Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 16
f'-rámm Þriðjudagur 18. nóv. 1980 Gagnkvæmt tryggingafélag 1 IWSIGNODE Sjálfvirkar bindivélar I Sjávarafurðadeild Sambandsins Simi 28200 Nefndarálit neðri deildar um Flugleiðamálið: Starfsfólk fái tækifæri á tilnefningu fulltrúa í stjórn félagsins án þess að hlutafé liggji að baki en þá þarf breytingu á samþykktum félagsins FRI — t gær gekk fjárhags- og vi&skiptanefnd neðri deildar Al- þingis frá nefndaráliti sinu i Flugleiðamálinu. Nefndin er sammála flestum þeim skilyrð- utn sem fjárhags- og viðskipta- nefnd efri deildar setti fram fyrir aðstoð við fyrirtækið en hún gerir athugasemdir við sum þeirra, og sérálit kom fram frá Vilmundi Gylfasyni. Matthias Á. Mathiesen og Matthias Bjarnason eru and- vigir þvi að rikissjóður auki hlutafjáreign sina i félaginu. Al- bert Guðmundsson er sam- þykkur aukningu hlutafjárins en vill aö þaö sé selt aftur er fjárhagsstaöan batnar og rikis ábyrgðin fellur á brott. 1 sambandi viö 2. skilyrðið þá vitnar nefndin i 47 gr. laga nr. 32/1978 um hlutafélög en þar segir: ,,1 samþykktum er heimilt aö veita stjórnvöldum eöa öörum rétt til að tilnefna einn eða fleiri stjórnarmenn”. Við teljum rétt að starfsfólk fdi | tækifæri til að tilnefna fulltrúa á þessum grundvelli og sam- þykktum félagsins breytt i þessu skyni. Félag allra starfsmanna til- | nefni fulltrúa aö undangenginni ' kosningu. 1 bréfi Flugleiða kemur fram að stjórn félagsins telji ann- marka á þvi aö halda aðalfund i feb. vegna ársuppgjörs, en i nefndaratriöinu segir: Samkv. 2. mgr. 47 gr. laga um hlutafélög skal hluthafafundur kjósa stjórn hlutafélags. Samkv. þvi er ekkert til fyrir- stöðu að hluthafafundur verði haldinn i febrúar, og að stjórnarkjör fari fram, sagði Halldór Asgrimsson alþingis- maöur i samtali viö Timann en hann er formaður nefndarinnar. Nefndarmenn eru sammála þvi að starfsmannafélagi Arnarflugs sé gefinn kostur á að kaupa hlut Flugleiða i þvi félagi . en Matthias A. Mathiesen gerir ákveðna fyrirvara i þvi efni. — Nefndin er sammála skil- yrðum nr. 5og nr. 7 en um sjötta skilyrðiö segir svo i álitinu: — Undirritaðir nefndarmenn hafa ekkert við þaö að athuga að ! nefndar viðræður fari fram, en vilja hinsvegar benda á að hér er um að ræða réttarskerðingu einstakra aðila, en um það segir m.a. i 77 gr. hlutafélagalaga: „Samþykki allra hluthafa þarf til þess, aö ákvarðanir um eftirtaldar breytingar á félags- samþykktum verði gildar: 3. Að takmarka heimild hlut- hafa til meðferðar áhlutum sin- um eftir ákvæðum 19. og 20. gr. eða skylda hluthafa til aö þola lausn á hlutum sinum án þess að um slit félagsins sé að ræða”. Fundur veröur haldinn i dag kl. 4 i neðri deild Alþingis og gert er ráð fyrir að frumvarpið verði þá samþykkt, seinni part- inn i dag eða i kvöld. Fíkniefnalögreglan: 2 i gæslu- varðhald FRI — Tveir mcnn sitja nú i gæsluvaröhaldi vegna flkniefna.. máls sem kom upp fyrir skömmu. Að sögn Guömundar Gigju hjá fíknicfnalögreglunni þá er þetta nýtt mál en þaö mun þó aö ein- hverju leyti vera tengt þvl stóra máli sem veriö hefur í rannsókn að undanförnu. Byggða Tíminn frestast tii miðvikudags 1 dag er blaöiö fjórum siöum minna en ella, þar sem fundir bókageröa r m