Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 12
Þ eirri pólitísku söguskýr- ingu hefur verið haldið á lofti að með ummæl- um sínum um Framsókn- arflokkinn hafi Stein- grímur útilokað myndun vinstri stjórnar að loknum kosning- um. Til dæmis hefur Össur Skarphéð- insson litið þannig á og miðlað þeirri skoðun af nokkrum þrótti með skrif- um og í viðtölum. Steingrímur hafnar þessu og skil- ur lítt í Össuri. „Hann var greini- lega með það undirbúið að gera okkur að sökudólgi hvernig sem allt færi. Oftast er vitnað í það eitt að ég hafi kvartað undan auglýsingu Framsókn- arflokksins í einum sjónvarpsþætti en það er smámál þegar stjórnarmyndun er annars vegar. Allir vita að einhver ein slík ummæli skipta ekki sköpum,“ segir Steingrímur og bendir á að sjálf- ur hafi Össur í gegnum tíðina sagt ýmislegt um aðra, til dæmis um Geir Haarde, og ef skýringin stæðist sætu þeir nú varla saman í ríkisstjórn. Steingrímur minnir á að hann hafi verið hvatamaður að myndun þess sem seinna var kallað kaffibandalag- ið. Á landsfundi VG haustið 2005 kall- aði hann eftir að stjórnarandstaðan myndaði bandalag og á flokksráðs- fundi tæpu ári síðar ítrekaði hann hugmyndina. Framhaldið er þekkt, formenn stjórnarandstöðuflokkanna hittust yfir molasopa og kynntu síðar sam- eiginlegar tillögur í upphafi þings 2006. „Það var ágætis samband og samstarf á milli okkar,“ segir Stein- grímur. Hann segist þó hafa viljað ganga lengra en gert var, sinn hugur hafi staðið til að mynda skýran valkost gegn ríkisstjórninni og leggja fram sameiginlegan málefnaramma fyrir kosningarnar. Hann hafi ekki feng- ið hljómgrunn en að niðurstöðu varð að stjórnarandstöðuflokkarnir skuld- bundu sig til að tala saman ef tækist að fella stjórnina. „Samfylkingin var aldrei tilbúin til að ganga lengra og við það sat.“ Steingrímur segir að ýmislegt hafi orðið til þess að kaffibandalagið varð óstöðugt á fótunum. „Það urðu svipt- ingar í Frjálslynda flokknum og það voru deilur innan Samfylkingarinn- ar. Við vissum vel af hópum þar sem ekki var hrifning yfir þessu og það kom fram með ýmsum hætti. Mar- grét Björnsdóttir sem er náin sam- starfskona Ingibjargar Sólrúnar skrifaði mikla grein í Morgunblað- ið og rökstuddi að Samfylkingin ætti að horfa til samstarfs við Sjálf- stæðisflokkinn. Inn í þetta spilaði svo ýmislegt eins og þessi fáfengi- lega umræða um forsætisráðherra- stólinn í kryddsíldarþætti og merki- legt hvernig lagt var út af. Varla geta menn ætlast til að slíkt mál sé útkljáð í beinni útsendingu yfir kampavíns- glösum á gamlársdag. Það er fárán- legt,“ segir Steingrímur sem nokkr- um mánuðum síðar gerði Ingibjörgu Sólrúnu ljóst að hún væri eðlileg- ur forsætisráðherrakandídat í sam- starfi flokkanna. Í framhaldi af landsfundi VG í febrú- ar fór fylgi flokksins á mikið flug og mældist á tímabili nokkuð yfir fylgi Samfylkingarinnar. Steingrímur segir að það hafi ekki orðið til að auðvelda sambúð flokkanna tveggja og reynst Samfylkingunni sálrænt erfitt. „Ég reyndi mitt besta til að full- vissa þau um að þetta yrði ekki vandamál enda var mér ljóst að fullt traust myndi skipta sköpum, bæði til að gera stjórnarmyndun raunhæfa og til að samstarfið myndi heppnast. Það var mjög mikið í húfi.