Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 6
6 r’ ' Þriðjudagur 18. nóvember 1980 imm Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Augiýsingastjóri: Steingrfmur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt- ir. AfgreiOslustjóri: SigurOur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar- inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón SigurOsson. Ritstjórnarfuil- trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur, Stefánsdóttir, Glfsabet Jökuisdóttir, FriOrik IndriOason, FriOa Björnsdóttir (lleimilis-Timinn), HeiOur Heigadóttir, Jónas GuO- mundsson, Jónas GuOmundsson (Alþing), Kristfn Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (Iþróttir). Ljósmyndir: GuOjón Einars- son, GuOjón Róbert Agústsson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Slöumúla 15, Reykjavlk. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86393.—Verö I lausasölu: kr. 380. Áskriftar- gjaldá mánuöi: kr.5500.— Prentun: Blaöaprent hf. Madridfundurinn Ræða ólafs Jóhannessonar utanrikisráðherra, sem hann flutti á Madridfundinum um öryggi og samstarf i Evrópu, vakti sérstaka athygli. Ólafur Jóhannesson talaði næstur á eftir fulltrúa Sovét- rikjanna, og andmælti þeim fullyrðingum hans, að Afganistans málið skipti litlu máli sem forsenda fyrir kólnandi sambúð milli austurs og vesturs. Ólafur Jóhannesson mótmælti þessu ákveðið. íhlutum Sovétrikjanna i Afganistan hefði afar óheppileg áhrif á slökunarstefnuna og alla við- leitni til að bæta sambúð þjóða. Ólafur Jóhannesson lagði áherzlu á, að viðunan- leg lausn Afganistanmálsins væri mjög mikilvæg vegna slökunarstefnunnar. ,,Það er alger nauð- syn, að okkur takist að viðhalda og styrkja þau tengsl, sem hafa mótast og myndast við fram- kvæmd slökunarstefnunnar. Þessi þróun verður að halda áfram þvi að hún er eina úrræðið”. Ólafur Jóhannesson sagði enn fremur: „Almenningur á íslandi væntir þess, að opin- skáar umræður verði í Madrid um alla þætti Helsinkisamþykktarinnar, þar á meðal um þá, sem ekki hefur verið farið eftir. Gildir hið siðar- nefnda ekki hvað sist um þá þætti, sem varða mannleg samskipti. Við eigum hins vegar ekki að láta umræður okk- ar snúast upp i illdeilur, heldur miklu fremur verða eins jákvæðar og mögulegt er. Við þurfum að ræða um fortiðina. Við þurfum að geta um öll þau atriði, sem við teljum að á skorti að fram- kvæma. Framtiðin er hins vegar mikilvægari en fortiðin. Við verðum þvi fyrst og fremst að reyna að leita leiða til samkomulags um þau atriði, sem okkur greinir á um.” Þá sagði Ólafur Jóhannesson, að á Madridfund- inum þyrfti að fjalla um alla þrjá höfuðþætti Helsinkisáttmálans. Það þyrfti að ræða um leiðir til að draga úr tortryggni á sviði hermála og þyrfti fundurinn að ná jákvæðum árangri um þau mál. Þá væri mikilvægt að ræða um aukin viðskipti og upplýsingastarfsemi á þvi sviði. Siðan sagði Ólaf- ur Jóhannesson. „Efling mannlegra samskipta, aukið upplýs- ingastreymi og aukin menningarsamskipti eru af- ar þýðingarmikil atriði. Almenningur fylgist náið með að framkvæmd séu ákvæðin um mannrétt- indi, ogþar á meðal ákvæðin um endursameiningu fiölskvldna. Menn skilja ekki þær reglur, sem komið geta i veg fyrir að sonur geti flutzt til föður sins eða önnur álika tilvik. Takmarkanir á ferða- frelsi eru afar fjarlægar Islendingum. Almenningur hefur áhyggjufullur fylgzt með ör- lögum einstaklinga i nokkrum aðildarrikjanna, er hafa orðið að sæta miklu harðræði vegna þess eins að hafa gert kröfur um grundvallarmannréttindi i samræmi við lokasamþykktina. Það er enginn vafi á pvi, að slik tilefni skaða jákvæða þróun i samskiptum austurs og vesturs. Við væntum þess að þessum steinum i vegi raun- verulegrar slökunarstefnu verði rutt úr vegi hið fyrsta.” Þá sagði Ólafur Jóhannesson að eðlilegt væri taka ákvörðun um það á þessum fundi, að fram- haldsráðstefna um öryggi og samstarf i Evrópu yrði haldin eftir 2-4 ár. Þ »Þ • Þórarinn Þórarinsson: Finnur Olof Palrae leiðir til sátta? Líkurnar til þess viröast ekki miklar Saddam Hussein og Khomeini. ÞAÐ hefur enn falliO Svia i hlut, aö Sameinuöu þjóöirnar hafa snúiö sér til hans og beöiö hann um aö reyna aö koma á friöi milli aöila, sem eiga i styrjöld. Olof Palme hefur hins vegar talsvert aðra aöstööu en þeir Sviar, sem áöur hafa fengizt viö slika