Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.11.1980, Blaðsíða 10
IÞROÍTER IÞROTTIR 10 ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu gegn Val — töpuðu leiknum 84-88 vegna eigin klaufaskapar — Valsmenn eygja von á að halda titlinum Valsmenn náðu loks að vinna leik í úrvalsdeildinni í körfuknattleik er liðið lék gegn IRá sunnudagskvöld- ið í Hagaskóla. Lokatölur urðu 88:84 eftir að staðan hafði verið 46:42 i leikhléi IR í vil. Það var ekki fyrr en á síðustu mínútum leiksins að Valsmenn náðu að tryggja sér sigurinn en framanaf leiknum stefndi allt í sigur IR en sökum nokkurs klaufaskapar liðs- manna tókst IR ekki að sigra sem hefði gert það að verkum að draumur Vals- manna hefði verið nær úr sögunni og að sama skapi að möguleikar ÍR-inga hefðu aukist verulega. IR-ingar voru alltaf yfir í byrjun og þegar stutt var til leikhlés var staöan 40:30 IR i vil en Valsmenn náðu að minnka muninn í f jögur stig fyrir leikhlé eins og áður sagði. 1R haföi enn yfir til aö byrja meö i siöari hálfleik en þegar 13 minútur voru eftir náöi Valur aö komast yfir i fyrsta skipti i leikn- um 67:65. Eftir þaö var leikurinn i járnum þar til á lokaminútunum að Valsmenn reyndust sterkari og náöu aö hala inn bæöi stigin. Leikurinn sem slikur var nokk- uð haröur og alls ekki auðdæmd- ur. Nokkuð var um óþarfa kjaft- brúk leikmanna og þá sérstak- lega hjá 1R. Til dæmis þurfti Jón Jörundsson að yfirgefa völlinn fyrir leikhlé meö 5 villur og þar af eitt tækniviti sem hann fékk fyrir kjaftbrúk. Bandarikjamaöurinn Brad Miley var yfirburöamaöur i liði Vals aö þessu sinni. Auk þess að skora mest, 27 stig, hirti hann 21 frákast og munar um minna. Aör- ir leikmenn voru nokkuö slakari en þeir eiga aö sér nema þá helst Torfi Magnússon. Þetta var ákaf- lega dýrmætur sigur og leikurinn nánast spurning um áframhald- andi veru Vals i toppbaráttunni. Um IR-liöiö er þaö helst að segja aö barátta liösins var nokk- uð góð en engu að síöur vantaöi herslumuninn. Kristinn Jörunds son lék meö liöinu aö nýju og átti stórleik þrátt fyrir að hann hafi litiö sem ekkert æft aö undan- förnu. Hann var stigahæstur meö 23 stig en næstur kom Andy Flem- ing meö 19 stig en hann lék nú ein- hvern sinn daprasta leik meö 1R frá þvi hann kom til landsins. Það haföi mikil áhrif til hins verra fyrir 1R aö Jón Jörundsson lék aöeins fyrri hálfleikinn en þegar hann fór út af var hann búinn aö skora 16 stig og standa sig meö mikilli prýöi. Dómarar voru þeir Kristbjörn Albertsson og Jón Otti Ólafsson. Voru menn ekki á eitt sáttir meö frammistööu þeirra en taka verö- ur þó tillit til þess aö leikurinn var ekki auödæmdur, siöur en svo. Þaö má segja aö bæöi liöin hafi oröiö fyrir baröinu á þeim ef svo má aö orði komast. —SK. Staðan i úrvaisdeildinni i körfuknattlcik eftir leikinn á sunnudagskvöldiö: ÍR-Valur 84-88. Njarövik..........55 0 501-406 10 KR................54 1 450-401 8 Valur.............63 3 532-530 6 ÍR................633 509-513 6 ÍS................4 1 3 425-457 2 Armann............5 0 5 388-500 0 Kristinn Jörundsson átti mjög góðan leik með IR á móti Val. Noröurlandamótiö í badminton: Lélegri árangur en búist hafði verið við VLADO STENZEL æfingaskórnir komnir aftur Stærðir 3 1/2 til 12 Verð kr. 28.700,- Póstsendum Sportvöruvers/un INGÓLFS ÓSKARSSONAR Klapparstíg 