Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 7
7 Þriöjudagur 18. nóvember 1980 „Þar voru Gunnar og Geir...” Andres Hansen Hreinn Loftsson: Valdatafi i Valhöli. örn og örlygur 1980. 253 bls. Óhætt mun aö fullyröa, aö stjórnarmyndun dr. Gunnars Thoroddsen hafi komiö sem köld vatnsgusa yfir marga sam- flokksmenn hans og fáir at buröir á stjórnmálasviöinu hata vakiö meiri athygli á siöustu árum. Eftir aö stjórnarmynd- unin varö aö veruleika hefur mönnum oröiö tiörætt um heimilisvandamál sjálfstæöis- manna og sýnist þar sitt hverj- um, eins og eölilegt er. Margir uröu eftirvæntingarfullir þegar þaö spuröist á næstliönu sumri, aö væntanleg væri bók eftir tvo unga sjálfstæðismenn, þar sem rakin væri saga innanflokks- átaka sjálfstæöismanna frá fyrstu tiö, og margtboriö á torg, er áöur heföi aöeins veriö á vit- oröi örfárra manna. Og nú er bókin komin og verður ekki ofsögum sagt, aö hún hafi þegar vakiö mikiö um- tal, enda mun þaö fátitt að for- sætisráöherra og formaður stjórnmálaflokks séu kallaöir til viðtals i útvarpi vegna Utkomu bókar. Um bókina Valdatafl i Valhöll má hafa mörg orö, skrifa langt mál um kosti hennar og galla. Hér veröur þó aöeins stiklað á stærstu atriöum, enda ekki ólik- legt aö margir eigi eftir aö skeiöa fram á ritvöllinn áöur yfir lýkur. Vikjum fyrst aö þvi, sem telja má bókinni til gildis. Þar ber þá i fyrsta lagi aö nefna, að bókin er mjög þokkalega skrifuö og frásögnin á köflum spennandi. 1 annan stað — og þaö er megin- kostur bókarinnar að minu mati—, er frásögnin öll hispurs- laus og opinská. Höfundarnir opna lesandanum sýn aö tjalda- baki i stjórnmálum, gefa honum kost á að skyggnast undir yfirborðið i stærsta og löngum valdamesta stjórn- málaflokki þjóöarinnar. Þaö, sem þar er sýnt, er misfagurt, svo ekki sé fastar aö oröi kveöiö, og býöur mér í grun að margur sjálfstæöismaöurinn eigi eftir aö standa höggdofa og sár aö bókarlokum. Það, sem bókin leiðir ööru fremur i ljós er, aö hér i Reykja- vik a.m.k. er Sjálfstæðisflokk- urinn ekki aðeins stjórnmála- flokkur i þrengsta og algeng- asta skilningi þess orös. Hann er miklu fremur hagsmunasam- tök, stofnana, fyrirtækja og fjöl- miöla. Innan þessa kerfis reynir svo hver aö ota sinum tota, hygla „sinum mönnum”, tryggja sér aöstööu og áhrif. Þetta kemur glöggt fram viöa i bókinni og þó hvergi sem i kafl- anum um stuðningsblöð Sjálf- stæðisflokksins og sögu þeirra (bls. 123-140). Þar er þvi m.a. lýst hvernig menn hafa bitist um hlutabréf i stórfyrirtækjum á borð við Morgunblaöiö, og hvernigmönnum og fjármunum er „möndlað” fram og aftur eftir þvi sem valdakerfiö þarfn- ast. Viö þessu er auðvitaö ekk- ert aö segja, mennirnir eru að færa til innan eigin flokks og allir munu jú vilja ráöa breyt- ingum heima hjá sér. Alvarlegri miklu eru þær upp- lýsingar, sem fram koma I kaflanum Landsbankamáliö, bls. 96-100. Þar greinir frá þvi er Gunnar Thoroddsen hugöist snúa aftur frá Kaupmannahöfn eftir forsetakosningarnar 1%8. Gunnar óskaöi eftir þvi aö fá stööu bankastjóra viö Lands- bankann, er losnað haföi viö andlát Péturs Benediktssonar þá um sumarið. Ekki vildu for- ystumenn flokksins gera Gunn- ar aö