Fréttablaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 66
Ég vissi varla almenni-
lega hvað ég var að hella mér út í
þegar ég samþykkti að taka þetta
verkefni að mér. Knattspyrna er
ekkert án stuðningsmannanna
og blessunarlega eru litríkir og
skemmtilegir hópar starfræktir
hjá mörgum félögum. Ég ákvað að
skella mér í hóp vöskustu stuðn-
ingsmanna deildarinnar sem er
hin margrómaða stuðningsmanna-
sveit KR, Miðjan.
Ég tek það fram að ég er ekki
stuðningsmaður KR, ég er stoltur
Leiknismaður. Engu að síður var
það með mikilli eftirvæntingu að
ég mætti „út í KR“ eins og það er
kallað í Vesturbænum, einum og
hálfum klukkutíma fyrir leik.
Þar tók hinn bráðskemmtilegi
Ingvar Örn Ákason á móti mér,
betur þekktur sem Byssan, og
fyrsta verk var að finna treyju
handa blaðamanninum. Tók það
nokkra stund en ég fékk að lokum
forláta keppnistreyju, númer 3.
Tók ég mig bara vel út í henni verð
ég að segja. Það er rétt sem þeir
segja, maður er grennri í teinóttu.
Það er jú toppurinn að vera í tein-
óttu.
Miðjan fékk nafn sitt af nokkr-
um strákum sem stóðu í miðri
stúkunni fyrir tíma sæta og ann-
arra þæginda. Þar var kominn
saman vinahópur en nú hefur held-
ur betur fjölgað í hópnum en lík-
lega er aðalkjarninn um 20 manns.
Mér er sagt í spjalli við strákana
fyrir leikinn að þetta séu nokkrir
vinahópar, eða einn stór, en fjöld-
inn sem mætir á leiki sé frekar
misjafn.
„Það er alltaf auðveldara að
smala saman fólki þegar vel geng-
ur,“ segja þeir og mér finnst það
ekki skrítið. Það var samt eitthvað
við þennan leik, það hlaut bara að
vera að lukkudísirnar sýndu sig
hjá KR, og það var vel mætt hjá
Miðjunni.
Fjölmennið kom saman í KR-
klúbbnum í Frostaskjólinu þar
sem ég gerði mig heimakominn.
Formaður KR-Sport tjáði mér að
ég liti vel út í treyjunni. Ánægð-
ur að heyra það. Þarna sitja menn
og fá sér sannkallaðan lúxus-
mat að borða á kostakjörum og
sporðrenna svo einum eða tveim-
ur köldum til að velgja raddbönd-
in og losa aðeins um taumana.
Þarna var karpað um byrjun-
arliðið sem kom mörgum í opna
skjöldu. Skemmtilegar umræður
sköpuðust og menn höfðu mismun-
andi skoðanir á þeim leikmönnum
sem byrjuðu leikinn.
Ég rölti síðan upp í stúku um
fimmtán mínútum fyrir leik. Eitt
af aðalsmerkum Miðjunnar er
að þeir nota engar trommur eða
önnur hljóðfæri, bara raddbönd-
in. Það skapar að mínu mati virki-
lega skemmtilega stemningu, sér-
staklega þegar menn eru jafn dug-
legir að syngja og þessi hópur,
sem samanstendur af strákum og
stelpum og er talsverður aldurs-
munur á þeim sem í hópnum eru.
Mér leið skringilega í KR-treyj-
unni, mjög skringilega. Ég kannað-
ist varla við sjálfan mig í speglin-
um en ég ákvað þegar ég tók verk-
efnið að mér að gefa mig allan í
það og því tók ég rækilega undir
þegar söngurinn hófst.
„Við erum KR, Reykjavíkur
stoltið, sanna stórveldið,“ og svo
framvegis. Það er líka magnað
að heyra Óla stóra, eins og hann
er gjarnan kallaður, kyrja allt
byrjunarlið KR og svo endurtek-
ur Miðjan nafnið svo glymur um
Vesturbæinn. Stórskemmtilegt.
