Tíminn - 05.10.1980, Page 6

Tíminn - 05.10.1980, Page 6
' < f O' Sunnudagur 5. október 1980. Ctgefandi Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Jón Helgason og Jón Sigurbsson. Ritstjórnarfull- trúi: Oddur ólafsson. Fréttastjóri: Eirfkur S. Eiríksson. Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gfslason. Ritstjórnarskrifstofur, f ramkvæmdastjórn og auglýslngar Sföumúla 15. Sími 86300. — Kvöldsimar blaöamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö í iausasölu kr. 250 Askriftargjald kr. 5000 á mánuði. Blaöaprent. Flugleiðir Það var vafalítið rétt ákvörðun hjá starfsmönn- um Flugleiða að hætta við þátttöku i umræðuþætti i sjónvarpinu, sem átti m.a. að snúast um þrætu- efni þeirra og stjórnenda fyrirtækisins. Ef Flugleiðir eiga að valda þvi verkefni að tryggja áfram eðlilegan flugrekstur út á við og inn á við, þarfnast fyrirtækið nú annars en að fram fari einhvers konar hólmganga milli starfsmanna þess og stjórnenda á opinberum vettvangi. Fyrir framtið Flugleiða skiptir sennilega mestu, að gott samstarf takist milli starfsmanna og stjórnenda, en gömlum deilumálum sé ýtt til hliðar. Það þjónar engum sæmilegum tilgangi að halda rifrildi um þau áfram. Það gefur augaleið að það hefur allt annað en heppileg áhrif á samstarf Flugleiða og starfs- manna, að starfsmannafélög þau, sem fyrirtækið þarf að semja við, eru ekki færri en 39 og mismun- andi taxtar skipta hundruðum. Þetta leiðir til metnaðar og samkeppni milli starfsmannanna. Af þessum ástæðum hafa Flugleiðir lika oft átt yfir höfði sér, að einhver hópurinn af þessum 39, kynni að gripa til verkfallsvopnsins og reyndi að knýja fram kröfur sinar á þann hátt. Þetta skapar óvissu, sem er sérstaklega skaðleg fyrirtæki, sem þarf að keppa á alþjóðlegum samgönguleiðum. Fjölmiðlar hafa að sjálfsögðu fjallað mikið um málefni Flugleiða að undanförnu. Rikisfjölmiðl- arnír hafa eðlilega talið sér skylt að vera þar ekki eftirbátur. Þáttur þeirra hefur verið nokkuð gagn- rýndur og stundum þótt minna meira á siðdegis- blaðamennsku og gagnrýni á stjórnendur Flug- leiða en hlutlausa fréttaöflun. Nokkuð er til i þessu, en taka verður með i reikninginn, að fréttamenn vinna oft undir erf- iðum kringumstæðum. Þeir þurfa að skila fréttum sinum fljótt og hafa þvi litinn tima til að vera með vangaveltur. Eins og aðrir, eru þeir meira og minna undir áhrifum umhverfisins. Það, sem hefur skórt á hjá fjölmiðlum, bæði rikisf jölmiðlum og blöðunum (Timinn ekki undan- skilinn), er sennilega það, að ekki hefur verið skýrt nægilega, hvað veldur mestu um erfiðleika Flugleiða. Hér er átt við hina miklu samkeppni i Atlantshafsfluginu, þegar undirboð á fargjöldum koma á sama tima og oliuverð stórhækkar. Fréttaflutningurinn hefur beinst of mikið i þá átt, að eiginlega sé allt stjórnendum Flugleiða að kenna. Þeir eiga vitanlega einhverja sök, en meginorsökin er óviðráðanleg. Vonandi tekst að leysa þessi mál þannig, að sæmilegar flugsamgöngur haldist innanlands og við önnur lönd. Fyrir Islendinga er ekkert þýð- ingarmeira en að sæmilegar flugsamgöngur geti haldist milli íslands og Ameriku og íslands og Ev- rópu. Hér þarf að gæta jafnvægis og tengjast hvorki einhliða i austurátt eða vesturátt. Það er grundvallaratriði. Steingrimur Hermannsson samgönguráðherrá hefur að allra dómi unnið mikilvægt starf til þess að tryggja þetta. Það getur hins vegar ekki borið tilætlaðan árangur, nema allir, sem þetta mál snertir, leggi hönd á plóginn. Þvi er nú hluthafa- fundarins hjá Flugleiðum beðið með eftirvænt- ingu. Þ.