“ Af þessu leiddi að Steingrímur hafði ítrekað frumkvæði að samtöl- um við Ingibjörgu vikurnar fyrir kosningar og hittust þau meðal ann- ars tvisvar á heimili hennar skömmu fyrir kjördag. „Þar fullvissaði ég hana um að ég hefði ekkert á móti því að þau gerðu kröfu um forsætisráðherraemb- ætti í slíku samstarfi og að sú krafa væri fullkomlega eðlileg. Ég tala nú ekki um ef þau yrðu til mikilla muna stærsti flokkurinn í samstarfinu.“ Aðspurður segist Steingrímur hefði valið sér fjármálaráðuneytið í vinstri stjórn og VG gert kröfu um þungavigtarráðuneyti á sviði vel- ferðar-, umhverfis- og atvinnumála. Á fyrri fundi þeirra á heimili Ingi- bjargar lagði Steingrímur til að þau reyndu að bindast enn sterkari bönd- um enda útlit fyrir að úrslit kosning- anna yrðu á þann veg að meirihluti yrði mjög naumur á annan hvorn veg- inn. Við slíkar aðstæður væri hætta á taugaveiklun og að það brysti á flótti ef menn væru ekki búnir að binda sig betur saman. „Það átti þá að vera trúnaðar- bandalag á bak við tjöldin um að við reyndum að skuldbinda okkur til að fara ekki í viðræður við aðra án sam- ráðs við hinn flokkinn. Þessu eyddi Ingibjörg en ræddi í staðinn mögu- leikann á að kanna hvort framsókn- armenn hefðu einhvern hug á sam- starfi við okkur ef útkoman yrði slík að nauðsynlegt væri að horfa til þeirra.“ Steingrímur segir Ingibjörgu ítrek- að hafa spurt hvaða möguleika hann teldi á samstarfsvilja framsóknar- manna og hann hafi ekki verið frá- bitnari samstarfi við þá en svo að hann tók að sér að kanna ástand- ið í flokknum í gegnum trúnaðar- sambönd sem hann gat virkjað. Það var hálfum mánuði fyrir kosning- ar. „Ég lét kanna með samtölum við ónefnda framsóknarmenn innarlega í flokknum hvort eitthvað þýddi að senda formlegar meldingar. Niður- stöðurnar urðu þær að þar innan- búðar væru mjög skiptar skoðan- ir en það var mat þeirra sem best þekktu til að líklegast væri annað tveggja; að Framsókn hefði hug á að halda samstarfinu við Sjálfstæð- isflokkinn áfram ef það væri í boði eða fara í stjórnarandstöðu. Ég kom því áleiðis til Ingibjargar og held að við höfum verið sammála um að það hefði ekkert upp á sig að reyna með formlegri hætti að melda til þeirra áhuga á viðræðum ef útkoma kosninganna yrði eitthvað á þessum nótum.“ Í kosningabaráttunni brutust út talsverð pólitísk átök á milli Fram- sóknarflokksins og VG, um stór- iðjustefnu Framsóknar og stóriðju- stoppstefnu VG. Á endanum tap- aði Framsóknarflokkurinn miklu fylgi og í ljósi allra aðstæðna skýrði Steingrímur Samfylkingunni frá þeirri skoðun sinni að hann sæi tor- merki á að hefja viðræður um mynd- un meirihlutastjórnar við Fram- sókn. „Það má heldur ekki gleymast að stjórnin hélt velli og opinberlega var það hún sem var að ræða um samstarf. Það kom aldrei til þess að taka þyrfti formlega afstöðu til þess hvort fara ætti í formlegar viðræð- ur við Framsókn.“ Steingrímur segir þessa atburðarás sýna að hvorki hann né flokkur hans hafi verið afhuga ríkisstjórnarsam- starfi með Framsóknarflokknum, það sé þvættingur. „Því var aldrei hafn- að af minni hálfu heldur beinlínis hið gagnstæða tekið fram. En við vorum heiðarleg í því að segja að við sæjum tormerki á að slík stjórn gæti orðið til.