Tíminn - 26.09.1980, Síða 19

Tíminn - 26.09.1980, Síða 19
Föstudagur 26. september 1980 19 Listsýning á „ári trésins” AB — A s.l. vori skipaði stjórn Iðnaðarmannafélagsins i Reykja- vik nefnd er vinna skyldi að undirbúningi sýningar á nytja- og listmunum i tilefni af „Ári trésins 1980”. Nefndin hefur siðan skrifað öll- um iönaðarmannafélögum á landinu, en undirtektir hafa þvi miður verið frekar dræmar. Það er leitt til þess að vita, þvi vitað er um iönaðarmenn og aðra, i Reykjavik og viðsvegar um land- ið sem gert hafa fagra og listræna muni úr tré. Ráðgerter að sýningin geti orð- ið i byrjun nóvember, og mun hún verða sett upp i kjallara Iðnaðar- mannahússins. Sýnt verður hvernig má nýta trjávið til gagns og yndis, einkum i tréskurði. Þvi er þvi beint til fólks sem á muni, nýja eða gamla, er hæfa myndu slikri sýningu, og vildu lána þá að hafa samband viö einhvern i framkvæmdanefnd sýningarinar, en formaöur hennar er Helgi Hallgrimsson, Goðalandi 21, Reykjavik, simi 33594/26240. Nýjar bækur AB — Mál og menning hyggur sem fyrrá mikla útgáfustarfsemi nú i ár. „Ritsafn Jóhanns Sigurjóns- sonar” mun verða gefið út, og verður það i þremur bindum. Atli Rafn Kristinsson sá um útgáfuna en i safni þessu eru mörg ljóð og bréf sem ekki hafa áður birst á prenti. Út verður gefið 1. bindi af áformuðu þriggja binda safni með greinum er varða íslands- sögu og nefnist það „Sverrir Kristjánsson: Rit I.” Islenskarskáldsögursem koma út hjá fyrirtækinu eru „Pela- stikk” eftir Guðlaug Arason, „Sagan af Ara Fróðasyni og Hug- borgu konu hans” eftir Guðberg Bergsson og „Galeiðan” eftir Ölaf Hauk Simonarson. Á meðal þýddra verka verða bækur eins og „Hverjum klukkan glymur”, eftir Ernest Hemingway i þýðingu Stefáns Bjarman. „Það á að dansa”, nýtt smásagnasafn eftir William Heinesen þýtt af Þorgeiri Þor- geirssyni. „Heygðu mitt hjarta við Undaö Hné” eftir Dee Brown, i þýðingu Magnúsar Rafnssonar en þetta er saga ameriska vestursins frá sjónarhóli indiána. Nútima raunsæissaga frá Pól- landi, „Áttundi dagur vikunnar” eftir Marek Hlasko i þýðingu Þor- geirs Þorgeirssonar kemur út nú i ár og tvær nýjar bækur i bóka- flokknum „Skáldsaga um glæp eftir þau Maj Sjöwall og Per Wahlöö koma nú út og nefnast þær „Brunabillinn sem týndist” og „Pólis, Pólis...” Meðal annarra bóka hjá Máli og menningu eru „ísland i skugga heimsvaldastefnunnar” eftir Einar Olgeirsson, Jón Guðnason skráði, „Mannkynssaga 1492-1648” eftir Jón Thór Har- aldsson, „Þrymskviða” og „Draumur Baldurs” og eru Edduteikningar eftir Harald Guð- bergsson, heimspekibók eftir Brynjólf Bjarnason og „Ævisaga Björns Eysteinssonar”, 2. útg. og sá Björn Þorsteinsson um út- gáfuna. Af barna- og unglingabókum má nefna bækur eins og „Veröld- in er alltaf ný” eftir Jóhönnu Alf- heiöi Steingrimsdóttur, mynd- skreytingar eftir Harald Guð- bergsson, „Vera” eftir Ásrúnu Matthiasdóttur og „Börn eru lika fólk”, eftir Valdisi óskarsdóttur. Þessar þrjár bækur voru meðal þeirra sem bárust i barnabóka- samkeppni Máls og menningar og dómnefnd mælti með til útgáfu. Á meðal þýddra barnabóka verða þrjár bækur eítir Astrid Lindgren, þ.e. „Emil i Kattholti lifir enn” i þýðingu Vilborgar Dagbjartsdóttur, „Madditt” i þýðingu Sigrúnar Árnadóttur og „Ég vil lika fara i skóla” þýdd af Ásthildi Egilson. Eins verða gefn- ar út þrjár bækur um „Einar Áskel” eftir Gunilla Bergström og hefur Sigrún Árnadóttir annast þýðingu þeirra. Að lokum er rétt að geta bókar eftir höfund hinna vinsælu Patrick-bóka. K.M. Pey- ton, en sú nefnist „Sýndu að þú sért hetja” og hefur Silja Aðal- steinsdóttir þýtt hana. 'egna þes%: að hann hefur réynst vel á Islandi |Er sérstaklega rúmgóður #Er hár undir lægsta púnkt #Er frábær i snjó ag lausamöl #Er lipur og sparneytinn • Er á sérstaklega góðu verði • Er á ótrúlega góðum greiðslukjörum TRABANTAA/ARTBURG UMBOÐIÐ Vonorlondl v/Sogoveg — Slmor 03560-07710 Menningarsjóður Norðurlanda Verkefni Menningarsjóðs Norðurlanda er að stuöla að norrænni samvinnu á sviöi menningarmála. 1 þessum til- gangi veitir sjóðurinn styrki til norrænna samstarfsverk- efna á sviði visinda, fræöslumála og almennrar menningarstarfsemi. Á árinu 1981 mun sjóðurinn hafa til ráðstöfunar 8,5 milljónir danskra króna. Af þessu fé er hægt að sækja um styrki til norrænna samstarfsverkefna sem unnin eru i eitt skipti fyrir öll. Einnig má sækja um styrki til verkefna sem taka lengri tima og þá fyrir ákveðið reynslutimabil. Umsóknir ber að rita á umsóknareyðublöð sjóösins og er umsóknum veitt viðtaka allt árið. Umsóknir veröa af- greiddar eins fljótt og hægt er væntanlega á fyrsta eða öðrum stjórnarfundi eftir að þær berast. Frekari upplýsingar um starfsemi sjóðsins veitir Nor- ræna menningarmálaskrifstofan Snaregade 10, DK-1250 Kaupmannahöfn simi (01)114711. Umsóknareyðublöð fást á sama stað og einnig i mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, simi 25000. Stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda /XUglýs'»ð , Títnanum Lausar stöður Lækna og hjúkrunarfræðlngs við heilsugæslustöð við Borgar- spítalann í Reykjavík Lausar eru til umsóknar tvær stöður lækna og ein staða hjúkrunarfræðings við heilsugæslustöð við Borgarspitalann i Reykjavik. Stöðurnar veitast frá og með 1. desember 1980. Umsóknir ásamt upplýsingum um mennt- un og störf sendist ráðuneytinu fyrir 27. október 1980. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 24. september 1980

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.