Þ. Þórarinn Þórarinsson: Erlent yfirlit Hua orðinn valtur í formannssætinu Réttarhöldin að hefjast gegn ekkju Maós ÞAÐ hefur nú veriö tilkynnt i Peking, aö réttarhöldin gegn þorpurunum fjórum muni senn hefjast og dómur kveöinn upp yfir þeim fyrir afglöp þeirra. Aögangur aö réttarhöldunum veröur takmarkaöur og fá er- lendir blaöamenn ekki aö vera viöstaddir. Þorparamir fjórir voru hand- teknir i október 1976 og hafa setiö I haldi síöan. Jiang Qing, ekkja Maós, er oftast haldin versti þorparinn og fjórmenn- ingamir oft kenndir viö hana, Jiang Qing-klikan. Hinir þorparamir eru Wang Hongwen, sem um skeiö var tal- inn liklegasti eftirmaöur Maós, Zang Chunqiao, sem búizt var viö, aö hreppti sæti Chou En-lai sem forsætisráöherra, en Hua varö hlutskarpari, og Yao Wenyuan, blaöamaöur frá Shanghai, sem hefur veriö tal- inn helzti hugmyndafræöingur og mesti áróöursmaöur klik- unnar. Jafnhliöa réttarhöldunum gegn fjórmenningunum, fara fram réttarhöld gegnsex mönn- um öörum sem em taldir til- heyra Lin Biao-klíkunni. Lin Biao var um skeiö útnefndur sem eins konar arftaki Maós og er talinn einn helzti forvigis- maöur menningarbyltingarinn- ar svonefndu. Sögur herma, aö Lin hafi farizt i flugslysi 1971, þegar hann var aö flýja til Sovétrikjanna eftir mis- heppnaöa tilraun til aö ráöa Maó af dögum. Þekktastur þeirra sexmenn- inganna sem nú er stefnt fyrir rétt sem fylgismönnum Lins, er Chen Boda, sem um skeiö var einkaritari Maós. Hinir fimm eru allir fyrrverandi hers- höföingjar, sem gegndu mikil- vægum embættum innan hers- ins meöan veldi Lins var mest. Sérstakur dómstóll hefur veriö skipaöur til aö fjalla um mál fjórmenninganna, skipaöur 35 dómurum. Hann mun einnig fjallaummálChenBoda. Annar dómstóllhefur veriö skipaöur til aö fjalla um mál hershöföingj- anna. Yfirleitt er talaö um þetta i kinverskum fjölmiölum sem réttarhöldin gegn Lin Biao- Jiang Qing-gagnbyltingarklík- unni. Sakir þær, sem eru bornar á hana, eru margvlslegar, m.a. tilraun til aö myröa Maó. Þeirri ásökun mun þó aöallega beint gegn sexmenningunum, sem voru fylgismenn Lins. RÉTTARHÖLDIN gegn þorpurunum fjórum hafa lengi veriö á döfinni, en fyrst nú er látiö til skarar skriöa. Ýmsir Hua Kuo-feng fréttaskýrendur gizka oröiö á, aö meira búi hér undir. Sitthvaö geti bent til, aö þau séu þáttur I undirbúningi til aö steypa Hua Kuo-feng endanlega af stóli. Þessi ályktun er dregin af grein, sem nýlega birtist I Dag- blaöi alþýöunnar sem er aöal- málgagn klnverska Kommún- istaflokksins. Grein þessi er eftir þekktan sagnfræöing, Li Honglin, sem hefur veriö samstarfsmaöur Dengs, sem nú er mesti valda- maöur Kina. t greininni segir, aö meöan keisarastjórn var I Kina, hafi keisarinn haft rétt til aö útnefna eftirmann sinn. Slik- an rétt geti enginn leiötogi i kommúnistlsku rlki haft. Þaösé fólkiö en ekkifráfarandi leiötogi sem hafi þennan rétt. Hér þykir geirnum vera beint gegnengum öörum en Hua. Maó er talinn hafa ráöiö því aö Hua var skipaöur forsætisráöherra, þegar Chou En-lai féll frá I aprll Jiang Qing, ekkja Maós, ásamt þorpurunum Wang (til vinstri) og Yao (til hægri). 1976. Þegar Maó féll svo sjálfur frá 1 september sama ár, var hann búinn aö útnefna Hua sem arftaka sinn sem formann flokksins. Slöan hefur Hua veriö bæöi formaöur flokksins og forsætis- ráöherra þangaö til á nýloknum fundi kinverska þingsins, þegar hann varö aö láta forsætis- ráöherraembættiö af hendi. Viö þvi tók Zhao Ziyang, sem hefur notiö hylli Dengs aö undan- förnu. ÝMISLEGT þykir nú benda til aö þaö eigi eftir aö koma I ljós, aö Hua hafi haft náiö samstarf viö þorparana fjóra og veriö sérstaklega i náöinni hjá þeim. Þaö vakti á sínum tima mikla athygli, þegar Hua hófst skyndi- lega til æöstu valda, en hann mátti þá heita óþekktur. Nú eru þær sögur á kreiki, aö næstu fjögur árin á undan hafi Hua veriö æösti yfirmaöur öryggis- gæzlunnar i landinu og beri þvi beint eöa óbeint ábyrgö á fangelsun Dengs og annarra þeirra leiötoga sem þorpararnir fjórir voru mótfallnir. Völd þorparanna fjögurra byggöust á þvl, aö Maó var á bandi þeirra. Hafi Hua átt fjórmenningun- um völd sin aö þakka, hefur hannlaunaö þeim illa. Þeir voru fangelsaöir rúmum mánuöi eft- iraö Maó lézt. Hua sættist siöar viö Deng, en sitthvaö þykir benda til aö Deng hafi aldrei treyst honum vel. Líklegt þykir, aö þaö muni skýrast á flokksþingi Kommún- istaflokksins, sem haldiö veröur i Peking I janúar, hvort Hua heldur stööu sinni sem for- maöur flokksins. Sennilega veröur réttarhöldunum yfir Lin Biao-Jiang Qingklikunni þá lok- iö. Margir fréttaskýrendur velta þvi fyrir sér, hvernig myndin af Maó, sem auglýstur hefur veriö sem hinn mikli leiötogi, veröur oröin aö öllum þessum mála- rekstri loknum.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.