Ég sá að vinir mínir í blaðamanna-
stúkunni skemmtu sér konunglega
yfir því að sjá mig og sjálfur glotti
ég við tönn við að heyra mig öskra
„Áfram KR!“
Miðjan situr ekki, hún stendur,
og það allan leikinn. Hún syngur
líka allan tímann á meðan á leikn-
um stendur. Það kom mér reyndar
ekki á óvart að söngurinn stopp-
aði ekki og ég var orðinn vel hás
eftir leikinn, ekkert að því. Eitt af
mögnuðustu augnablikum þessar-
ar upplifunar fannst mér þegar við,
fólkið í miðjunni, sungum um Teit
Þórðarson í nokkra stund. Í miðju
lagi veifar hann síðan til okkar eins
og hann sé að þakka fyrir hollust-
una sem honum er sýnd. Teitur er
mikils metinn innan KR og ég fann
það á stuðningsmönnunum að þeir
vilja ekki sjá það að hann fari.
„Eitt stig fyrir stóveldið,“ var
sungið þegar KR jafnaði leikinn
í 1-1. Þegar sigurmark KR kom á
lokasekúndum leiksins ætlaði svo
allt um koll að keyra og ég lifði
mig svo mikið inn í verkefnið að ég
stóð mig að því að fagna markinu
eins og óður maður. Hálf Miðjan
var komin niður að vellinum þar
sem fagnað var þar til flautað var
til leiksloka og skemmtanahöld-
in héldu áfram fram eftir, að mér
skilst. Ekki nema von þegar fyrsti
sigur sumarsins er staðreynd.
Það sem einkenndi Miðjuna var
samheldnin, sem greinilega er
ríkjandi innan KR. Bubbi segir, í
að mínu mati langbesta stuðnings-
mannalagi sem heyrst hefur á Ís-
landi, að „Við stöndum saman allir
sem einn“. Klárlega orð að sönnu
eftir því sem ég kynntist.
Mér var mjög vel tekið, ég út-
skýrði fyrir mönnum hvað ég var
að gera, og var strax orðinn einn
af þessari risastóru svart/hvítu
fjölskyldu. Það er þó ekki tekið út
með sitjandi sældinni að vera KR-
ingur. Gengið í sumar hefur verið
dapurt og því er ótrúlegt að heyra
Miðjuna syngja allan leikinn og
styðja sína menn áfram.
Ég heyrði Teit hrósa Miðjunni í
KR-útvarpinu eftir leikinn og þá
hugsaði ég með mér hvort ég væri
einhvers konar happafengur fyrir
KR í leiknum gegn Fram? Spurn-
ing hvort KR kaupi krafta mína
áfram? Ég væri líklega til enda
skemmti ég mér konunglega í
góðum félagsskap.
Stuðningsmannasveit KR, Miðjan, hefur vakið mikla athygli fyrir vasklega framgöngu í sumar. Strákarnir og stelpurnar í Miðjunni hætta
aldrei að syngja og skiptir engu hver staðan er á vellinum. Hjalti Þór Hreinsson, íþróttafréttamaður Fréttablaðsins og Leiknismaður,
ákvað að finna hvernig það er að vera hluti af Miðjunni og gerðist KR-ingur í fyrsta sigurleik liðsins gegn Fram.
„O-óóóó!! O-óóóó!!
Við erum KR
Reykjavíkurstoltið
Sanna stórveldið
O-óóóó!! O-óóóó!!“
„Steiiiiiiiiiiiini Gísla,
eins og hrísla. Já, það er aðeins
einn Steini Gísla...“
„Við erum KR - Reykjavík,
klæddir í svart og hvítt
Þið getið ekkert sagt því við
höfum unnið allt
Við erum KR - Reykjavík.“
„Teitur, Teitur Þórðarson,
Teitur, Teitur Þórðarson...“
„Deyja fyrir klúbbinn, ég sagði
deyja fyrir klúbbinn.“
„Við erum svo miklu betri,
Já, við erum svo miklu betri.“
„Við erum KR, Reykjavíkurstoltið“