bankastjóra. Þeim var þó nokkur vandiá höndum þar sem þeir virðast sist af öllu hafa viljað fá hann inn I stjórnmála- baráttuna á ný og auövitað varð aö útvega manninum vinnu. Eftir nokkrar vangaveltur komust menn þó aö niöurstööu og segir svo um hana i bókinni (bls. 99): „Var Gunnari sagt, að unnt yröi aö koma þvi til leiöar, aö hann fengi prófessorsstööu viö Háskólann, og einnig gæti losnað staöa hæstaréttardóm- ara eöa að dómurum þar yröi fjölgaö.” Ekkisætti Gunnar sig viö þetta tilboö, og skömmu siöar segir svo i bókinni (bls. 99- 100): ,,Þá eru gagntilboð þau, er Gunnar fékk, vafalaust eins- dæmi einnig: aö boöist sé til aö búa tilstöður viö Háskólann eöa Hæstarétt beinlinis fyrir hann.” Viö skulum vona aö hér hafi veriö um einsdæmi aö ræöa og minnist sá, sem þessar linur ritar, þess ekki aö hafa séö getiö þvilikra vinnubragöa, a.m.k. ekki á prenti. Til þess aö kaupa sér frið i valdataflinu innan flokksins og þagga niður I Gunn- ari Thoroddsen láta forráöa- menn flokksins sig hafa það aö bjóða honum stööur, sem báöar væru kostaðar af almannafé og sem þeir áttu ekkert meö aö ráöskast meö. 1 stjórnarskránni er skýrt tekiö fram aö forseti Islands skuli skipa hæsta- réttardómara og i prófessors- stööur skipar ýmist forseti eöa menntamálaráöherra, en ávallt aöfenginni umsögn viökomandi háskóladeildar. Fröðlegt væri aö fá upplýsingar um, hvort þessi mál hafi verið rædd viö þáverandi forseta, mennta- málaráöherra eða háskólarekt- or. Enginn efast um hæfni Af bókum Gunnars til þess aö gegna þess- um embættum. Hér er spurt að vinnubrögöum en ekki lærdómi. Ýmisleg fleiri dæmi mætti nefna um þaö þar sem baksvið stjórnmálanna er lýst upp. Þar mun þaö einkum vekja athygli lesenda aö kynnast öllum þeim fundum,sem haldnir hafa verið um ýmisleg mál og sýna, aö margir hafa miki,- áhrif þótt ekki sé þeirra daglega getið i fjölmiölum. Hljóta lesendur oft aöspyrja, hvort þingmenn og ráöherrar fari meö hin raun- verulegu völd i þjóðfélaginu. Nú veröa vafalaust margir til þess aö segja sem svo, aö valdakerfi Sjálfstæöisflokksins sé ekkert einsdæmi, hiö sama gildi um alla flokka. Þetta má vel vera rétt, en þvi veröur þó vart á móti mælt, aö hvergi mun um jafn stórt og víðtækt valda- kerfi aö ræöa og stafar þaö væntanlega fyrst og fremst af stærö flokksins og langvarandi völdum i höfuöborginni. En vikjum nú aö þvi sem telja má til galla i bókinni. Veröi ein- hver einn maöur kallaöur sögu- hetja þessarar bökar þá er þaö dr. Gunnar Thoroddsen. Um hann og hans stjórnmálasögu snýst öll bókin og má þaö teljast eölilegt þegar haft er huga hver uröu tildrögin aö samningu hennar. Hitt er svo afturá móti i hæsta móta óeðlilegt, hvernig fjallaö er um Gunnar, og ein- kennist öll frásögiin af dæma- lausri hlutdrægni, þar sem á stundum er svo nærri Gunnari gengið aö jaörar viö fjölmæli. Bókin hefst þar sem lýst er sambandi Gunnars við Jón Þorláksson, fyrsta formann Sjálfstæöisflokksins. Þá er greint frá þvi er ungir Heimdell ingar settu fram stefnuskrá, sem mörgum gömlum ihalds- manninum þótti jaöra viö sósialisma. Gunnar var i hópi þessara ungu manna, en svo bregöur viö, aö ekki hafa höf- undar fyrr lokið viö aö lýsa