Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sunnudagar *Samkvæmt fjölmiðlakönnun Capacent í maí 2007 Lestur meðal 18–49 ára á höfuðborgarsvæðinu 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 46% M o rg u n b la ð ið F ré tt a b la ð ið 71% Sími: 512 5000 SUNNUDAGUR 1. júlí 2007 — 176. tölublað — 7. árgangur Dellur fyrr og nú 20 EFTIRMINNILEGUSTU ÆÐIN SEM HELTEKIÐ HAFA ÞJÓÐINA STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, beitti sér með ýmsu móti fyrir myndun vinstri stjórn- ar í aðdraganda og í kjölfar alþingiskosninganna 12. maí. Hann skynjaði áhugaleysi meðal framsóknar- manna á slíku stjórnarsamstarfi fyrir kosningar og eftir þær lýsti Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, efasemdum. Steingrímur og Ingibjörg Sólrún áttu nokkur trúnaðarsamtöl um pólitísku stöðuna nokkrum vikum fyrir kosningar. Þau hittust meðal annars í tvígang á heimili Ingibjargar. Á þeim fundum sagðist Steingrímur vilja að bönd þeirra yrðu styrkt. Auk samkomulags um að stjórnarandstaðan talaði saman ef ríkisstjórn- in félli myndu þau bindast fastmælum um að ræða ekki ríkisstjórnarsamstarf við aðra flokka án samráðs hvort við annað. „Þessu eyddi Ingibjörg en ræddi í staðinn möguleikann á að kanna hvort framsóknarmenn hefðu einhvern hug á samstarfi við okkur ef útkoman yrði slík að nauðsynlegt væri að horfa til þeirra,“ segir Steingrímur í viðtali við Frétta- blaðið í dag. Steingrímur tók að sér að kanna afstöðu Fram- sóknar og varð þess áskynja að þar á bæ væri lítill áhugi á samstarfi við vinstri flokkana. Áður hafði Steingrímur fullvissað Ingibjörgu Sólrúnu um að hann hefði ekkert á móti því að Samfylkingin gerði kröfu um forsætisráðherra- embættið í hugsanlegri ríkisstjórn flokkanna, með eða án þátttöku annarra. Sú krafa væri full- komlega eðlileg. Eftir kosningar lýsti Steingrímur áhuga á myndun minnihlutastjórnar VG og Samfylking- ar – jafnvel með þátttöku Frjálslynda flokksins – sem nyti stuðnings Framsóknarflokksins. Ingibjörg Sólrún tók hugmyndinni með fyrir- vörum. Hún taldi slíka stjórn of veika og hafði áhyggj- ur af því að Framsóknarflokkurinn gæti haldið henni í gíslingu. „En þetta varð nú ekki, því miður, og þarna held ég að hafi kulnað síðustu möguleikarnir á að til yrði öðruvísi ríkisstjórn en sú sem varð,“ segir Steingrímur. - bþs / sjá síður 12 og 13 Steingrímur bauð Ingibjörgu að verða forsætisráðherra Steingrímur J. Sigfússon taldi eðlilegt að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir yrði forsætisráðherra í hugsanlegri vinstri stjórn að loknum kosningunum í maí. Hann kannaði afstöðu Framsóknarmanna til þátttöku í slíkri stjórn fyrir kosningar og reifaði síðar hugmyndir um minnihlutastjórn með stuðningi Framsóknar. Trabant á Glastonbury Strákarnir í hljómsveitinni Trabant fóru ekki var- hluta af drullunni sem var á Glastonbury-tón- leikahátíðinni fyrir skömmu. FÓLK 20 Laxinn mun koma Ingvi Hrafn Jónsson segir það aðeins tímaspursmál hvenær laxinn láti sjá sig. Júnímánuð- ur er sá versti sem hann hefur upplifað. FÓLK 30 