“ Samfylkingin finnur til tevatnsins Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs, gerði ýmislegt svo unnt væri að mynda vinstri stjórn eftir kosningarnar 12. maí. Í sam- tali við Björn Þór Sigbjörnsson hafnar hann ásökunum um að hafa ekki viljað vinna með framsóknarmönnum heldur hafi hann þvert á móti kannað hug þeirra til samstarfs. Steingrímur segir flokk sinn nú í fyrsta skipti frjálsan að því að gagnrýna Samfylkinguna. Það kom aldrei til þess að taka þyrfti formlega afstöðu til þess hvort fara ætti í formlegar viðræður við Fram- sókn. Vinstri græn mátu pólitíska ástandið með þessum hætti daginn eftir kosn- ingar og í vangaveltum um mögu- lega leiki í stöðunni varð til hugmynd að minnihlutastjórn. „Það var upp- haflega frá mér komið,“ segir Stein- grímur, „að kanna hvort Framsóknar- flokkurinn væri tilbúinn til að veita minnihlutastjórn okkar og Samfylk- ingarinnar, eða þess vegna okkar, Samfylkingarinnar og Frjálslyndra, stuðning fyrst um sinn á meðan hlut- irnir væru að jafna sig eftir kosning- arnar. Á þeim tíma hefði Framsókn getað komið sínum málum í lag og við gert ráðstafanir gagnvart stóriðju- framhaldinu sem hefðu orðið Fram- sókn sem þátttakanda í ríkisstjórn mjög erfiðar. Flokkurinn hefði hins vegar frekar getað látið þær yfir sig ganga á hliðarlínunni sem óbund- inn stuðningsaðili stjórnarinnar. Að baki bjó auðvitað sú hugsun að Fram- sókn hefði getað komið inn í stjórnina síðar, kannski hálfu, einu eða einu og hálfu ári síðar.“ Steingrímur kveðst hafa borið hug- myndina upp við Ingibjörgu Sólrúnu. Það gerði hann á fimmtán mínútna löngum fundi þeirra í Alþingishúsinu daginn eftir kosningar meðan þing- flokkar beggja sátu á fundi. „Fjöl- miðlar, þar á meðal Fréttablaðið, náðu myndum af þessum einkafundi okkar og greindu frá honum án þess að vita um fundarefnið fyrr en þá að ein- hverju leyti síðar. Þetta var af fullri alvöru gert og hugsað sem aðferð til að brjóta ísinn. Kannski hefðu málin þróast þannig að Framsókn hefði hafnað boðinu en sagst vera tilbúin að ræða við okkur um meirihlutastjórn. Þá hefðu menn staðið frammi fyrir því. Þetta var sem sagt hugsað sem mildileg aðferð til að opna á aðkomu þeirra,“ segir Steingrímur. Að hans sögn hafnaði Ingibjörg Sólrún ekki hugmyndinni en hafði á henni fyrirvara. Hún taldi að slík minnihlutastjórn yrði of veik og hafði áhyggjur af að Framsóknarflokk- urinn gæti haldið stjórninni í gísl- ingu með því að hafa neitunarvald í öllum málum. „Slíkt er misskilning- ur og ég treysti reyndar á að Sam- fylkingin vissi eitthvað um minni- hlutastjórnir. Það er alls ekki svo að stuðningsflokkar hafi tögl og hagldir og geti stillt stjórninni upp við vegg. Oft snýst þetta við og stjórnin stillir stuðningsflokknum upp við vegg og spyr hvort hann ætli að bera ábyrgð á að stjórnin falli og leiða um leið stjórnarandstöðuna til valda. En þetta varð nú ekki, því miður og þarna held ég að hafi kulnað síðustu möguleik- arnir á að til yrði öðruvísi ríkisstjórn en sú sem varð.“ Hvað sem leið viðbrögðum Ingibjarg- ar er ljóst að minnihlutastjórn með stuðningi Framsóknarflokksins var aldrei raunhæfur möguleiki því fram- sóknarmenn sjálfir voru honum af- huga. Og ætli það hafi ekki farið held- ur illa í þá að hafa heyrt fyrst af hug- myndinni í fjölmiðlum. „Auðvitað hefði getað tekist betur til með kynninguna á þessu því fyrir tilviljun og slys fór þetta í fjölmiðla. En það er mikill misskilningur að það hafi staðið til að láta framsóknar- menn frétta þetta þannig því ég setti samhliða í gang ferli sem var ætlað til að koma þessu til Framsóknar á mildilegri hátt. Ætlunin var að koma þessu í gegnum ákveðnar boðleið- ir sem voru opnar en því miður tóku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.