Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 60
Hljómsveitin Trabant er
nýkomin heim úr mánað-
arlangri tónleikaferð um
Bretlandseyjar þar sem hún
spilaði á rúmlega tuttugu
tónleikum.
Doddi trommari játar að vera orð-
inn ansi lúinn eftir törnina. „Það
er ekki mikill tími til að slappa
af. Menn eru komnir á fullt í alls
konar dóterí annað. Manni hefði
ekki veitt af því að fara í mánaðar
sumarfrí út á land en það er ekki
alveg í boði,“ segir Doddi.
Lokatónleikarnir í reisunni voru
á Glastonbury-hátíðinni, þar sem
Björk og Gus Gus komu einnig
fram. „Það gekk ágætlega. Þetta
er svo fáránlegur staður og ekk-
ert sem maður hefði getað ímynd-
að sér. Þetta var algjört drullu-
mall og algjört kaos en ógeðslega
gaman eftir á. Við komum heim
drullugir upp fyrir haus. Allar
töskurnar voru drullugar og þarna
er engin aðstaða nema fyrir topp-
band. Allir aðrir voru þarna í skítn-
um saman. Þetta var mjög fallegt,
þannig séð, og fyndin stemning á
þessari hátíð,“ segir hann.
Dodda eru minnisstæðir tónleikar
á Rockness-hátíðinni í Skotlandi
við hliðna á Loch Ness-vatninu.
„Daft Punk var á eftir okkur og
við spiluðum inni í þessu frábæra
setti þeirra. Þeir eru með brjálæð-
islegt „show“ og þarna var tölvert
meira af fólki að horfa á okkur. Við
spiluðum í furðulegustu skúma-
skotum í þessum túr og lentum í
alls konar aðstæðum. Stundum
kom enginn að horfa á okkur og
stundum kom slatti af fólki. Það
var rosalega gaman í London enda
höfum við verið að spila mest þar.
Þar var frábær stemning en ann-
ars var þetta gott fyrir auðmýkt-
ina.“
Síðasta plata Trabant, Emotion-
al, kom út í Bretlandi um miðjan
júní á vegum Southern Fried Rec-
ords og hefur fengið góðar viðtök-
ur. Framundan hjá sveitinni er að
halda áfram að semja efni á nýja
plötu, auk þess sem hún spilar á
listahátíðinni LungA á Seyðisfirði
laugardaginn 21. júlí. Þar koma
einnig fram Bloodgroup, Skátar,
Jeff Who? og Mínus.
Paris Hilton hefur verið sökuð um að hafa logið
að spjallþáttastjórnandanum Larry King
í viðtali sem tekið var við hana nokkrum
dögum eftir að henni hafði verið sleppt úr
fangelsi. Í viðtalinu sagðist Paris aðspurð
aldrei hafa prófað eiturlyf á sinni ævi en í
kjölfarið hafa ýmsir fjölmiðlar ytra rifjað
upp gamlar sögur af stúlkunni.
Á internetinu má finna myndbrot af
Paris þar sem hún talar við vini sína um að
prófa hinar og þessar grastegundir sem og
að reykja svokallaða „töfrasveppi“ sem
valda yndislegri vímu. Einnig voru rifj-
aðar upp lýsingar sjónarvotta á því
þegar hún spurði
systur sína Nicky
að því hvort hún
hefði áhuga á að
reykja „besta gras
í heimi“.
Paris sökuð um lygar
Út er komin platan 100 íslensk 80´s lög í út-
gáfu sem aðeins er hægt að nota fyrir iTunes og
iPod. Er þetta í fyrsta sinn sem útgáfa sem þessi
kemur út hér á landi.
„Þetta er diskur til að setja í tölvu og hlaða inn
á iPod. Þarna koma allar upplýsingarnar fram
með mynd af disknum og þarna sést hverjir
semja lögin og flytja þau,“ segir Höskuldur Hös-
kuldsson hjá Senu. „Við erum búnir að gæla við
þetta lengi og þessi pakki er sniðinn fyrir þetta,
enda er þetta músík fyrir alla.“
Bara fyrir iPod
Brúðkaups-
veislur
Önnumst alla
þætti veislunnar
Leggðu sumarlaunin þín inn á XY reikning og þú
getur unnið Playstation 3 leikjatölvu eða 10.000 kr.!
Allir fá 4 bíómiða og ef þú ert að stofna XY reikning
í fyrsta skipti færðu líka flottan XY Ósómabol.
Þeir sem leggja laun inn á XY reikning í júní fá 4 bíómiða senda heim til
sín í byrjun júlí. Aðalvinningarnir verða dregnir út 6. ágúst.