anna stóðu fram eftir degi i gær vegna áður boöaös verkfalls og umræðna um sátta- tillögu. Byggða-Timinn fylgir þvi ekki blaðinu i dag, en kemur næst út á miövikudag. Margir hafa notfært sér logniö og kuldann upp á siðkastið og skroppiö á skauta á Tjörninni, á Melavellinum eöa á Rauðavatni. Þessi ungi garpur hvilir hér lúin bein aðloknu skautahlaupi á Tjörn- inni. Timamynd — Róbert. Innbrot i Kársnesskóla í Kópavogi: Miklar skemmdir unnar með járnkarli FRI — Þaö var ljót aðkoma l jtársnesskóla i Kópavogi eftir hclgina. Einhverjir munu hafa brotist inn i skólann og unniö þar mikil skcmmdarverk á innanstokksmunum i skólanum en litlu mun hafa verið stoliö. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar þá munu skemmdirnar hafa veriö unnar með járnkarli en borð og aðrir innanstokks- munir voru mölbrotnir með honum og þar að auki var gengið að vegg með járnkarlin- um og reynt að brjóta hann niður. Auk þess var brotist inn i ný- byggingu gagnfræðaskólans við Vifilsstaðaveg og talsverðar skemmdir unnar þar en litlu stolið, og brotist var inn i Hjartarkjör við Kaplaskjólsveg. Við fyrirtækið Börk i Hafnar- firði var kveikt i plaströrum og nc^kkrar skemmdir unnar á þeim. Tjón af þessum sökum mun hafa verið töluvert. Þessi mál eru i rannsókn hjá rannsóknarlögreglunni. FLUGFREYJUR ENDURRÁÐNAR FRI — A laugardaginn náðist samkomulag milli Flugleiöa og flugfreyja félagsins og voru flug- freyjurnar, sem sagt hafði verið upp, endurráðnar. Flugfreyj- urnar eru 128 en sú tala getur breyst þvi hluti þeirra er i fuilu starfi, hluti i hálfu starfi og siðan koma barnseignafri og launalaus fri inn i þetta dæmi. — Ég held að allir aðilar séu ánægðir með þetta samkomulag en bæði starfsfólkið og félagið lögðu sig fram um að ná sam- komulagi, sagði Sveinn Sæ- mundsson blaðafulltrúi Flugleiða i samtali við Timann. — Ég held að þetta sé i fyrsta sinn hér á landi sem svona sam- komulag næst og það gæti orðið fordæmi fyrir aðra. — Þetta sýnir ennfremur að samstarfsandinn innan félagsins er alls ekki slæmur eins og taliði hefur verið um heldur þvert á móti. Blaðinu tókst ekki að ná i Jó- friði Bjarnadóttur formann flug- freyjufélagsins en fundur var i félaginu i gærkvöldi þar sem þetta samkomulag var rætt og mun hann hafa staðið fram undir miðnætti. Mjólkurdagar 1980 tókust mjög vel: Skyrterturnar slógu í gegn HEl — Skyrtertur Mjólkur- samsölunnar slógu I gegn, þvi 1.000 slíkar seldust á nokkrum klukkutimum á kynningu og markaði hjá Osta- og smjörsöl- unni, i mjólkurvikunni, dagana 7.—9. nóvember s.l. Skyrtertur fengu þvi færri en vildu við það tækifæri. Þá má hinsvegar gleðja með þvi, að Mjólkursamsalan hyggst hefja framleiðslu og sölu á skyr- tertum einhvern timann á næst- unni. Alls komu um 8.400manns til að skoða, bragða á og kaupa mjólkurvörur á fyrrnefndum þrem kynningar- og markaðs- dögum i húsi Osta- og smjörsöl- unnar. KynningarpaKkar runnu út eins og heitar lummut og mikið seldist af nýju ostunum fjórum sem þar voru kynntir i fyrsta sinn, þ.e.: Króksosti frá Sauðár- króki, Búra frá Borgarnesi, rjómaosti frá Selfossi og Búa frá Borgarnesi. Fleiri og fleiri fá ser 1 riME) c • . -V • mest selda úrið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.