Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR
IÞRGTIIR
Þriöjudagur 18. nóvember 1980
Í
11
Landsliðinu tókst ekki að
leggja Þjóðverjana að velli
— töpuðu seinni leiknum 17-19 á sunnudaginn — sóknarleikurinn aðal höfuðverkurinn ísland
gerði ekki mark fyrstu 12 minútur leiksins
Ekki tókst islendingum
að sigra heimsmeistara V-
Þjóðverja er landsliðin
mættust öðru sinni á
sunnudaginn.
Þjóðverjarnir sigruðu í
þeim leik 19-17/ eftir að
staðan hafði verið 8-7 Þjóð-
verjum i vil í hálfleik.
Hilmar Björnsson lands-
liðsþjálfari 'gerði tvær
breytingar á liðinu frá
fyrri leiknum, hann setti
þá ólaf Jónsson og Stein-
dór Gunnarsson út, en inn
komu Atli Hilmarsson og
Stefán Halldórsson.
Spurningin var hvort
þetta væri ekki nokkuð
djarft teflt hjá Hilmari, að
taka hornamann og línu-
mann út en setja í staðinn
tvo útileikmenn . „Þetta
var að vísu áhætta sem ég
tók, en ég veit fullkomlega
hvar ég hef Stefán og ég
treysti honum vel til að
takast á við þetta verk-
efni", sagði Hilmar eftir
leikinn.
Þessi ráöstöfun heppnaöist
mjög vel, bæöi Stefán og Atli skil-
uöu sinum hlutverkum vel i leikn-
um og þó sérstaklega Stefán, en
hann var besti maöur islenska
liösins á sunnudaginn.
Ef við litum á gang leiksins, þá
skoruðu Þjóðverjarnir fyrsta
mark leiksins. Islendingarnir
voru lengi að komast i gang, þeim
gekk erfiðlega að finna leiöina i
mark Þjóöverja og tvö vitaköst
fóru i súginn.
Sigurður Sveinsson skaut i
stöng og Stefán lét verja frá sér.
Það var ekki fyrr en á 12. min.
að Islands jafnaöi og var Viggó
Sigurðsson þar að verki. Þjóð-
verjarnir komust i 3-1, en Björg-
vin minnkaöi muninn i 3-2 með
fallegu marki af linu.
Þá komu tvö þýsk mörk, staðan
5-2 og fyrri hálfleikur hálfnaður.
Sigurður Sveinsson skoraði úr
viti tvö mörk og lagaöi stöðuna i
5-4 og er 8 min voru eftir af hálf-
leik jafnaði Viggó 5-5.
Þjóðverjarnir komast aftur yfir
en Viggó jafnaði 6-6. Freisler
skoraði 7. mark Þjóðverja og rétt
á eftir var einum leikmanni
þeirra visaö af leikvelli i tvær
min.
Nú var gott tækifæri fyrir Is-
lendingana að jafna og komast
yfir. tsland fékk viti en aftur
skaut Sigurður i stöng, og I stað-
inn fyrir að geta jafnað ná Þjóð-
verjarnir tveggja marka forystu
8-6, en Viggó skoraði siöasta
markiö i fyrri hálfleik 8-7.
Eins og i flestum leikjum lands-
liðsins þá kemur alltaf slæmur
kafli og hann gerði vart við sig
strax i upphafi seinni hálfleiks.
Er 11 min voru liðnar af siðari
hálfleik höfðu Þjóðverjarnir gert
sex mörk en tsland aöeins eitt, og
var þetta kaflinn sem gerði út um
ieikinn.
tslendingarnir náöu þó ágætum
leik um miöjan seinni hálfleik og
tókst að laga stöðuna úr 14-8 I 15-
12, geröu fjögur mörk á móti að-
eins einu marki Þjóðverja.
Þjóðverjarnir komust 118-14, og
aðeins voru sex min til loka leiks-
ins og þvi litlar likur á þvi aö
landanum tækist að vinna upp
það forskot, ásamt þvi að Björg-
vin var rekinn af leikvelli i tvær
min.
Viggó skoraði 15. mark Islands
úr viti, en Þjóðverjar skora sitt
19. mark, það voru siðan Atli
Hilmarsson og Bjarni Guðmunds-
son sem gerðu slðustu tvö mörk
leiksins.
Bjarni það siöara úr hraðupp-
hlaupi nokkrum sek. fyrir leiks-
lok.
Það er siöur en svo slæmt að
tapa fyrir heimsmeisturunum
með tveggja marka mun, en þó
verður aö taka það með i dæmið,
að Islendingarnir geta leikið bet-
ur en þeir gerðu i þessum leikj-
um.
Það sem vantar hjá islenska
liðinu er meiri samæfing og ef
einhverjir möguleikar eiga að
veröa á þvi aö standa sig vel i B-
keppninni I Frakklandi, þá gefur
það augaleið að það verður að
gefa landsliðinu meiri tima.
