum. Varö þaö til þess að
hann breytti til og hóf smiðar i
bilasmiðju kaupfélagsins. Vann
hann eftir þaö við bifreiða-
smiðar þar og öðlaðist réttindi
sem bifreiðasmiður. Jón var
velvirkur og trúr I starfi. Vildi
hann jafnan gæta hags kaup-
félagsins i hvivetna.
Þann 31. mai 1941 gekk Jón að
eiga eftirlifandi konu sina Hall-
dóru Bjarnadóttur frá Ond-
verðarnesi. Var hjónaband
þeirra einstaklega gott og
studdu þau hvort annað I allri
sinni sambúð. Þau eignuðust
þrjúbörn, Kristinu, sem andað-
ist á fyrsta ári, Ernu, sem er
búsett i Reykjavik og er gift
Bjarnfinni Hjaltasyni húsa-
smið, eiga þau þrjá syni, og
Bjarna, sem er viðskiptafræö-
ingur og löggiltur endurskoð-
andi, búsettur á Selfossi,
kvæntur Guðrúnu Jóhanns-
dóttur og eiga þau einnig þrjá
syni.
Jón var hlédrægur og hann
flikaði ekki tilfinningum sinum,
en var hlýr í viðmóti. Hann vann
störf sin i kyrrþey en af alúð.
Hann var með afbrigðum góður
heimilisfaöir og naut eiginkona
hans, börnin, tengdabörn og
barnabörn umhyggju hans si og
æ.
Við hjónin kveðjum með sökn-
uði látinn vin og biðjum fjöl-
skyldu hans allrar blessunar á
sorgarstund.
Bjarni K. Bjarnason.
ALLAR STÆRÐIR af
PHILIPSog
PHILCO
kæliskApum
heimilistæki sf
HAFNARSTRÆTI 3 - 20455 - SÆTÚN 8 - 15655
ÆZjTfjölnotavagninn
ER MEIRI EN HANN SÝNIST!
Með aukabúnaði má nota hann sem almennan f/utningavagn,
sem votheysvagn, sem baggavagn og sem mykjudreifara.
Sá bóndi, sem hugleiðir kaup á tækjum til ofangreindra nota,
þarf því ekki annað en kaupa JF-vagninn til að leysa sínar
þarfir.Vagnarnir eru á belgmiklum dekkjum og með drifbúnaði
og færibandi í botni.
Globuse
LÁGMÚLl 5, SlMI 81555