málamiölun. Hann er póli- tiskur flokksforingi. Hinir hafa veriö embættismenn. Yfirleitt hefur þótt eðlilegra aö leita til slikra manna. Þetta sýnir, aö Olof Palme er búinn að vinna sér sérstakt traust á alþjóöleg- um vettvangi. Fyrsti Svi'inn, sem fékk slikt hlutverk eftir siöari heims- styrjöldina, var Folke Bernadotte greifi. Hann var fenginn til að reyna aö finna lausn á deilu Gyöinga og Araba um skiptingu Palestinu. Berna- dotte geröi tillögu um skiptingu landsins, en báðir aöilar hö&i- uöu henni. Skömmu siöar var Bernadotte myrtur af öfga- mönnum úr hópi Gyöinga. Dag Hammerskjöld haföi sem framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóöanna á árunum 1953-61 forustu um lausn ýmissa vopn- aöra átaka. Hann átti góöan þáttiaökomaá friði 1956, þegar Bretar, Frakkar og Israels- menn réöust inn i Egyptaland vegna Suez-deilunnar. Tveimur árum slöar átti hann þátt i aö binda enda á vopnuö átök i Libanon og Jórdaniu. Hann fóst I flugslysi I Kongó, þegar hann var aö reyna aö koma á friöi þar. Gunnar Jarring, sem var sendiherra Svia hjá Sameinuðu þjóöunum 1956-1958, var fenginn til aö miöla málum milli Pakistans og Indlands vegna Kashmirdeilunnar. Jarring tókst ekki aö koma á samkomu- lagi, en honum tókst aö koma á friðvænlegra ástandi. Jarring var aftur fenginn til þess 1967 aö reyna aö sætta Araba og Israelsmenn. Þaö var vonlaust verk, en mála- miölunarstarf hans þótti þó tak- ast þaö vel, aö hann var fenginn til aö vera áfram sérstakur ráöunautur Sameinuöu þjóö- anna varöandi þessa deilu, Jarring var þá fyrir nokkru kominn á eftirlaun. Olof Rydberg, sendiherra Svía hjá Sameinuöu þjóðunum var áriö 1976 faliö af Waldheim framkvæmdastjóra aö reyna aö koma á sáttum i deilunum um Vestur-Sahara. Sú deila er óleyst enn. 1 sambandi viö þetta má geta þess, aö einn Islendingur hefur fengiö það hlutverk aö leysa millirlkjadeilu. Þaö var Hjalti Skeggjason. Noregskonungur fékk hann til aö koma á sáttum milli sin og Sviakonungs. Hjalti leysti deiluna á mjög ■ diplómatlskan hátt, eða þann, aö Noregskonungur giftist dótt- ur Sviakonungs. Irana siðan styrjöldin hófst fyrir átta vikum. Meöal þeirra eru leiötogar Frelsishreyfingar Palestinumanna og Samtök múhameöstrúarrikja. Þessar sáttatilraunir hafa engan árangur borið. FLESTIR fjölmiðlar spá þvi, aö Palme muni ekki takast bet- ur. Eins og mál standa I dag, séu báöir aöilar óliklegir tií sátta. Saddam Hussein gerir þaö aö skilyrði fyrir vopnahléi, aö Iranir viöurkenni yfirráð yfir Shatt al Arab og landsvæðum viö fljótiö, sem Irak réöi yfir áð- uren samningurinn frá 1975 var gerður. Komeini neitar hins vegar al- gerlega að fallast á vopnahlé, nema trakar hafi áður dregið her sinn til baka yfir landamær- in, sem voru ákveðin i samn- ingnum frá 1975. Meðan Hussein og Khomeini standa fast við þessi skilyröi viröast samkomulagshorfur litlar og raunar engar. Sumir fréttaskýrendur binda hins vegar vonir viö þaö, aö báöum aöilum veröi fljótlega ljóst, aö hvorugur þeirra geti unniö styrjöldina, heldur haldi áfram svipaö þóf og undanfarn- ar vikur báöum til óbætanlegs tjóns. Þess vegna sé þeim heppilegast aö semja. Þetta er vafalaust rétt, ef þeir Hussein og Khomeini létu skyn- semina ráöa. En metnaður má sinmeira hjá báöum. Sá þeirra, sem lætur fyrr undan, gæti lika oröiö valtur i sessi. Palme væri mikill gæfumaö- ur, ef hann heföi erindi sem erfiöi. VERKEFNIÐ, sem Olof Palme hefurhlotiö, er aö athuga Olof Palme möguleika á friösamlegri lausn styrjaldarinnar milli Iraks og Iraris. Honum er ekki beinlínis ætlaö aö miöla málum, heldur aökynna sér, hvort nokkrar lík- ur séu til málamiðlunar. Hann mun ræöa við forustumenn beggja striösaðila og siöan skila Waldheim skýrslu um þær við- ræður. Þaö getur ráöizt af henni, hvert framhaldiö verður. Oryggisráöiö féllst einróma á þá fyrirætlun Waldheims að fela Palme þetta verkefni. Báö- ir striðsaöilar geröu þaö einnig. Palme er ekki meö öllu ókunnugur I Teheran. Siöastlið- ið vor var hann einn þriggja leiötoga sóslaldemókrata, sem fóru þangað I þeim tilgangi aö kynna sér möguleika á lausn gisladeilunnar. Hinir voru Bruno Kreisky kanslari Austur- rlkis og Felipe Gonzales, foringi spænskra jafnaöarmanna. Ýmsir aðilar hafa reynt að miöla málum milli Iraka og

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.