44, Sími 11783 Hann var ekki upp á marga fiska árangur ís- lenska badmintonsfólksins sem keppti fyrir islands hönd á Norðurlandamótinu sem haldið var í Svíþjóð um helgina. islendingarnir töpuðu öllum leikjunum í mótinu og er það mun lélegri ár- angur en á mótinu í Noregi i fyrra, aðeins ein lota vannst á þessu móti, Jó- hann Kjartansson og Broddi Kristjánsson sigr- uðu f annarri lotu Finna í tvíliðaleik karla en töpuðu leiknum samt. röP Eitt íslenskt met á sundmóti Ármanns Unglingasundmót Armanns var haldiö á sunnudaginn i Sundhöll Reykjavikur, á mótinu sem var mjög fjölmennt var sett eitt Islandsmet og metjöfnun i einni grein. Stúlknasveit Ægis setti .'lslandsmet i 4x50 m skriösundi fékk timann 2.02,3 þá jafnaöi Sigurlaug Guömundsdóttir Islandsmetið i 50 m bringusundi meyja fékk tímann 39.1. Mikil þátttaka var i þessu móti og keppendur allt upp i 23 i sumum greinunum en alls var keppt i 11 greinum. Þd vakti það einnig mikla at- hygliaöSundhöllin var nánast-full afáhorfendum en þaö hefur ekki áöur gerst i langan tima aö svo hefur veriö, og er vonandi aö áhuginn fyrir sundinu sé að auk- ast. Helstu úrslit á mótinu uröu þessi: 100 m flugsund telpna. Katrin Sveinsdóttir ÆÞ 1.12.8 200 m skriðsund pilta: Jón Ágústsson Æ 2.14.8 100 m bringusund stúlkna: Guörún Agústsdóttir Æ 1.21.6 50 m skriðsund sveina: Jóhann Daviösson 1A 33.2 50 m bringusund meyja: Sigurlaug Guðmundsdóttir 1A 39.1 100 m bringusund pilta: Eðvarö Eðvarösson UMFN 1.18.2 100 m baksund telpna: Ragnheiður Runólfsdóttir ÍA 1.19.9 100 m flugsund drengja: Siguröur Magnússon Æ 1.14.0 200 m skriðsund stúlkna: Katrin Sveinsdóttir Æ 2.18.3 4x50 skriðsund drengja: A-sveit Ægis 1.58.6 4x50 m skriðsund stúlkna: A sveit Ægis 2.02.3 röp-. Þriöjudagur 18. nóvember 1980 Þeir Ásgeir Sigurvins- son og Arnór Guð- hjónson voru i sviðsljósinu um helgina f belgfsku knattspyrnunni. Ásgeir og félagar léku á útivelli á móti Vinter- slag og tapaði Standard þeim leik 0-2. Lokeren með Arnórí broddi fylkingar sigraði Beringen 1-0 á heimavelli Beringen, hvorki Ásgeir né Arnór voru á meðal markaskorara. Staðan í belgísku deild- inni er nú þannig að Anderlecht hefur forystu er með 21 stig, i 2-3 sæti eru Lokeren og Molen- beek með 17 stig og Standard er i f jórða sæti með 15 stig. -röp. Mikið blakað Þaö er ekki ofsagt, þó að sagt sé aö mörgum höndum hafi verið blakað um helgina. A laugardag og sunnudag voru leiknir sex leikir i blakinu, Þróttur sigraöi Viking 3-0 1S sigraöi Fram einnig 3-0, þá sigr- aði Þróttur Fram á sunnudegin- um 3-1 og 1S sigraði UMFL einn- ig 3-1. Hjá kvenfólkinu uröu úrslit þau aö IMA sigraði UBK 3-0, og Þróttur sigraði IMA 3-0 á sunnudaginn. röp-. Jafntefli hjá Atla Atli Eðvaldsson og félagar hans hjá Boruss- ia Dortmund léku um helgina gegn Kaiserslaut- en og lauk leiknum með jafntefli 2-2. Bayern Múnchen lék gegn Köln og lauk þeim leik einnig með jafntefli 1-1. Frans „keisari" Beckenbauer lék á laugardaginn með liði sinu Hamburger SV á móti Stuttgart, ekki hafði verið búist við þvf að „keisari" hæfi að leika með þeim fyrr en eftir 2-3 vikur, en hann kom inn á i hálfleik og var talinn vera besti maðurinn á vellinum, sýndi gamla takta og virtist engu hafa gleymt; Þrátt fyrir komu hans tapaði Hamburg leiknum 2-3. röp-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.