stefnuskránni, en þvi er lýst yfir aö Gunnar hafi nú eiginlega aldrei þótt hafa neina almenni- lega pólitiska sannfæringu. Þarna er undarlegt ósamræmi og þarna er kominn sá rauöi þráður, sem gengur i gegnum bókina alla: 1 Sjálfstæðisflokk- num eigast viö tvær andstæöar fylkingar: Gunnar Thoroddsen og fylgismenn hans, sem eru fyrst og fremst framagosar og uppreisnarmenn, og hins vegar forystan, sem hefur ráð undir rifi hverju en á þó fullt i fangi meö aö verjast þessum upp- hlaupsmönnum. Þessi framsetning er vægast sagt furðuleg og i henni ótal margar þversagnir eins og nærri má geta. Viö skulum byrja á þvi aö lfta á þá staö- revnd aö I fulla fjóra áratugi hefur Gunnar Thoroddsen notiö mikils fylgis innan Sjálfstæðis flokksins sem utan, meöal kjós- enda flokksins og trúnaöar- manna, þingmanna sem ann- arra. Þýöir þá sú söguskoöun sem fram kemur i bókinni, að allt þetta fólk hafi verið svo blint aö þaö hafi látið glepja sig endalaust? Er þaö ekki hæpiö? Er ekki trúlegra, aö þarna hafi veriö um aö ræöa málefna- ágreining, eins og alltaf hlýtur aö vera i stórum flokkum og Geir Hallgrimsson viðurkenndi aö væri fyrir hendi i útvarpsvið- tali fyrir skömmu. Hitt er svo aftur annaö mál, aö Gunnar Thoroddsen hefur vafalaust oft rekist illa i flokk- num og oft á tiöum veriö i and - stööu viö meirihluta flokksfor- ystunnar. Þaö myndi aftur á móti margur kalla sjálfstæöa hugsun og kannski Gunnar hafi bara misskiliö svona herfilega allar yfirlýsingarnar um lýö- ræöi og einkaframtak. 1 þessu viöfangi kemur einnig fram áberandi þversögn þar sem ekki viröist einu gilda, hver er talinn litt sannfæröur. Af bókinni veröur ekki annaö ráöiö en aö Ólafur Thors hafi ekki vilaö fyrir sér aö vikja frá yfir- lýstum stefnumiöum þegar hann taldi nauösynlegt, og er það ekki taliö honum til hnjóös. Hvers vegna er það þá ljótt af Gunnari, svo notað sé barna- mál. Viöa I bókinni er höggviö nærri einkamálum Gunnars Thoroddsen á harla óviöur- kvæmilegan hátt. Þau atriöi skulu ekki gerö aö umtalsefni hér enda segja þau meir um höfundana en Gunnar. Eitt er þaö, sem miklu máli skiptir þegarrætt er um svo viö- kvæm mál sem gert er i þessari bók, en þaö eru heimildir og meðferö þeirra. Höfundar geta bess I inngangi, aö þeir hafi rætt viö um 70 heimildarmenn, en margir þeirra hafi óskað nafn- leyndar og hafi höfundar ákveöiö aö viröa það. Þessi afstaöa er skiljanleg, en jafn- framt veröur þetta mesti veik-’ leiki bókarinnar. An þess aö undirritaöur viljiá nokkurnhátt rengja höfunda, hlýtur spurn- ingin, er þetta satt? oft aö vakna viö lesturinn. Ýmsar staöhæf- ingar, sem fram eru settár er ómögulegt aö sannrevna og dregur þaö stórum úr gildi bók arinnar. Meöferö munnlegra heimilda er eitt af mestu vanda- málum i rannsókn og ritum all- rar samtimasögu, en almennt gildir sú regla, a.m.k. á meðal fræöimanna, að taka þær ekki gildar nema þær séu staö- festar af sögumönnum. Niöurstaöan min er sú aö lestri loknum aö hér sé á marg- an hátt aö ræöa bók er á margan hátt megi kallast athyglisverð en I annan i staö nauöaómerki- leg. Helstu kostir eru, eins og áöur sagöi, hipursleysi i frásögn og upplýsingar er ekki hafa áöur