Einnig hefur maður það á til-
finningunni að þetta landslið sé
algjörlega agalaust. Þaö þarf aö
leika agaðri handknattleik, og
sóknarleikinn veröur aö bæta til
muna. Við eigum mjög góða ein-
staklinga, einstaklinga sem
myndu sóma sér vel i hvaða fé-
lagsliði sem er i heiminum, en
þaö vantar aö þessir leikmenn
geti leikið sem ein liðshéild, og
þaö verður eflaust aðalverkefni
Hilmars landsiiðsþjálfara að ein-
beita sér að þvi aö ná einhverri
liðsheild út úr þessum mannskap.
Enginn vafi er á þvi aö það er
hægt, en til þess þarf að gefa
landsliöinu meiri tima.
Þá kom það einnig mjög á óvart
að Hilmar lét ekki Kristján Sig-
mundsson byrja i markinu heldur
Pétur Hjálmarsson. Kristján
hafði varið mjög vel á móti Þjóð-
verjum i fyrri leiknum, en þegar
hann kom inn á i seinni hálfleik á
leiknum á sunnudaginn þá fann
hann sig ekki.
Þrátt fyrir það þá stóð Pétur sig
mjög vel I leiknum og skilaöi sinu
hlutverki meö sóma, þaö verður
aö hafa það i huga að þetta er
annar leikur hans meö landslið-
inu.
Eins og áöur sagði, þá komst
Stefán Halldórsson einna best Is-
lendinganna frá leiknum. Þá átti
Viggó einnig ágætan leik og þó
sérstaklega i seinni hálfleik.
Lltið kom út úr stórskyttunum
Sigurði Sveinssyni og Alfreð
Gislasyni. Sigurður virtist ekki ná
sér á strik eftir að hafa misnotað
tvö viti i fyrri hálfleik og Alfreð er
allt of ragur við að reyna eitthvaö
upp á sitt einsdæmi.
Þaö er ekkert vafamál aö
Þjóðverjarnir standa vel undir
nafni sem heimsmeistarar. Þaö
vantar að visu i liðið nokkra
sterka máttarstólpa, en þrátt
fyrir það er enginn vafi á þvi að
þarna var á feröinni mjög gott liö.
Leikinn dæmdu Karl Olav 01-
sen og Lars Erik Jesmir, þeir
sömu og dæmdu fyrri leikinn og
dæmdu þeir sæmilega. Það sem
viröist vera einkennandi i dómum
þeirra er hvaö þeir eru fljótir að
flauta og fær leikurinn þar af leið-
andi ekki að ganga sem skyldi.
Mörk Islands: Viggó Sigurðs-
son 7(3), Sig. Sveinsson 3(2), Stef-
án Halldórsson 3, Björgvin, Al-
freð, Bjarni og Atli 1 hver.
Mörk Þjóðverja: Arno Ehret 7,
Ohly Harald 5(1), Manfred
Freisler 4, Klaus Voik, Seehase
og Frank Gersh eitt mark hver.
RÖP
Sagt eftir leikinn
Viggó Siguröson:
„Þetta var lélegt hjá okkur, það
er alveg á hreinu að menn eru
ekki klárir á þvi sem þeir eru að
gera, kunna ekki á leikkerfin.
Við ráðum ekki við varnarleik-
inn, og er það meát um að kenna
úthaldsleysi. Þjóöverjarnir eru
betri núna en þegar ég sá þá leika
fyrir mánuöi siðan.
Mér fannst þessir sænsku dóm-
arar vera fyrir neðan allar hellur.
Það er alltaf sama sagan, þeir
viröast krjúpa fyrir Þjóðverjun-
um bara vegna þess að þeir eru
heimsmeistarar.
Mér finnst að við ættum aö
hætta að hafa samskipti við dóm-
ara frá Noröurlöndunum. Það er
alveg sama hvort þeir eru sænsk-
ir eða danskir, — við ættum að
reyna að fá dómara frá A-
Evrópu”.
Pétur Hjálmarsson:
„Mér fannst þessi leikur ekki
vera nógu góður. Þaö voru gerðar
of margar vitleysur I vörninni,
vörnin fór ekki nógu vel út á móti
skyttunum þeirra.
Þjóöverjarnir gerðu ekki mörg
mörk úr langskotum, heldur
komu þau flest eftir gegnumbrot,
og það er mjög slæmt. Ég fann
það sérstaklega I þessum leik, að
fá á sig mörk sem koma svona
snöggt setur mann alveg úr sam-
bandi”.
Björgvin Björgvinsson:
„Það sýnir sig bara að þaö þarf
aö berjast til þess að eiga mögu-
leika á að sigra, það voru ljósir
punktar i leiknum og viö eigum aö
geta unnið svona lið á heimavelli.
Það er ekki vafamál.
Mér finnst varnarleikurinn ekki
vera aðalhöfuðverkurinn, heldur
er það sóknarleikuriinn. Ef þaö er
samstaða og vilji fyrir hendi þá er
vel hægt aö bæta hann.
Það er alltaf sérkenni okkar að
kvarta yfir dómgæslunni, við eig-
um aö hætta að hugsa um dómar-
ana i leikjunum. Helsta vanda-
málið hjá okkur er það — að við
skorum ekki — og það þurfum við
að laga”.
röp—.
■
Björgvin Björgvinsson I kröppum dans á Hnunni, og er tekinn engum vettiingatökum. Tlmamynd G.E