Mögnuð Miðja Blaðamaður Fréttablaðsins skellti sér í KR-búninginn á dögunum og upplifði frá fyrstu hendi hvernig það er að vera hluti af Miðjunni, hinni rómuðu stuðnings- mannasveit KR. ÍÞRÓTTIR 26 VEÐRIÐ Í DAG VIÐSKIPTI Marel hefur aukið við hlut sinn í hollensku samstæð- unni Stork og situr nú á tæpum sautján prósentum. Fyrir átti Marel, sem hefur sóst eftir því að kaupa matvæla- vinnsluvélahluta Stork, tæp ellefu prósent. Fjárfestingafélagið Candover hefur lýst yfir áhuga á að gera 1,5 milljarða evra yfirtökutilboð í Stork. Það jafngildir 127 milljörðum króna. Stuðningur er við tilboðið hjá stórum hópi hluthafa Stork en samþykki 80 prósent þeirra þarf til eigi það að ganga í gegn. Með eignarhlut Marels nú, sem er mótfallið tilboði Candov- er, virðist sá stuðningur ekki til staðar. - jab Andstaða við yfirtöku eykst: Marel eykur við hlut sinn í Stork samstæðunni HÆGVIÐRI Í dag verður hægviðri eða hafgola. Yfirleitt bjartviðri norðan til og á Vestfjörðum annars skýjað með köflum. Hætt við síðdegisskúrum og sums staðar þokulofti með ströndum. Hiti víðast 10-17 stig, hlýjast til landsins. VEÐUR 4 Reykvískur „sundurleitismi“ „það er engum vafa undirorpið að fólk dregst að miðbænum meðal annars vegna gömlu húsanna,“ segir Oddný Sturludóttir. Í DAG 8 BYGGÐAMÁL Fimm sveitarfélög af sjö sem seldu eignarhlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja geta greitt upp allar skuldir og skuldbind- ingar sínar. Sveitarfélögin eiga þrátt fyrir það milljarða í sjóði. Sveitarfélögin sem eiga í hlut eru Grindavík, Vestmannaeyjar, Sandgerði, Garður og Vogar. Eignarhlutur sveitarfélaganna í Hitaveitunni hefur rúmlega sjö- faldast á einum og hálfum mán- uði. Til dæmis hefur eignarhlut- ur Grindavíkurbæjar vaxið úr 634 milljónum í 4,5 milljarða. Skuldir sveitarfélagsins voru við árslok 2006 rúmlega milljarður króna. „Ekkert hefur verið ákveðið ennþá en ljóst er að þetta eru áður óþekktar stærðir. Það sér það hver maður að þessar fjárhæðir breyta öllu fyrir sveitarfélögin sem eiga í hlut,“ segir Jóna Krist- ín Þorvaldsdóttir, forseti bæjar- stjórnar Grindavíkurbæjar. „Þetta gefur gríðarleg tæki- færi til framtíðar, það er ekki hægt að neita því. Þetta breytir stöðunni fyrir samfélagið hér algjörlega,“ segir Óskar Gunn- arsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar. Óskar segir að öll sveitarfélögin sem í hlut eiga hafi hátt þjónustustig. „Það er mikill metnaður á Suðurnesjum en ég er viss um að þau sveitar- félög sem hafa fengið þessa fjár- muni munu draga að sér fólk. - sh Sala eignarhluta í Hitaveitu Suðurnesja veldur straumhvörfum í rekstri: Fimm sveitarfélög skuldlaus PYNTINGAR Á AUSTURVELLI Fólk sem átti leið um Austurvöll í gær rak upp stór augu þegar það varð vart við hrottalegar pyntingar sem þar áttu sér stað. Þegar betur var að gáð kom í ljós að þarna voru á ferð fulltrúar Amnesty International sem vildu með uppátækinu vekja athygli á þeim pyntingaraðferðum sem notaðar eru í „stríðinu gegn hryðjuverkum“. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.