komiö fram en hátt- virtum kjósendum ber þó vit- neskja um. Megingallinn er sá, aö frásögnin einkennist af hlut- drægni, einhliöa lýsingum, lélegri úrvinnslu heimilda og oft á tiöum hreinu slúöri, sem er meö óþarft aö ræða um i bók. Eitt dæmi, mjög greinilegt, skal nefnt um hlutdrægni höf- unda. A bls. 109 er birt Austra- grein úr Þjóöviljanum, þar sem Austri (Magnús Kjartansson) fer um Gunnar Thoroddsen sinu alkunna og nistandi háöi. Þaö er nú einu sinni svo, aö á þessum árum varö Austra gamla tiöræddara um marga forystumenn Sjálfstæöisflokks- ins, aöra en Gunnar, og fengu þeir margir verri útreið en Gunnar i þessari grein, og er þá mikiö sagt. Hvers vegna i ósköpunum birta ekki höfundar a.m.k. sýnishorn einhverra þessara greina. Þeir segjast þó hafa reynt aö gæta hlutleysis. Eins og getið var I upphafi er bók þessi mjög þokkalega skrifuð. Viöa gætir þó blaöamannastils á málfari, stöku málvillur má finna, sem og hugsanavillur. I inngangi láta höfundar þá skoöun I ljósi, aö ef tilvill veröi brátt skrifaöar samskonar bækur um aðra stjórnmálaflokka. Vel má vera að svo verði og vissulega væru slik rit þörf, en þau veröa þá aö vera betur unnin og byggö á rannsóknum. Jón Þ. Þór Eru skuldir bænda þeim tekjulind? Óteljandi eru orö og blaöa- greinar, um þaö hver bölvaldur veröbólgan sé öllu atvinnulifi þessa lands og einnig annarra þjóöa, sem hafa þó meiri við- leitni til aö halda henni i skefj- um en viö gerum. Þaö skýtur þvi æöi skökku viö þessa kenningu, þegar allir þingflokkar Alþingis komust að þeirri niöurstööu á s.l. vetri, aö fyrir bændur, sem staöið hafa i ströngu á siðustu árum við upp- byggingu býla sinna og eru skuldum vaföir af þeim sökum sé óöaverðbólgan þeim hinn besti gróöavegur. Skuldir skuli þvi reiknast þeim stórfelld tekjulind, sem rikissjóöur og sveitarfélög gætu ausið úr i sinar þarfir. Er ekki annaö fyrirsjáanlegt enaöþetta „óskabarn” Islensku þjóöarinnar, veröbólgan, og sá gróði sem Alþingismenn hafa álitið hana hafa skapaö stórum hópi bænda, stefni beint aö þvi aö margir þeirra veröi aö gefa upp atvinnu sina og leita sér iifsframfæris á öörum vett- vangi. Þegar svo er komiö hafa þeir tæplega til annars aö hverfa en vinnubúðahugmyndar Jónasar Kristjánssonar. Bank- arnir standa þá uppi meö þær eignir, sem þessir aöilar hafa fjárfest i, en veröa aö yfirgefa. Þá hefur dæmið kannski gengiö upp eins og til var ætlast? — Bankarnir, meö rikiö aö bakhjalli, orönir eigendur jaröa og fasteigna i sveitum landsins, istórum stil. — Hvort þessar eignir veröa rikinu þá þær mjókurkýr, sem vænst var, er önnur saga. — Þær veröa ekki eftir þaö i „veröbólgu- braski” smábænda, sem höfðu vænst þess aö geta framfleytt sér og fjölskyldun sinum á afrakstri og gróöri jaröar meö erfiöi sinu. Slik eignaupptaka sem nú stendur fyrir dyrum, samkvæmt siöustu skattalög- um, veröurekki gerö nema i eitt skipti. Félitlir bændur hafa ekki bolmagn til þess aö greiöa þá skatta. Þáœaunu þeir, sem eiga þann óskadraum heitastan, aö sjá býli og heilar sveitir i eyöi hlæjá hátt og I hljóði, og ekki geta dulið gleði sina. — Er þaö ekki lika fyrir mestu??

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.