Tíminn - 05.10.1980, Síða 9
Sunnudagur 5. október 1980.
Mannkynssaga Máls
og menningar:
Landa-
fundir og
siðaskipti
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu Mannkynssaga 1492-1648
eftir Jón Thor Haraldsson. Bókin
sem fjallar um eitt eftirtektar-
verðasta timabil nýrri sögu,
skiptist i 24 kafla. Megináhersla
er lögð á stjórnmálasögu, auk
þess sem i bókinni eru allitarlegir
menningarsögukaflar og Norður-
landasaga. Fjallað er um kapital-
isma og konungsvald, Landa-
fundina, Siðaskipfin og Þrjátiu
ára striðið, svo eitthvað sé nefnt,
sem kunnuglega kemur fyrir
sjónir.
Mannkynssaga þessi er hin
sjötta I ritröð sem Mál og menn-
ing hefur á undanförnum árum og
áratugum gefið út. Hún er dável
myndskreytt, henni fylgja kort,
heimildaskrá, nafnaskrá og at-
riðisorðaskrá, einnig „Almennt
timatal”. Bókin er 437 blaðsiður
prentuð i Prentsmiðjinni Odda.
Tímarit Máls
og menningar
— nýtt hefti
Timarit Máls og menningar, 2.
hefti 1980, er komið út og er að
nokkrum hluta helgað málefnum
farandverkafólks. Veigamesta
greinin i þeim flokki er Skýrsla
um hreyfingu meðal farand-
verkafólks eftir Jósef Kristjáns-
son þar sem rakin eru tildrög að
stofnun Baráttuhóps farand-
verkafólks i Vestmannaeyjum i
fyrrasumar og saga hreyfingar-
innar siðan. Þessum efnisflokki
tilheyra einnig tvær greinar eftir
erlendar farandverkastúlkur og
viðtal við Olafiu Þórðardóttur i
Sandgerði um verbúöalif fyrir
strið, einnig ljóö eftir Helgu M.
Novak og Kristinu Bjarnadóttur.
Þá ritar Árni Oskarsson greinina
„Vinna, sofa, éta, þegja”,sem er
athugun á textagerð um sjó-
mennsku og vertfðarlif.
Þá er löng grein i heftinu eftir
OTYY"R ASTA
m., W m Æ h M JLJk.
OG GÆÐIN ERU
\ *
HVER ANNAR
EN JCB
getur boðið:
★ Heilsoðna burðargrind
★ Enga þyngdarklossa, þar
sem vélin er á annað tonn
þyngri en aðrar vélar af
svipuðum stærðarflokki
★ Stærra vökvakerfi
★ öflugri snúning
moksturstækja og gröfu-
búnaðar
★ Hærra undir lægsta punkt
GERIÐ SAMANBURÐ
Einstaklega hagstætt
verð og greiðslukjör
á vélunum á þessu ári. Leitið nánari
upplýsinga um verð og greiðslukjör
ÉSÍiiSB |A U
Immsa U/ODUSf
LAGMÚLI 5, SIMI 81555
Arna Bergmann sem nefnist
„Von um virðingu fyrir sjálfum
mér”, þar sem bornar eru saman
skáldsögur Theódórs Friðriks-
sonar og sjálfsævisaga hans, 1
verum.sýnt hvernig meðhöndlun
sömu atburðir fá, annars vegar i
endurminningu, hins vegar I
skáldsagnaformi og dregnar at-
hyglisverðar ályktanir um stöðu
skáldsögu og endurminninga i
vitund Islendinga. Ljóð eru i heft-
inu eftir Vilborgu Dagbjarts-
dóttur, Véstein Lúðviksson og
Anton Helga Jónsson, saga eftir
Gabrfel Garcia Marquez i þýð-
ingu Ingibjargar Haraldsdóttur
og grein eftir Jón Viðar Jónsson,
. Bertolt Brecht og Berliner En-
semble. Adrepa er eftir Bjarn-
friði Leósdóttur og bókaumsagnir
eftir Pétur Gunnarsson og Silju
Aðalsteinsdóttur. Fremst i heft-
inu eru minningarorð um Þóru
Vigfúsdóttur, ekkju Kristins E.
Andréssonar, eftir Rögnvald
Finnbogason og Magnús
Kjartansson. Þetta hefti er 128
bls., prentað i Prentsmiðjunni
Odda hf. Nokkur dráttur hefur
verið á útkomu Timarits Máls og
menningar I ár af óviðráðan-
legum ástæðum, en tvö siðustu
hefti ársins eru nú i undirbúningi
samhliða og er stefnt að þvi að
bæði komi út fyrir áramót.